Efnahagsstefna landsins er gjaldþrota

Enn á ný hefur umræðan um upptöku evrunnar skotið upp kollinum og nú í kjölfar óróleikans í efnahagslífinu.  En þess skal getið að þessi óróleiki tengdist Íslensku krónunni ekkert, heldur var um alheims fyrirbæri að ræða, en hitt er svo annað mál að viðkvæmni krónunnar gagnvart áföllum er alveg gífurleg og einhver sú mesta sem þekkist á gjaldeyrismörkuðum heimsins. Þeim Geir H. Haarde og Davíð Oddssyni, hefur verið tíðrætt um “stöðugleika” á Íslandi síðustu árin og efnahagsstefna síðari ára hafi skilað þjóðinni miklu “góðæri” sem ekki þekkist í öðrum löndum og þar sé aðallega að þakka styrkri efnahagsstjórn Sjálfstæðisflokksins.  Þetta eru mestu öfugmæli sem sögur fara af en því miður eru einhverjir sem leggja trúnað á þetta (í það minnsta hlaut Sjálfstæðisflokkurinn umboð kjósenda til að fara með stjórn efnahagsmála áfram).  En Staðreyndin er sú að hér á landi er hagvöxtur undanfarinna ára drifinn áfram af vaxandi einkaneyslu, sem síðan er fjármagnaður með lántökum.  Ef skoðuð er raunveruleg staða efnahagsmála hér á landi kemur í ljós að opinber rekstur hefur þanist út og útgjöld hins opinbera aukist gríðarlega (samkvæmt skilgreiningu er hið opinbera ríki og sveitarfélög).  Ekki virðist hafa verið gert neitt til þess að koma böndum á rekstur hins opinbera og ekki er neitt sem bendir til að það verði gert - þvert á móti.Það er ekki nein atvinnugrein sem þolir til lengdar þær sveiflur sem hafa verið á gengi krónunnar enda erum við að sjá hvert fyrirtækið af öðru leggja upp laupana og þá sérstaklega útflutningsfyrirtæki í sjávarútvegi.  Hvað gerir svo ríkisstjórnin?  Því  er fljótsvarað: EKKERT.  Vegna kvótaniðurskurðarins, sem tilkynntur var 06.07.2007, áttu að koma til  mótvægisaðgerðir, sem áttu að hafa áhrif til þess að áhrif niðurskurðarins á minnkun aflaheimilda kæmu ekki eins hart niður á sjávarbyggðum landsins, en það eina sem hefur komið af þessum svokölluðu “mótvægisaðgerðum” er að nokkrum samgöngubótum verður flýtt, annað hefur ekki komið fram nema blekkingar, svosem að Byggðastofnun var gert kleyft að starfa samkvæmt lögum og Nýsköpunarsjóður Atvinnulífsins var settur af stað samkvæmt lögum sem sett voru á Alþingi í vetur, en með sameiningu Iðntæknistofnunar Íslands og R B varð Nýsköpunarsjóður Atvinnulífsins til.  Hafi ráðherrar ríkisstjórnarinnar haldið að það væri í lagi að bíða með “mótvægisaðgerðirnar” þar til Alþingi kæmi saman, þá skjátlaðist þeim mikið, því viðskiptalífið hefur afskaplega litla þolinmæði.  Á meðan þessi vingulsháttur er í gangi sveiflast gengi krónunnar, eins og pendúll og Seðlabannkinn heldur stýrivöxtum upp úr öllu valdi til þess að hamla verðbólgu, en á meðan “blæðir” útflutningsatvinnuvegum landsins út.  Ráðherrar landsins verð að fara að gera sér grein fyrir því að efnahagsmálin eru margir samhangandi þættir og ekki dugi til árangurs að einblína bara á einn þátt og halda að með því sé hægt að hafa góð tök á efnahag landsins.Þess vegna hníga æ fleiri rök að því að við ættum að taka upp evru og ganga í ESB.  Þá færi minni tími í arfavitlausar efnahagsaðgerðir og stjórnkerfið gæti orðið mun virkara t.d eru alltaf að koma reglugerðir frá Brussel sem segja okkur að, vegna EES samningsins verðum við að gera hitt og þetta til að framfylgja reglum ESB, væri ekki hagræði að því að hafa fulltrúa í Evrópuráðinu svo við vissum af því að það væri að koma reglugerð sem við ættum að uppfylla?  Margir halda því einnig fram að með ESB aðild myndum við missa forræðið yfir fiskimiðunum. Hvaða forræði? Í dag hefur fámenn klíka forræðið yfir fiskimiðunum og ráðstafar þeim án þess að þjóðin hafi nokkuð um það að segja.  Svo er það eitt sem hefur mjög neikvæð áhrif á afkomu sjávarútvegsins en það er bann við fjárfestingum erlendra aðila í sjávarútvegi á Íslandi, því sjávarútveginn vantar fjármagn inn í greinina og þá á ég ekki við rándýrt lánsfjármagn heldur eigið fé. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Allar stefnur og ismar hneigjast í átt til hringsins. Nokkuð fálmkennd tök vinstri flokkanna á efnahagsstjórn okkar renndu stoðum undir þá trú að engum nema Sjálfstæðisflokknum með markaðshyggju- og einkavæðingarhugsjónir væri treystandi fyrir fjármálum þjóðarinnar. Þessu trúa margir enn þó reynsla síðustu ára hafi afsannað þessa kenningu.

Hinsvegar tek ég af mér gleraugun og þurrka af þeim þegar ég les ályktanir um að okkur vanti erlent fjármagn inn í sjávarútveginn og við þurfum að leiða aðrar þjóðir að þeirri auðlind. Með heilbrigðri stjórnun fiskveiða þar sem saman er tengt vistvæn umgengni og styrking fiskiþorpanna með löggjöf verður vandalítið að styrkja nytjastofnana og auka aflaverðmætið.

Ég vil sjá stritandi hendur frjálsra manna fremur en meðvitundarlausa skanka leiguþýja.

Og eins og allir ættu að vita sem lesið hafa pistla mína hér, þá tel ég að landsbyggðin þoli ekki meiri félagslega áþján og fjárhagslegan stuðning við óskabörn valdhafanna og þá er ég auðvitað að meina sægreifana.

Árni Gunnarsson, 21.8.2007 kl. 22:26

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

En auðvitað tek ég undir það með þér að efnahagsstefna okkar er gjaldþrota.

 Reyndar ætti það að vera hverjum manni augljóst.

Allar stefnur og ismar hneigjast í átt til hringsins. Nokkuð fálmkennd tök vinstri flokkanna á efnahagsstjórn okkar renndu stoðum undir þá trú að engum nema Sjálfstæðisflokknum með markaðshyggju- og einkavæðingarhugsjónir væri treystandi fyrir fjármálum þjóðarinnar. Þessu trúa margir enn þó reynsla síðustu ára hafi afsannað þessa kenningu.

Hinsvegar tek ég af mér gleraugun og þurrka af þeim þegar ég les ályktanir um að okkur vanti erlent fjármagn inn í sjávarútveginn og við þurfum að leiða aðrar þjóðir að þeirri auðlind. Með heilbrigðri stjórnun fiskveiða þar sem saman er tengt vistvæn umgengni og styrking fiskiþorpanna með löggjöf verður vandalítið að styrkja nytjastofnana og auka aflaverðmætið.

Ég vil sjá stritandi hendur frjálsra manna fremur en meðvitundarlausa skanka leiguþýja.

Og eins og allir ættu að vita sem lesið hafa pistla mína hér, þá tel ég að landsbyggðin þoli ekki meiri félagslega áþján og fjárhagslegan stuðning við óskabörn valdhafanna og þá er ég auðvitað að meina sægreifana.

Árni Gunnarsson, 21.8.2007 kl. 22:29

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Af óskiljanlegri ástæðu kom fyrri færslan í viðhengi með þeirri seinni.

 Það finnst mér nú óþarfa bruðl.

Árni Gunnarsson, 21.8.2007 kl. 22:31

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Jóhann.

Ágæt hugleiðing.

Efnahagsmálin standa á veikum grunni ekki hvað síst vegna þess að hér varð til "loftbóluhagkerfi " þar sem aðgerð sem jafna má við peningaprentun , kom til sögu með kvótaframsali, og darraðardans hliðarverkana í framhaldinu, sóun á fjármunum.

Ég er hins vegar einlægur andstæðingur Evrópusambandsaðildar enn sem komið er,  því ég tel að afsölun sjálfstæðis sé eitt, og innanlands vandamál annað og við getum gert æði margt ef skynsamlega að verki er staðið.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 22.8.2007 kl. 02:22

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Tek undir með þér Guðrún María.

En það er auðvitað vísbending um að eitthvað þurfi að endurskoða þegar svo er komið að manni dettur í hug að það þurfi yfirþjóðlegt vald til að bjarga íslensku þjóðinni frá íslensku þjóðinni. 

Árni Gunnarsson, 22.8.2007 kl. 08:44

6 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Eg verð að taka undir þetta hjá Guðrúnu Maríu,en þetta er góð grein og þörf ,sem maður verður að skoða betur/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 22.8.2007 kl. 15:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband