Er allt leyfilegt Alonso?

Honum virðist finnast það í baráttunni við Hamilton um heimsmeistaratitilinn.  Flestir sem ég hef talað við álíta að Alonso hafi farið "yfir strikið" í fyrstu beygju á Spa brautinni í gær.
mbl.is Hamilton óhress vegna framferðis Alonso í fyrstu beygju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinn Hafliðason

Því er ég nú sammála. Ef þessir tveir ökuþórar hefðu verið úr sitthvoru liðinu er ég hræddur um að Alonso hefði fengið refsingu fyrir þetta svínarí.

Ef maður skoðar atvikið aftur þá sést greinilega að hann fer ekki utarlega í beygjuna vegna hraða heldur breytir hann um stefnu bílsins að því er virðist eingöngu til að keyra Hamilton út úr brautinni.

Þá hefur þessi ökuþór þann leiðinlega ávana að drulla yfir andstæðingana í fjölmiðlum þegar hann fær almennilega samkeppni í staðinn fyrir að reyna að halda virðingu sinni. Þar var sérlega áberandi í sumar gagnvart Hamilton og í lok vertíðarinnar í fyrra gagnvart Schumacher.

Þá er hann einn af fáum ökumönnum íþróttarinnar í seinni tíð sem hefur fengið refsingu fyrir að svindla.

Þeir Maclaren menn sem voru hvað heiftastir út í aðferðir Schumachers ættu því að hugsa sinn gang áður en þeir mæra Alonso. Schumacher hafði það þó framyfir að hann bara virðingu fyrir öðrum ökuþórum í fjölmiðlum (menn geta greint um hvor er betri á brautinni, það er ekki tilgangur minn hér).

Steinn Hafliðason, 17.9.2007 kl. 13:12

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þarna er ég alveg 100% sammála.  Ég get ómögulega séð mun á því þegar Alonso "stal" ráspólnum af Hamilton og því þegar Schumacher "parkeraði" bílnum í Mónakó í fyrra, en refsingarnar voru misjafnar.

Jóhann Elíasson, 17.9.2007 kl. 14:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband