Hverju á að trúa?

Ef ég man rétt (sem er nú ekki alveg öruggt, því minni mitt er álíka langt og hjá öðrum Íslendingum), þá gerðu greiningardeildir bankanna ráð fyrir því að gengi Íslensku krónunnar lækkaði árið 2007 og þar með ættu útflutningsatvinnuvegir þjóðarinnar að rétta aðeins úr "kútnum" en þvert á spár þessara miklu "sérfræðinga" þá hækkar gengi krónunnar og afkoma útflutningsatvinnuveganna versnar og það er orðinn lítill tími eftir af þessu ári svo það er orðið vonlítið að þessi spá gangi eftir.  Á næsta ári er gengi krónunnar spáð 10% lækkun, skyldi eitthvað vera að marka þessar spár og hverjar ætli forsendurnar séu?
mbl.is Glitnir segir ekki heppilegt að stýrivaxtahækkun hafi komið á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband