Þjóðhagslega hagkvæmt að leggja sjávarbyggðir landsins niður.......

Á hvaða leið er okkar guðsvolaða þjóðfélag?  Það kemur út skýrsla frá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands, en þar er sagt að það sé þjóðhagslega hagkvæmt að hætta þorskveiðum einhvern tíma.  Eru þessir menn virkilega svo raunveruleikafirrtir að þeir geri sér ekki grein fyrir að peningarnir verða ekki til í bönkunum?  Reyndar sagði forstöðumaður Hagfræðistofnunar “Að sennilega myndu þeir sem taka á sig mestu skerðingarnar, vegna aflasamdráttar  ekki njóta “ávaxtanna”, þegar afli yrði aukinn aftur (en hvenær verður það?) einu orðin af einhverju viti (að mínu mati) í þessari skýrslu.En það má virða þessum mönnum hjá Hagfræðistofnun til vorkunnar, að þeir unnu út frá arfavitlausri skýrslu HAFRÓ.  Því eins og allir vita þá á sér stað hlýnun í hafinu og þar af leiðir að fisktegundir leita á önnur mið og tegundir færa sig til eftir breytingum sem verða á þeirra kjöraðstæðum.  Þetta virðast flestir vita nema sérfræðingar HAFRÓ, þeir byrjuðu sitt “togararall” fyrir meira en tuttugu árum á vissum “bleyðum” í kringum landið og enn þann dag í dag byggja þeir niðurstöður sinar á þeim fiski sem þeir fá á þessum “bleyðum” sínum.  Ekki að furða þó að veiðistofninn sé alltaf að minnka og þeir “týni” heilu árgöngunum af fiski.Hafrannsóknir eru dýrar, sérstaklega ef rannsóknirnar beinast ekki í réttan farveg.  Kristinn Pétursson fiskverkandi á Bakkafirði, hefur sýnt fram á það með mjög sterkum rökum, að vandamálið sé að fiskurinn í sjónum sé of mikill en en ekki of lítið af honum og hafi ekki það æti, sem hann þurfi og því sé hann farinn að éta undan sér.  En þetta skrifa sérfæðingar HAFRÓ ekki undir og því miður er hlustað á þá, þó svo að ekki hafi ráðgjöf frá þeim bæ reynst “þjóðhagslega hagkvæm”.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Hefði ekki getað orðað þetta betur,svona er þetta þvi miður/ en hverju fáum við breit????/Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 28.6.2007 kl. 13:28

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég hef nú ekki trú á að við breytum nokkru en kannski vekja þessi skrif okkar einhverja til umhugsunar.

Jóhann Elíasson, 28.6.2007 kl. 15:05

3 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Blessaður  þegar ég heyrði um mat þessa ríkisapparats gat ég ekki annað en velt því fyrir mér hvort að þyrfti ekki að jarðtengja þessa blessuðu menn. Mér finnst þetta algjört virðingarleysi við samlanda sína. Ég tók þátt í  togararöllum og mín skoðun er að það sé eins og að merkja 120 þúfur og ákveða síðan rjúpnastofninn út frá því ár eftir ár hvað margar rjúpur sitja á þessum sömu þúfum. Ekki má telja rjúpur á næstu þúfu. Eða þá að við hefðum fyrr á öldum ákveðið að það hægt væri að ákveða fjölda Íslendinga með því að telja íbúa á Breiðafjarðareyjum samkvæmt þeim vísindum væru Íslendingar útdauðir.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 1.7.2007 kl. 14:13

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Gaman að fá þig inn  og ennþá skemmtilegra verður að hitta þig aftur.  Það er nú alveg vitað mál að það vantar jarðtengingu,bæði á þetta lið hjá HAFRÓ og hagfræðistofnun, en það sem er öllu verra að þeir sem ráða eru engu skárri.  Það er alveg ábyggilegt að svo rannsóknin verði vita gagnslaus er alveg pottþétt að beita arfavitlausum aðferðum við þær, eins og hefur verið gert undanfarin ár með togararallið.

Ég hvet þig til að skrifa meira um kolefnisjöfnunina, las um það á blogginu þínu í gærkvöldi og leist mjög vel á.

Jóhann Elíasson, 1.7.2007 kl. 16:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband