STYÐJUM SJÁLFSTÆÐISBARÁTTU GRÆNLENDINGA...............

Þau komu alveg sérstaklega illa í mig þau orð Utanríkisráðherra: „VIÐ STÖNDUM MEÐ DÖNUM“.  VAR HÚN MEÐ UMBOÐ ÞJÓÐARINNAR TIL AÐ LÁTA ÞETTA ÚT ÚR SÉR?  Hvað kemur eiginlega til að hún sá einhverja þörf hjá sér að styðja við bakið á „Mettu minnkarana“?  Þá skulum við fara aðeins yfir það hvers vegna við Íslendingar eigum að styðja Grænlendinga í sjálfstæðisbaráttu þeirra.   Við byrjuðum á því að „missa“ sjálfstæði okkar til Noregs og vorum undir stjórn þeirra í einhverjar aldir en síðan töpuðu Norðmenn stríði við Danmörku og þá sömdu Norðmenn við Dani um að Ísland yrði „stríðsskaðabætur“ til Dana og þar með hófst ógæfa landsins  Og alltaf hertu Danir tökin og eymdin og fátæktin jukust alltaf til dæmis voru HANDRITIN flutt til Danmerkur að hluta til vegna þess að Íslendingar höfðu hvorki getu né kunnáttu til að geyma þau eða varðveita.  Eftir að Jón Arason, síðasti kaþólski biskupinn á Íslandi, var hálshöggvinn ásamt tveimur sonum sínum í Skálholti árið 1550 þá rændu Danir ÖLLUM dýrgripum úr KAÞÓLSKUM KIRKJUM á Íslandi og fluttu  „GÓSSIГ til Danmerkur og ég veit ekki til að það hafi komið til tals að þessum DÝRGRIPUM verði skilað.  Það er engu logið með það að Danir komu ENGU BETUR fram við Íslendinga heldur en þeir gera við Grænlendinga.  Það má segja að Grænlendingar séu á svipuðum slóðum í sjálfstæðisbaráttu sinni og Íslendingar voru fyrir árið 1904, þegar Ísland fékk HEIMASTJÓRNINA.

Þá er komið að því að Utanríkisráðherra fái smá fræðslu um hvernig NORÐURLANDASAMVINNA ER Í RAUNINNI.  Við skulum bara horfast í augu við það að "NORÐURLANDAFJÖLSKYLDAN", sem Utanríkisráðherra talar svo fjálglega um, er í rauninni tvískipt, annars vegar eru; Noregur, Danmörk, Svíþjóð, Álandseyjar og Finnland og hins vegar eru Ísland og Færeyjar og nú nýlega er Grænland víst komið inn í seinni hópnum, sem eru óhreinu börnin hennar Evu, sem A deild NORÐURLANDANNA vill ekkert vita af nema á tyllidögum.   Og nú hefur C- deildin bæst við sem, eru Eystrasaltslöndin bæst við (Eistland, Lettland og Litháen).  Sem dæmi má nefna að ég bjó í Noregi í vel á þriðja ár og þau ár vor vikulegir þætti í Norska sjónvarpinu sem hétu "NORDEN RUNDT" (ferðalag um Norðurlöndin, lausleg þýðing) þar sem komu  stutt innskot frá "ÖLLUM" Norðurlöndunum.  Allan þann tíma sem ég bjó í Noregi kom ekki einn einasti þáttur frá Íslandi eða Færeyjum.  Ætli þetta sé eitthvað sem Utanríkisráðherra kallar "eðlileg" fjölskyldutengsl?????  Mér skilst að  það hafi gengið eitthvað treglega að Grænland hafi fengið formlega aðild að NORÐURLANDARÁÐI, en getur verið að nýjustu vendingar í málefnum  GRÆNLANDS hafi haft einhver áhrif þar á, því að Danmörk hefur fyrst núna ljáð því máls að Grænland yrði tekið inn sem formlegur aðili. Danir hafa ALLTAF litið á Ísland, sem nýlendu sína þó svo að Ísland hafi fengið sjálfstæði frá þeim árið 1944 og í þeirra augum erum við bara enn „þrælar“ í þeirra augum.  Og ég er þess fullviss að það verði ekki langt í að Færeyjar verði fullvalda líka, ekki bara Grænland.  ÆTLUM VIÐ AÐ GLEYMA FORTÍÐINNI??????


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Svo er það spurninginn: Er Grænland betur sett undir stjórn Bandaríkjana enda landið í Heimsálfu Ameríku en ekki í Evrópu? Er ekki Ísland í raun í tveim Heimsálfum og gætum valið í hvorri við viljum tilheyra?

Sigurður I B Guðmundsson, 29.8.2025 kl. 09:22

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Í þessu samhengi finnst mér að það sé EKKI málið.  Hverjum Grænlendingar kjósa að "halla sér að" er alfarið þeirra mál, að sjálfsögðu hef ég mínar skoðanir á því en þær skipta ekki máli.  Ef við horfum á stöðu Íslands á landakortinu finnst mér ekki nokkur spurning hvert við ættum að leita....

Jóhann Elíasson, 29.8.2025 kl. 09:50

3 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Við getum tekið upp Dollara ef við viljum. Af hverju er það ekki athugað að fullri alvöru? Hefur seðlabankastjóri eða aðrir "spekingar" verið spurðir út í það???

Sigurður I B Guðmundsson, 29.8.2025 kl. 10:53

4 Smámynd: Sæmundur G. Halldórsson

Hvaða stríði eiga Norðmenn að hafa tapað gegn Dönum? Þessi lönd hafa aldrei átt í stríði síðan einhverjir víkingahöfðingjar börðust um yfirráð fyrir árið 1000. 

Það sem gerðist var að danska drottningin Margrét I. erfði norska ríkið árið 1380 þegar konungurinn lést. Hún var á barnsaldri svo það var Eiríkur af Pommern sem stjórnaði báðum ríkjunum í byrjun. Öll Norðurlönd (Svíþjóð með Finnlandi, Danmörk með Noregi sem með fylgdu Færeyjar, Ísland og Grænland) sameinuðust síðan í Kalmar bandalaginu 1395 sem stóð til 1520. 

Þegar Noregur var slitinn frá Danmörku með valdi 1814 og gefinn Svíakóngi (til að refsa Dönum fyrir að hafa stutt Napóleon!) urðu eylöndin þrjú í Norðurhöfum eftir hjá Danmörku. 

Grænland undirgekkst norsk lög á sama tíma og Ísland (1262), þannig að samkvæmt þjóðarrétti má segja að Danir hafi síðan beint eða óbeint farið með fullveldisrétt yfir Grænlandi.

Síðan er ekki galið að minna á að þegar Eiríkur rauði (og Naddoddur á undan honum) fann Grænland og nam þar land bjó ekki sála í landinu. Ínúítar höfðu búið þar áður en voru dauðir eða farnir. Fyrstu forfeður núverandi Grænlendinga komu úr norð-vestri smám saman suður vesturströndina á 13. öld! Skandinavar (við þar með talin) eiga því lengri sögu á Grænlandi en núverandi Grænlendingar af ínúískum uppruna. 

Þetta er sagt með allri virðingu fyrir Grænlendingum sem eiga sér merkilega menningu og sögu.

Sæmundur G. Halldórsson , 29.8.2025 kl. 11:52

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Sæmundur G. Halllórsson, ég biðst afsökunar á ónákvæmni minni í textanum en upphaflega tilheyrðu Grænland, Ísland og Færeyjar Noregi en síðar gengu Danmörk og Noregur til samstarfs, þar sem Danmörk var "ráðandi" aðili og út frá frá því var samið um að þessar eyjar (Grænland, Ísland og Færeyjar) myndu tilheyra Danmörku, vegna þess leyfði ég mér að kalla þennan samning "STRÍÐSSKAÐABÆTUR", þetta var að sjálfsögðu ekki rétt af mér að gera þetta. (sjá vísindavefinn Vísindavefurinn: Hvenær og hvernig náðu Danir yfirráðum yfir Færeyjum, Íslandi og Grænlandi?)

Jóhann Elíasson, 29.8.2025 kl. 13:33

6 Smámynd: Grímur Kjartansson

Þrír ferðamenn frá USA koma til Grænlands og ráðherrar í Danmörku fara gjörsamlega á límingunum - hvers vegna?

Það hlýtur að vera eitthvað rotið í danaríki fyrst viðbrögðin voru svoa ofsaleg

Varla er ráðherraparið enn að dreyma um að endurreisa nýlenduveldis tíma Danmörkur svo ópin koma að ofan
ESB skammar ráðherrana fyrir að hafa ekki passað upp á að Færeyjar og Grænland væru undir herstjórn ESB
en nú skal öllum ráðum beitt til að koma í veg fyrir hugsanlegt aukið samstarf grænlendinga og USA
sérstaklega því Trump neitar að taka hræðsluáróðurinn um rússagrýluna alvarlega

Grímur Kjartansson, 29.8.2025 kl. 14:44

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Já Dönsk stjórnvöld fengu "drullu" en þetta voru ekki ferðamenn heldur menn úr viðskiptalífinu að leita að fjárfestingatækifærum á Grænlandi.  Þar er skýringin komin á þessum ofsafengnu viðbrögðum "Baunanna"........

Jóhann Elíasson, 29.8.2025 kl. 16:16

8 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Hefði viljað fá athugasemdir við spurningu mína # 3.

Sigurður I B Guðmundsson, 29.8.2025 kl. 22:34

9 Smámynd: Jóhann Elíasson

Fyrirgefðu Sigurður mér bara yfirsást þessi athugasemd.  Í sjálfu sér er ENGIN ástæða til að skipta um gjaldmiðil hérna.  Gjaldmiðillinn sem slíkur gerir ekkert annað en að endurspegla efnahagslíf landsins og vegna þess að efnahagslíf landsins hefur verið með öllu  STJÓRNLAUST frá lýðveldisstofnun þá hefur gengi Íslensku krónunnar verið eins og það er TIL ÞESS AÐ EFNAHAGSSTJÓRNUNIN AÐ TAK MIKLUM BREYTINGUM OG ÞAR HEFUR ENGA ÞÝÐINGU AÐ TAKA UPP ANNAN GJALDMIÐIL og þá held ég að skipti engu máli hvort sá gjaldamiðill heitir DOLLAR, EVRA eða SVISSNESKUR FRANKI.  Gjaldmiðill er bara gjaldmiðill hann  hefur enga sjálfstæða hugsun og sveiflast bara í takt við efnahagslífið.  Ég get ekki með nokkru  móti séð að Seðlabankastjóri hafi staðið sig þannig í baráttunni við verðbólguna að hann sé nokkur "bógur" til að svara þessari spurningu??????? 

Jóhann Elíasson, 30.8.2025 kl. 00:11

10 Smámynd: Sæmundur G. Halldórsson

Aftur um yfirráð Dana yfir eyjunum í Atlantshafi.Það er alveg rétt að þessi þrjú lönd voru norsk skattlönd, Ísland og Noregur frá 1262, Færeyjar trúlega fyrr. Formlega séð heyrðu þau áfram undir Noreg, þótt hann rynni inn í danska konungsveldið og væri hluti tvöfalda konungsríkisins til 1814. Á ráðstefnu í Kíl, nyrst í Þýskalandi, árið 1814 var bundinn endir á Napóleonsstríðin (Kílarfriðurinn) og það var þar sem Noregur var tekinn af Dönum og gefinn Svíum sem stríðsskaðabætur! Noregur var skaðabæturnar, ekki Ísland eða Grænland! Málið var að Danir höfðu haldið með Frökkum en Svíar með óvinum þeirra og nú þurfti að refsa Dönum. 

Þegar þessi hrossakaup fóru fram gleymdist að eyríkin þrjú heyrðu jú undir Noreg. Sumir halda að sænski diplómatinn hafi bara ekki vitað af þessu og ekki voru Danir að upplýsa hann! Ef þetta hefði ekki farið svona hefðum við lent undir Svíum. Hefði það verið betra? Norðmenn voru a.m.k. ekki glaðir. 

Varðandi sjálfstæðisviðleitni Grænlendinga og Færeyinga: Það er ágætt að við Íslendingar styðjum þessa nágranna okkar en við eigum ekki að vera að blanda okkur í annað en það sem okkur kemur við! Þessar þjóðir ákveða sjálfar hvað þær vilja og þurfa og treysta sér til. Þær þurfa sinn tíma. Færeyingar eru komnir mun lengra í því að taka yfir málaflokka og stjórna þeim á eigin ábyrgð en Grænlendingar. Sjálfstjórnarlögin sem gilda í báðum löndum eru svo ótrúlega víðtæk að það má segja að Danir hafi gefið þessi mál algerlega frá sér. Mig óar við að sjá varnarleysi Grænlendinga gagnvart græðgi stórveldanna, sérstaklega Trumps sem hegðar sér eins og ruddi.

Gjaldmiðilsmál: Munum að danska krónan er rígbundin við evruna svo að sumir kalla hana evru í dulargervi. Þessi sama danska króna/evra er gjaldmiðill Færeyja og Grænlands. Sumir halda að Færeyjar hafi eigin gjaldmiðil en það er misskilningur, þeir prenta eigin seðla, það er allt.

Það er áhugavert að sjá að þessi tvö lönd sem lifa næstum 100% af sjávarútvegi skuli geta notað evruígildi sem gjaldmiðil en okkur er sagt að við verðum að halda í flotkrónuna okkar sem getur tekið hástökk upp á við eða sokkið eins og steinn öllum að óvörum!

Sæmundur G. Halldórsson , 30.8.2025 kl. 00:34

11 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þakka þér fyrir góða og fræðandi athugsemd Sæmundur.  Að mínu viti þá sannar "evruígildið" og "krónan" það sem ég skrifaði um gjaldmiðlana í síðustu athugasemd minni til Sigurðar.  Það að krónan sé að  taka þessi gífurlegu STÖKK upp  og niður er bara EFNAHAGSÓSTJÓRNINNI að kenna.  Og svo er eitt sem "gleymist" algjörlega að tala um ÞAÐ ER ALVEG GÍFURLEGUR KOSTNAÐUR FALINN Í ÞVÍ AÐ SKIPTA UM GJALDMIÐIL, ég efast stórlega um að Ísland myndi ráða við þann kostnað......

Jóhann Elíasson, 30.8.2025 kl. 00:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband