STYÐJUM SJÁLFSTÆÐISBARÁTTU GRÆNLENDINGA...............

Þau komu alveg sérstaklega illa í mig þau orð Utanríkisráðherra: „VIÐ STÖNDUM MEÐ DÖNUM“.  VAR HÚN MEÐ UMBOÐ ÞJÓÐARINNAR TIL AÐ LÁTA ÞETTA ÚT ÚR SÉR?  Hvað kemur eiginlega til að hún sá einhverja þörf hjá sér að styðja við bakið á „Mettu minnkarana“?  Þá skulum við fara aðeins yfir það hvers vegna við Íslendingar eigum að styðja Grænlendinga í sjálfstæðisbaráttu þeirra.   Við byrjuðum á því að „missa“ sjálfstæði okkar til Noregs og vorum undir stjórn þeirra í einhverjar aldir en síðan töpuðu Norðmenn stríði við Danmörku og þá sömdu Norðmenn við Dani um að Ísland yrði „stríðsskaðabætur“ til Dana og þar með hófst ógæfa landsins  Og alltaf hertu Danir tökin og eymdin og fátæktin jukust alltaf til dæmis voru HANDRITIN flutt til Danmerkur að hluta til vegna þess að Íslendingar höfðu hvorki getu né kunnáttu til að geyma þau eða varðveita.  Eftir að Jón Arason, síðasti kaþólski biskupinn á Íslandi, var hálshöggvinn ásamt tveimur sonum sínum í Skálholti árið 1550 þá rændu Danir ÖLLUM dýrgripum úr KAÞÓLSKUM KIRKJUM á Íslandi og fluttu  „GÓSSIГ til Danmerkur og ég veit ekki til að það hafi komið til tals að þessum DÝRGRIPUM verði skilað.  Það er engu logið með það að Danir komu ENGU BETUR fram við Íslendinga heldur en þeir gera við Grænlendinga.  Það má segja að Grænlendingar séu á svipuðum slóðum í sjálfstæðisbaráttu sinni og Íslendingar voru fyrir árið 1904, þegar Ísland fékk HEIMASTJÓRNINA.

Þá er komið að því að Utanríkisráðherra fái smá fræðslu um hvernig NORÐURLANDASAMVINNA ER Í RAUNINNI.  Við skulum bara horfast í augu við það að "NORÐURLANDAFJÖLSKYLDAN", sem Utanríkisráðherra talar svo fjálglega um, er í rauninni tvískipt, annars vegar eru; Noregur, Danmörk, Svíþjóð, Álandseyjar og Finnland og hins vegar eru Ísland og Færeyjar og nú nýlega er Grænland víst komið inn í seinni hópnum, sem eru óhreinu börnin hennar Evu, sem A deild NORÐURLANDANNA vill ekkert vita af nema á tyllidögum.   Og nú hefur C- deildin bæst við sem, eru Eystrasaltslöndin bæst við (Eistland, Lettland og Litháen).  Sem dæmi má nefna að ég bjó í Noregi í vel á þriðja ár og þau ár vor vikulegir þætti í Norska sjónvarpinu sem hétu "NORDEN RUNDT" (ferðalag um Norðurlöndin, lausleg þýðing) þar sem komu  stutt innskot frá "ÖLLUM" Norðurlöndunum.  Allan þann tíma sem ég bjó í Noregi kom ekki einn einasti þáttur frá Íslandi eða Færeyjum.  Ætli þetta sé eitthvað sem Utanríkisráðherra kallar "eðlileg" fjölskyldutengsl?????  Mér skilst að  það hafi gengið eitthvað treglega að Grænland hafi fengið formlega aðild að NORÐURLANDARÁÐI, en getur verið að nýjustu vendingar í málefnum  GRÆNLANDS hafi haft einhver áhrif þar á, því að Danmörk hefur fyrst núna ljáð því máls að Grænland yrði tekið inn sem formlegur aðili. Danir hafa ALLTAF litið á Ísland, sem nýlendu sína þó svo að Ísland hafi fengið sjálfstæði frá þeim árið 1944 og í þeirra augum erum við bara enn „þrælar“ í þeirra augum.  Og ég er þess fullviss að það verði ekki langt í að Færeyjar verði fullvalda líka, ekki bara Grænland.  ÆTLUM VIÐ AÐ GLEYMA FORTÍÐINNI??????


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Svo er það spurninginn: Er Grænland betur sett undir stjórn Bandaríkjana enda landið í Heimsálfu Ameríku en ekki í Evrópu? Er ekki Ísland í raun í tveim Heimsálfum og gætum valið í hvorri við viljum tilheyra?

Sigurður I B Guðmundsson, 29.8.2025 kl. 09:22

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Í þessu samhengi finnst mér að það sé EKKI málið.  Hverjum Grænlendingar kjósa að "halla sér að" er alfarið þeirra mál, að sjálfsögðu hef ég mínar skoðanir á því en þær skipta ekki máli.  Ef við horfum á stöðu Íslands á landakortinu finnst mér ekki nokkur spurning hvert við ættum að leita....

Jóhann Elíasson, 29.8.2025 kl. 09:50

3 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Við getum tekið upp Dollara ef við viljum. Af hverju er það ekki athugað að fullri alvöru? Hefur seðlabankastjóri eða aðrir "spekingar" verið spurðir út í það???

Sigurður I B Guðmundsson, 29.8.2025 kl. 10:53

4 Smámynd: Sæmundur G. Halldórsson

Hvaða stríði eiga Norðmenn að hafa tapað gegn Dönum? Þessi lönd hafa aldrei átt í stríði síðan einhverjir víkingahöfðingjar börðust um yfirráð fyrir árið 1000. 

Það sem gerðist var að danska drottningin Margrét I. erfði norska ríkið árið 1380 þegar konungurinn lést. Hún var á barnsaldri svo það var Eiríkur af Pommern sem stjórnaði báðum ríkjunum í byrjun. Öll Norðurlönd (Svíþjóð með Finnlandi, Danmörk með Noregi sem með fylgdu Færeyjar, Ísland og Grænland) sameinuðust síðan í Kalmar bandalaginu 1395 sem stóð til 1520. 

Þegar Noregur var slitinn frá Danmörku með valdi 1814 og gefinn Svíakóngi (til að refsa Dönum fyrir að hafa stutt Napóleon!) urðu eylöndin þrjú í Norðurhöfum eftir hjá Danmörku. 

Grænland undirgekkst norsk lög á sama tíma og Ísland (1262), þannig að samkvæmt þjóðarrétti má segja að Danir hafi síðan beint eða óbeint farið með fullveldisrétt yfir Grænlandi.

Síðan er ekki galið að minna á að þegar Eiríkur rauði (og Naddoddur á undan honum) fann Grænland og nam þar land bjó ekki sála í landinu. Ínúítar höfðu búið þar áður en voru dauðir eða farnir. Fyrstu forfeður núverandi Grænlendinga komu úr norð-vestri smám saman suður vesturströndina á 13. öld! Skandinavar (við þar með talin) eiga því lengri sögu á Grænlandi en núverandi Grænlendingar af ínúískum uppruna. 

Þetta er sagt með allri virðingu fyrir Grænlendingum sem eiga sér merkilega menningu og sögu.

Sæmundur G. Halldórsson , 29.8.2025 kl. 11:52

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og átta?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband