5.10.2007 | 22:57
Það á að reina allt!!!
Þarna er Alonso rétt lýst. Hann veit að titildraumar hans eru úr sögunni og þá reynir hann að gera keppinautinn tortryggilegan. Ekki aukast vinsældir hans við svona framkomu.
Alonso tekur undir gagnrýni á framferði Hamiltons | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
- annabjorghjartardottir
- arnarthorjonsson
- skagstrendingur
- formula
- reykur
- flinston
- asthildurcesil
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- bjornaxelsson
- bokin
- dagsol
- einarbb
- einarvill
- einarorneinars
- finnur
- fritzmar
- georg
- gislim3779
- gudbjornj
- gutti
- elnino
- manix
- zumann
- gmaria
- noldrarinn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gunnsithor
- gustafskulason
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- hbj
- hallibjarna
- heimssyn
- formannslif
- diva73
- helgatho
- helgigunnars
- hordurhalldorsson
- ingagm
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- fun
- jensgud
- ezuz
- joiragnars
- johannvegas
- jaj
- fiski
- jonerr
- bassinn
- jonsnae
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- juliusvalsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristinn-karl
- kristinthormar
- stinajohanns
- keh
- kristjan9
- magnuss
- magnusthor
- odinnth
- solir
- olafurjonsson
- os
- pallvil
- ragnar73
- rosaadalsteinsdottir
- hughrif
- fullveldi
- seinars
- nafar
- holmarinn
- sigurdurig
- siggiflug
- siggith
- sigurjonth
- stormsker
- timannatakn
- tibsen
- valdimarjohannesson
- skolli
- valur-arnarson
Nýjustu færslur
- ÆTLI ÞEIR GERI SÉR EKKI GREIN FYRIR ÞVÍ AÐ ÞETTA "VOPNAHLÉ" ...
- NÚNA ÞEGAR RYKIÐ FER AÐ SETJAST EFTIR ÞETTA ÓHUGNANLEGA STRÍÐ...
- EN FYRIR HVERN ÞÓTTIST GUÐMUNDUR INGI VERA AÐ VINNA?????
- Á VIRKILEGA AÐ FARA ÚT Í ÞETTA FYRIRFRAM "DAUÐADÆMDA" VERKE...
- ÞAR SÝNA SAMFYLKINGARMENN LOKSINS SITT RÉTTA ANDLIT????????
- STÓRA LOFTSLAGSBLEKKINGIN........
- FLEIRI EN EIN HLIÐ Á ÞESSU MÁLI........
- VAR ÞARNA UM AÐ RÆÐA OPINBERT ERINDI SEM HÚN HAFÐI VERIÐ KJÖR...
- "VALKYRJURNAR" HAFA ENGAN TÍMA TIL AÐ VINNA Í "ÞINGMÁLASKRÁNN...
- ER EINHVER "ÓFRÆGINGARHERFERÐ" Í GANGI GEGN FLOKKI FÓLKSINS??
- AUÐVITAÐ ER "HÆGT" AÐ STÖÐVA VERKIÐ - SPURNINGIN ER EINGÖNGU ...
- ÞÁ ER FYRIRSJÁANLEIKINN Í REKSTRI KOMINN - NÚ Á BARA AÐ FARA ...
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 7
- Sl. sólarhring: 175
- Sl. viku: 1773
- Frá upphafi: 1854840
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 1072
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þeim er ekki treystandi við nokkurn skapaðan hlut þessum spanjólum. Það ætti að senda gaurinn heim með skít og skömm og varna því með öllum ráðum að hann komi aldrei aftur í formúluna.
Hallgrímur Guðmundsson, 6.10.2007 kl. 00:07
Alonso var ekki einn um að gagnrýna Hamilton, það gerðu allir ökuþórarnir 21. Mér finnst rétt að halda því til haga og Alonso var nú jú fyrir aftan hann alla hringina 19 í fyrri öryggisbílslotunni og því kannski dómbærari en margir á aksturslag Hamiltons.
Annars botna ég ekkert í þessum fjandskap í garð Alonso sem hér brýst fram og er reyndar margsinnis skjalfestur á þessu bloggi! Auðvitað eiga menn að fá að hafa sínar skoðanir en þótt hann sé í engu sérstöku uppáhaldi hjá mér þá er hann samt einn albesti ökuþór og bílþróari undanfarinna ára. Já, og a.m.k. næstbesti ökumaðurinn í ár.
McLarenmenn lofuðu hann snemma á vertíðinni fyrir að hafa breytt slökum 2006-bíl í afburðabíl ársins í ár. Lítt hefur reyndar verið á það minnst undanfarið þar sem menn hafa verið uppteknari af síngirni, reyndar bæði hann sjálfur og að maður tali nú ekki um hann Hamilton.
Maður hefur tilhneigingu til að taka mörgu af því sem hann segir sem reynsluleysi nýliðans, en ætli hann sé svo blautur á bak við eyrun og maður vill halda. Allavega hafa stjórar McLaren verið að setja ofaní við hann fyrir ýmislegt sem hann hefur látið falla undanfarið í sálfræðisókninni á hendur Alonso.
Ágúst Ásgeirsson, 6.10.2007 kl. 18:42
Ekki breytti Alonso slökum McClarenbíl, það gerðu tæknimenn McLaren með upplýsingum frá Ferrari í farteskinu.
Jóhann Elíasson, 6.10.2007 kl. 19:45
Gegn þessari staðhæfingu - sem er náttúrulega út í hött - bendi ég vinsamlegast á eftirfarandi: http://www.mbl.is/mm/sport/frett.html?limit=0;nid=1263742;gid=1167
Víst skipta ökuþórarnir gríðarlega miklu við þróun bíla, um það er ekki deilt af fræðingum. Og ökumenn eru mjög misjafnir í þeim efnum. Á því sviði eru annálaðir menn eins og Michael Schumacher, Damon Hill og Alonso. Räikkönen t.d. þykir nennulítill við reynsluakstur og Jacques Villeneuve þótti eiga erfitt með að útskýra fyrir tæknimönnum Williams hvað mætti bæta, og þar afram eftir götunum . . .
Ágúst Ásgeirsson, 7.10.2007 kl. 16:18
Þessi grein sem þú vísar til er frá upphafi þessa tímabils, áður en "njósnamálið" kom upp og áður en Alonso lenti upp á kant við Ron Dennis. Ekki dettur mér í hug að halda því fram að Alonso sé ekki góður ökumaður því það er hann svo sannarlega en það er lítið samhengi milli ökumannsins Alonso og persónunnar Fernando Alonso. Vissulega skipta ökumenn gríðarlega miklu máli við þróun bílanna nema hvað mest af þróun McLaren bílsins, fyrir þetta tímabil, kom frá Ferrari þannig að Alonso kom þar lítið við sögu. Þyki ykkur McLaren-mönnum ekkert undarlegt við það að McLaren liðið var eina liðið, sem hafði notast við Michelin dekkin áður, skyldi strax ná tökum á Bridgestone dekkjunum?
Jóhann Elíasson, 7.10.2007 kl. 17:31
Ekki gera mig að McLarenmanni, það er ég ekki. Held með engum ökuþór og engu liði eftir að Damon Hill hætti 1999. Hann var minn maður og þá líka liðin sem hann ók fyrir, m.a. Arrows og Jordan!
Þetta er athyglisverður punktur með Bridgestone-dekkin hjá þér. Og vissulega hefur McLaren hitt betur á heppilegar lausnir en Renault, þar voru það fyrst og fremst aðlögun að dekkjunum sem klikkaði, með árangri sem við báðir þekkjum.
Mig minnir að McLaren hafi nú verið á eftir öllum að fara yfir til Michelin, þeir voru um tíma hjá Bridgestone en fóru um síðir til Michelin til að þurfa ekki vera í sama bát og Ferrari. Þar hefur Adrian Newey kannski ráðið einhverju um, hann er jú mikið fyrir franskt.
Ágúst Ásgeirsson, 7.10.2007 kl. 20:20
Ég biðst afsökunar Ágúst þetta voru alfarið mín mistök, ekki vil ég gera þér rangt til. Ég get vel skilið aðdáun þína á Damon Hill, enda voru margir lengi að ná sér eftir að hann hætti og það sama skeði eftir að Mika Hakkinen hætti og menn eru ekki tilbúnir til að taka Raikkonen í staðinn fyrir hann enda hefur hann ekki það til að bera að geta tekið við keflinu af Hakkinen. Jú ef ég man rétt þá var McLaren búið að vera með Michelin dekk í þrjú ár en á þessum þremur árum hefur verið alveg gríðarleg þróun í dekkjamálunum og ég er bara alls ekki tilbúinn að kyngja því að McLaren hafi "hitt" á hárrétta uppsetningu.
En að öðru. Ertu frá Raufarhöfn og hve lengi bjóstu þar?
Jóhann Elíasson, 7.10.2007 kl. 20:36
Þetta er í góðu lagi og ég ætlaðist nú ekki til afsökunarbeiðni, en þú ert meiri maður fyrir bragðið. Ég reyni bara að njóta formúlunnar og sé margt gott við bókstaflega öll lið nema hvað Renault, Honda og Toyota hafa valdið mér vonbrigðum í ár. Helst að Kovalainen hafi verið að gleðja mann öðru hverju upp á síðkastið.
Jú, rétt er það, fæddur og uppalinn á Raufarhöfn. Bjó þar til 17 ára aldurs, 1969. Þetta var nafli alheimsins og maður á bara góðar minningar frá þessum árum. Kom fyrst til höfuðborgarsvæðisins rúmlega 16 ára.
Tengist þú Raufarhöfn?
Ágúst Ásgeirsson, 8.10.2007 kl. 08:12
Ekki tengist ég nú Raufarhöfn en ég bjó á næsta bæ Þórshöfn frá tveggja ára aldri og þar til ég varð sautján ára en ég á góða "félaga" frá Raufarhöfn bæði síðan í æsku og síðar.
Ég er alveg á sama máli og þú formúlan hefur verið afskaplega fyrirsjáanleg þetta tímabilið og þá hefur Honda valdið alveg sérstökum vonbrigðum en vonarglætan er náttúrulega Kovalainen og svo núna í tveim síðustu mótum hefur Sebastian Vettel alveg slegið í gegn og þó hangir Toro Rosso bíllinn bara í meðallagi, ef maðurinn hefði toppbíl hvar væri hann þá?
Jóhann Elíasson, 8.10.2007 kl. 10:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.