Föstudagsgrín

ÞESSI ER ALVÖRU....

 

 

Flugvél flaug í gegnum talsvert óveður. Ókyrrðin var mikil og ekki skánaði ástandið þegar eldingu laust niður í annan vænginn.

Ein kona tapaði sér alveg. Hún stóð upp fremst í vélinni og öskraði "Ég er of ung til að deyja!!".

 Síðan kallaði hún "ef ég á að deyja núna þá vil ég að síðustu mínútur mínar í þessu jarðlífi verði minnisverðar.

Er einhver hér í flugvélinni sem getur látið mér líða eins og sannri konu?"

 

Það sló á þögn í vélinni og fólkið starði á örvæntingarfullu konuna fremst í vélinni. Þá stóð karlmaður frá Texas upp aftarlega í vélinni.

Hann var myndarlegur, hávaxinn, vel vaxinn. Hann gekk rólega fram ganginn og byrjaði að hneppa frá sér skyrtunni, einni tölu í einu. Enginn annar hreyfði sig.

Hann fór úr skyrtunni og hnyklaði brjóstvöðvana. Hún tók andköf...

 

Þá, sagði hann...

 

"Straujaðu þessa og færðu mér bjór".

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.10.2007 kl. 13:21

2 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Las þennan fyrir konuna rétt í þessu og einhverra hluta vegna stökk henni ekki bros og snéri bara uppá sig.....??

Ég verð að fara í að sansa hana....þetta er nú bara grín....

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 19.10.2007 kl. 21:16

3 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Mín hló.

Georg Eiður Arnarson, 19.10.2007 kl. 21:35

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Haraldur Haraldsson, 19.10.2007 kl. 23:56

5 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Ég gerði sama og Hafsteinn. Hvenær skyldi maður læra, núna liggur fyrir framan mig bunki af fötum og straujárnið að hitna. Konan syngjandi í sturtu og ég að fara að strauja. En brandarinn var góður.  

Hallgrímur Guðmundsson, 20.10.2007 kl. 08:57

6 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 20.10.2007 kl. 10:59

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Huld ég vona að ég hafi ekki stuðlað að því að Halli þurfi að sofa í stofunni í einhverja daga, ég er svo viðkvæmur að ég á bágt með að hafa svoleiðis lagað á samviskunni.  Næsta föstudag reyni ég að koma með "brandara" sem er ekki mikil "karlremba" í.

Jóhann Elíasson, 20.10.2007 kl. 13:04

8 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Þetta var ekkert mál Jóhann ég byrjaði að strauja og aðfarirnar minntu meira á Fíl í postulínsverslun þannig að verkið var klárað af minni ekta konu. Ég bara veit ekki alveg hvernig þessi sólahringur endar þegar hún skoðar síðuna mína.

Hallgrímur Guðmundsson, 20.10.2007 kl. 14:11

9 Smámynd: Huld S. Ringsted

Þar sem ég veit að "remban" er bara í nösunum á honum og hann samþykkti að útbúa morgunmat eftir hláturrokurnar yfir brandaranum þínum þá er honum fyrirgefið

Huld S. Ringsted, 20.10.2007 kl. 14:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband