2.10.2007 | 12:28
Fjárlagafrumvarpið á að vera raunhæft...
....en ekki einhver fimmaurabrandari, sem er því miður raunin með það frumvarp sem var kynnt fyrir alþjóð í gær. Það lítur náttúrulega mjög vel út , við fyrstu sýn að fjárlagafrumvarpið sé kynnt með 30,8 milljarða króna afgangi (hefði fjárlagafrumvarpið verið gert upp í evrum væri útkoman ekki eins flott, kannski er þarna komin ein ástæðan fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki ræða upptöku evru?), en ef frumvarpið er skoðað nánar, dofnar nú glansinn nokkuð mikið.Fjármálaráðherra, sem er menntaður dýralæknir (kannski er þar komin skýringin á misheppnaðri efnahagsstjórn landsins). Í sumar var HÍ að bjóða upp á ókeypis námskeið, þar sem farið var yfir grundvallaratriði hagfræðinnar, eftir að hafa farið yfir þetta fjárlagafrumvarp, er ég á því að Fjármálaráðherra hefði nú haft mjög gott af því að fara á slíkt námskeið.Nú skulum við stikla á stóru varðandi fjárlagafrumvarpið, en ég tek það fram að ég vitna ekki beint í það heldur tíni ég fram nokkur atriði, sem mér finnst þurfa athugunar við.
- Hagvöxtur er áætlaður 1,2% á næsta fjárlagaári, minnkar á milli ára. En við verðum að gera okkur grein fyrir því að hagvaxtaraukningin síðustu ár hefur verið gríðarleg og eiga þar framkvæmdirnar austur á landi þar stærstan þátt en svo er annað sem fjármálaráðherra hefur ekki viljað ræða, hluti af hagvexti undanfarinna ára er borinn uppi af aukinni einkaneyslu, sem aftur er fjármögnuð með auknum lántökum heimilanna, þannig að ríkissjóður er rekinn með hagnaði (tekjuafgangi) en heimilin greiða í raun fyrir hagvöxtinn í formi aukinna skulda. Stundum fær maður það á tilfinninguna að Fjármálaráðherra, geri sér ekki grein fyrir því að hann er að sjá um rekstur Íslands ekki bara ríkissjóðs.
- Gert er ráð fyrir AUKNINGU í rekstri ríkisins, það er náttúrulega algjörlega óásættanlegt að ríkisútgjöld skuli aukast óheft á þenslutímum. Hinar margfrægu mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar, eru settar inn sem ein heildartala, en það er ekki gert ráð fyrir neinum aðgerðum til þess að jafna þessa innsprautun fjármagns inn í hagkerfið, þetta kallar á verbólgu og til þess að reyna að slá á verðbólgu, getur Seðlabankinn ekkert annað gert en að HÆKKA stýrivextina, sem eru nú ansi háir í dag (stýrivextir á Íslandi eru þeir hæstu innan OECD og þótt víðar væri leitað). Vaxtaokrið er að ganga af útflutningsgreinunum dauðum. Hver var að tala um styrka efnahagsstjórn?
- Það er ekki gert ráð fyrir neinni raunaukningu í kostnaði til heilbrigðismála, semsagt engin launahækkun til starfsfólks sem er í umönnunarstörfum og áframhaldandi lokun deilda og mannekkla á LSH sem er þó nóg fyrir. Aukning til menntamála er óveruleg, þetta þýðir á mannamáli að menntamálin verða ekki til fyrirmyndar, svo til öll hækkunin sem er undir liðnum menntamál fer í rekstur Menntamálaráðuneytisins. Eiginlega má segja að sú aukning sem er kynnt til sögunnar í þessu fjárlagafrumvarpi sé hinar svokölluðu mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar.
- Sparnaður og aðhald eru með öllu óþekkt hugtök í þessu frumvarpi.
Fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir 30,8 milljarða tekjuafgangi 2008 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.