Hugrekki eða eitthvað annað????

...Mikið óskaplega vorkenndi ég Einari K. Guðfinnssyni að þurfa að taka þessa ákvörðun um niðurskurð á aflaheimildum.  Þessi ákvörðun hans hefur í för með sér sjávarbyggðir landsins leggjast af og kvótasvindlið verður enn meira en áður.  Mótvægisaðgerðirnar sem á að fara útí eru svo almennt orðaðar (eins og stjórnarsáttmálinn) nema það að það á að fara að kröfu LÍÚ og leggja niður "veiðigjaldið", sem þrátt fyrir allt var mjög lágt, en þetta gjald hefur alltaf verið þyrnir í augum LÍÚ-manna.  En nú er LÍÚ búið að fá sitt í gegn.  En LÍÚ vill meira, þeir vilja hverfa aftur til þeirra tíma þegar þeir gátu "pantað" gengisfellingu.  Nú kemur "málpípa" LÍÚ fram í fjölmiðlum og á sinn hugljúfa máta heimtar hann gengisfellingu til þess að tekjur útgerðarmanna af minnkun aflaheimilda verði nú sem minnstar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það er rétt að Einar K. virðist ekki hafa sjálfstraust til þess að taka sjálfstæða ákvörðun og vega og meta veigmikil rök sem gefa til kynna að ráðgjöf Hafró sé byggð á sandi. 

Það er alveg rétt sem þú bendir á að eina sem er haldfast í tillögum Hafró er að aflétta veiðigjaldinu annað er gömul froða. 

Ég hef ekki mikla trú á að gengisfelling hjálpi mörgum útgerðum mjög þar sem þær eru orðnar mjög skuldsettar í útlöndum að hækkað afurðaverð fer jafnharðan í að greiða hærri afborganir af skuldum.

Sigurjón Þórðarson, 6.7.2007 kl. 16:46

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég hef átt viðskipti við Einar K. Guðfinnsson og veit hvernig mann hann hefur að geyma, hann er ekki á "jólakortalistanum" hjá mér.  Eitt sem ég hef ekki getað áttað mig á er að erlend fjárfesting skuli ekki vera leifð í Íslenskum sjávarútvegi, því ef það er eitthvað sem Íslenskan sjávarútveg vantar þá er það fjármagn, ekki lánsfjármagn.  Margir hafa nefnt það sem rök að þá missum við forræði yfir fiskimiðunum, hvaða forræði?  Það skiptir mig frekar litlu máli hvort sá sem á kvótann heitir Þorsteinn Már Baldvinsson eða John Smith. Það er náttúrulega alveg augljóst að gengisfelling gefur útflutningsgreinunum hærra verð fyrir afurðirnar og útgerðirnar mega vera orðnar ansi skuldsettar ef afborganir lána aukast jafn mikið og tekjurnar.

Jóhann Elíasson, 6.7.2007 kl. 17:21

3 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Tek undir með ykkur báðum

Ólafur Ragnarsson, 6.7.2007 kl. 18:02

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Tek lika undir þetta ,og tel að  þetta tal um gengisfellingu,ekki skakka leikin!!!! alls ekki/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 6.7.2007 kl. 21:26

5 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Þetta hef ég verið að segja árum saman. Það breytir engu fyrir þessa þjóð hvort eigandi auðlindarinnar heitir Þ.M.Baldvinsson og fer með allt sem hann nær að slíta útúr henni með því að arðræna lýðinn, í fjárfestingar erlendis, eða hvort hann heitir t.d. J. Smith. Það er meira að segja ekkert ólíklegra að Smith þessi mundi eyða afrakstrinum á Íslandi.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 7.7.2007 kl. 22:19

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

........  Ekki frekar Þorsteinn Már Baldvinsson.

Jóhann Elíasson, 7.7.2007 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband