23.7.2007 | 21:26
Frændur eru frændum verstir.............
Að halda því fram að Samgönguráðuneytið beri ekki ábyrgð á "ferjusiglingum" til Vestmannaeyja er alveg fáránlegt. Svo ekki sé nú talað um það að aðstoðarmaður Samgönguráðherra er Vestmannaeyingur, þá er þessi fullyrðing ennþá fáránlegri, hefði Róbert Marshall haft eitthvað bein í nefinu hefði hann átt að sjá sóma sinn í því að þessi fullyrðing færi aldrei út fyrir veggi Samgönguráðuneytisins og vinna með öðrum innan Samfylkingarinnar að því að samgöngur við Vestmannaeyjar yrðu í samræmi við þarfir og vilja heimamanna.
Ferðum Herjólfs ekki fjölgað frekar um verslunarmannahelgina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
- annabjorghjartardottir
- arnarthorjonsson
- skagstrendingur
- formula
- reykur
- flinston
- asthildurcesil
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- bjornaxelsson
- bokin
- dagsol
- einarbb
- einarvill
- einarorneinars
- finnur
- fritzmar
- georg
- gislim3779
- gudbjornj
- gutti
- elnino
- manix
- zumann
- gmaria
- noldrarinn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gunnsithor
- gustafskulason
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- hbj
- hallibjarna
- heimssyn
- formannslif
- diva73
- helgatho
- helgigunnars
- hordurhalldorsson
- ingagm
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- fun
- jensgud
- ezuz
- joiragnars
- johannvegas
- jaj
- fiski
- jonerr
- bassinn
- jonsnae
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- juliusvalsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristinn-karl
- kristinthormar
- stinajohanns
- keh
- kristjan9
- magnuss
- magnusthor
- odinnth
- solir
- olafurjonsson
- os
- pallvil
- ragnar73
- rosaadalsteinsdottir
- hughrif
- fullveldi
- seinars
- nafar
- holmarinn
- sigurdurig
- siggiflug
- siggith
- sigurjonth
- stormsker
- timannatakn
- tibsen
- valdimarjohannesson
- skolli
- valur-arnarson
Nýjustu færslur
- HÚN GETUR EKKI VERIÐ ELSTA MANNESKJA HEIMS EF HÚN ER LÁTIN.....
- EN VERÐUR EITTHVAÐ GERT MEÐ ÞESSAR TILLÖGUR?????????
- SVONA FRÉTTIR GEFA LÍFINU GILDI..........
- NÚ ER "MÆLIRINN" MIKIÐ MEIRA EN FULLUR..........
- ÁRAMÓTAKVEÐJA.........
- ÞETTA VAR NÚ HELSTA "BEITAN" SEM VAR NOTUÐ VIÐ AÐ FÁ ÍSLEND...
- ER EKKI TILVALIÐ AÐ SENDA ÞÓRDÍSI KOLBRÚNU REYKFJÖRÐ GYLFADÓT...
- ÉG FÓR NÚ AÐ HUGSA ÝMISLEGT EFTIR AÐ RÚV FJALLAÐI UM AUKIN UM...
- "WOKE- OG ESB RÍKISSTJÓRN ÞORGERÐAR KATRÍNAR GUNNARSDÓTTUR"...
- GLEÐILEG JÓL....
- ERU ÞETTA ÖLL ÓSKÖPIN SEM INGA SÆLAND FÉKK Í GEGN??????
- ÞETTA FÓR EINS ILLA OG NOKKUR MÖGULEIKI VAR Á.......
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.1.): 70
- Sl. sólarhring: 226
- Sl. viku: 1741
- Frá upphafi: 1850166
Annað
- Innlit í dag: 45
- Innlit sl. viku: 1026
- Gestir í dag: 43
- IP-tölur í dag: 41
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ja sá á eftir að fá að heyra það á Þjóðhátíðinni ef hann þá þorir að láta sjá sig þar.
Ólafur Ragnarsson, 23.7.2007 kl. 23:30
Það virðist sem öll loforð og digurbarkalegar yfirlýsinga frá því í vor, séu allar uppgufaðar. Satt að segja, mætti álíta sem svo, að ekki muni vera runnið af þingmönnum Samfylkingar, sigurvíman. Jóhann, hafðu þökk fyrir þitt góða innlegg í vandræðamál okkar Eyjamann.
Þorkell Sigurjónsson, 23.7.2007 kl. 23:40
Ég þakka hlý orð Þorkell, en að mínum dómi er ekki um að ræða vandræði ykkar Eyjamanna einna, heldur varðar þetta þjóðina alla og það er mál að allir standi saman.
Jóhann Elíasson, 23.7.2007 kl. 23:46
Stór hluti Vestmannaeyjaskeggja er aðfluttur eftir gos að eigin ósk og án alls þrýsting okkar hinna. Þetta var vafalaust upplýst ákvörðun þeirra sem hana tóku, vitandi um samgönguleysið sem var reyndar margfalt meira en nú. Þarna sóttu menn í dreifbýlissæluna, fiskvinnsluna, o.s.frv. . Þeir sem í Vestmannaeyjum búa hafa ekki langt að keyra frá heimili að vinnustað. Stór hópur getur gengið til og frá vinnu án þess að hafa mikið fyrir því. Stærstur hluti þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu njóta ekki þessa munaðar. Þar þurfa menn að fylla tankinn á heimilisbílnum ekki sjaldnar en 1 sinni í viku. Nú eða þá að kaupa sér í strætó til að komast til og frá vinnustað og eyða í það kannski allt að þremur klukkustundum samtals á dag alla virka daga. Þessa gætir ekki í Vestmanneyjum. Þá er vöruverð orðið niðurgreitt af höfuðborgarbúum með hærra verði en til er kostað þar sem flestar verslunarkeðjur hafa séð fyrir jöfnu vöruverði, sem og eldsneytisverði. Eru Vestmannaeyjarbúar tilbúnir að greiða niður kostnað íbúa höfuðborgarsvæðisins til að komast til og frá vinnu? Eru þeir tilbúnir að jafna launamun, eða greiða fyrir nýlenduvörurnar sínar án niðurgreiðslu neytenda á höfuðborgarsvæðinu? Eru þeir tilbúnir til þess að felld verði niður niðurgreiðslan á Herjólfi ? Svona má lengi telja.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 24.7.2007 kl. 02:04
"Sumir hefðu betur orðið hvítir blettir í laki en svartir á þjóðfélaginu".
Jóhann Elíasson, 24.7.2007 kl. 02:23
Því miður Jóhann þá er ég hrædd um að núverandi samgönguráðherra sé ekki líklegur til stórræða að sinni , nýkominn í stólinn sem verður til þess að auka enn á þá skömm sem mál þessi eru í og hafa verið um langan tíma.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 24.7.2007 kl. 02:48
Sammála þér Jóhann. kv.
Georg Eiður Arnarson, 24.7.2007 kl. 07:08
Það rann af mér þessi heilaga reiði sem ég hafði fyllst fyrir hönd Eyjamanna, þegar ég las yfirlýsingu aðstoðarvegamálastjóra í morgun. Það virðist ekki allt vera heilagt sem kemur frá bæjarstjóranum sem þeir hafa valið sér þarna úti og þá er ekki von á góðu. Ef menn halda að þetta mál sé eitthvað til að þvæla pólitík inní og rugla með aftur og fram þá er ég viss um að það er rangt mat og getur engu skilað nema vandræðum og togstreitu.
Það er ekki alltaf allt sem sýnist þegar menn fara að slá pólitískar keilur, en alltaf er þetta nú að lagast er það ekki, er ekki búið að búa til einhverjar fimm aukaferðir fyrstu dagana í ágúst? og ég held að aldrei í söguni hafi verið farnar fleiri ferðir en þetta árið og svo flugið sem Sturla græjaði að auki...?
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 24.7.2007 kl. 13:51
Skrýtinn röksemdafærsla hjá "predikaranum", ég veit ekki betur en megnið af höfuðborgarbúum sé fólk sem er aðflutt "án þrýstings frá okkur hinum" og annað höfuðborgarbúar borga ekki niður matarverð fyrir landsbyggðina, ég held að predikarinn ætti að fara að kanna hvað það er sem er búið að byggja upp þessa blessaða höfuðborg (þorpið), það er landsbyggðin en ekki laugavegur eða kringlan. Mér þætti gaman að sjá höfuðborgarbúa sætta sig við það að þurfa að panta með nokkurra vikna fyrirvara ef þeim dytti til hugar að bregða sér af úr bænum. Það eru mannréttindi að eyjamenn standi við sama borð og við hin þegar kemur að samgöngumálum, þau borga nefnilega líka í peningakassann.
Huld S. Ringsted, 24.7.2007 kl. 14:35
Huld.Ég ætlaði að fara að svara þessum"Predikara"en rakst á þína athugasemd.Hún er nákvæmlega það sem ég hefði skrifað.Hafðu þökk fyrir
Ólafur Ragnarsson, 24.7.2007 kl. 15:26
Samgöngumál eru á einkennilegum stað á Íslandi. Holufyllingastefnan sem ég hélt að myndi á einvherjum tímapúnkti heyra fortíðinni til lifir ennþá góðu lífi. Vegir eru illa byggðir og þola illa álagið. Landsmenn eru látnir sjá um að valta ofaníburðinn með reglulegu millibili, það í sjálfu sér argasta ósvífni og þar að auki stórhættulegt. Ég minnist þess fyrir mörgum árum þegar Kristinn P vinur minn þá nýkominn inná þing kynnti tillögur um gerð viðhaldsfrírra þjóðvegi (byggða á USA stöðlum) heildarhugmynd þar sem inní voru göng, brýr og vegir, allt draslið fjármagnað með lánum á súperprósentum til 120 ára. Hugmynd hins framsýna austfirðings átti ekki uppá pallborðið hjá holufyllurum sem fylla uppí holur sem aldrei fyrr og láta svo vöruflutningabílana sjá um að mölva vegina niður fyrir næstu holufyllingartörn.
Vestmannaeyingar eiga rétt á því að komasta til og frá eyjunni eins og þörf krefur, þannig að aukaferðir með skipinu eru sjálfsagðar. En fyrst og síðast er nauðsynlegt að endurskoða holufyllingastefnuna í samgöngumálum. Það er alltaf verið að redda málum fyrir horn og því miður, taka kolvitlausar, fokdýrar ákvarðanir.
Pálmi Gunnarsson, 24.7.2007 kl. 15:59
Það er nefnilega málið Pálmi, það er enginn vandi að sjá útúr að koma Eyjamönnum sjálfum fram og aftur með Herjólfi og fluginu, niðurgreiddu eður ei, en það sem er að og nánast öskrar á úrbætur núna og verður stöðugt brýnna, eru ferðamennirnir, bæði hérlendir og erlendir. Það er náttúrulega ekki ásættanlegt fyrir þá starfsemi sem búið er að byggja upp í Eyjum í ferðamennskunni að samgöngurnar skammti afköstin.
Ég tek undir allt sem þú segir um þjóðvegakerfið og það stappar nærri því sem sagði í textanum um gatnakerfi Kópavogs á sínum tíma hvar það var "nefnt einu nafni Holan", en þeir hafa nú tekið sig eitthvað á...
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 24.7.2007 kl. 16:32
Ég man að í sumar voru margir hér í Eyjum kátir yfir nýjum aðstoðarmanni Samgönguráðherra því nú myndi eitthvað ske í samgöngumálum Eyjanna.En"nota´bene"aðstoðarmaður ráðherra er algerlega valdalaus.Nú verður"Bakkafjöruæfintýrið"sennilega sett á fullt eftir nýja skýrslu Vegagerðarinnar um jarðgöng.Nú segi ég bara megi guð hjálpa okkur ef það verður að veruleika sem ég vona ekki.En ef af verður vona ég svo sannarlega að álit mitt og fl um þá görð sé ekki rétt.Ég vísa á blogg mitt fyrir nokkrum dögum
Ólafur Ragnarsson, 24.7.2007 kl. 21:06
Aðstoðarmaður ráðherra er formlega valdalaus en hann hefur mikil áhrif, það þekki ég nokkuð vel. Því miður þá held ég að Bakkafjöruævintýrið verði sett á dagskrá eftir að þessi skýrsla frá VST kom, annars er svolítið merkilegt að fylgjast með hvað Vegagerðin hefur barist hart á móti þessari jarðgangahugmynd og notar öll meðul til þess að þessi hugmynd verði jörðuð.
Jóhann Elíasson, 25.7.2007 kl. 07:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.