"DÓMARASKANDALL" í PÓLLANDI....

Ég legg ekki í vana minn að "kenna dómurunum um úrslit leikja" en í þetta sinn var það alveg augljóst.  Það er ekki hlutverk dómara að blanda sér í leikinn sem slíkan, heldur að sjá til þess að hann (leikurinn) fari rétt fram leikið sé eftir REGLUM sem gilda.  Þetta varð EKKI raunin með leikinn Ísland - Pólland í kvöld og breyting var gerð á hlutverki dómaranna.  Það "VIRÐIST VERA AÐ ÚRSLITIN HAFI VERIÐ ÁKVEÐIN FYRIRFRAM" úrslitin virtust vera orðin mjög tvísýn í lok leiksins og þá virðist vera að dómararnir hafi tekið leikinn yfir, sem er mjög sorglegt.  ÉG ER ALLS EKKI AÐ SEGJA AÐ STRÁKARNIR OKKAR HEFÐU UNNIÐ LEIKINN, EN SÉNSINN VAR VISSULEGA TEKINN AF ÞEIM.  En vonandi jafna þeir sig fljótt á þessu "hundsbiti" og mæta bara klárir í næsta leik.....


mbl.is Skutu Pólverjum skelk í bringu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Dapurlegt að það sé ekki hægt að klára og vinna leiki. Ef það eru ekki leikmenn þá dómarar. 

Sigurður I B Guðmundsson, 1.9.2025 kl. 11:00

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Mér finnst nú sök sér þó að leikmennirnir "missi hausinn" eins og gerðist með "okkar menn" í Belgíuleiknum, en afskipti dómara af gangi leiksins er ekki ásættanlegur.............

Jóhann Elíasson, 1.9.2025 kl. 12:10

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Stundum er einfaldlega hægt að vera óssammála dómgæslu án þess að það nái neitt lengra og dómurinn standi, en þetta var eitthvað miklu verra og algjörlega óviðunandi. Annaðhvort voru brögð í tafli, dómararnir algjörlega vanhæfir, eða bæði.

Guðmundur Ásgeirsson, 1.9.2025 kl. 20:47

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Að mínum dómi var það hvort tveggja sem var þarna í gangi og ég bara neita að trúa því að þetta hafi enga eftirmála......

Jóhann Elíasson, 1.9.2025 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband