20.12.2007 | 11:40
Hæpið að verðbólgumarkmið náist ef gengið verður af útflutningi dauðum.
Þetta getur nú hver maður sagt sér sjálfur. Gengismálin VERÐA að jafna sig gengi krónunnar þarf að lækka og það verður líka að verða stöðugt. Það er ekki hægt að bjóða nokkurri atvinnugrein eða almenningi upp á þann óstöðugleika, sem ríkt hefur hér á landi síðustu mánuði og misseri, í gengismálum og efnahagsmálum yfirleitt. Vaxtaokrið hefur verið svo gengdarlaust að meira að segja þeim hjá viðskiptabönkunum var farið að blöskra, en ætli hafi nokkuð farið um "hryðjuverkamennina" í Seðlabankanum eða skyldu þeir hafa áttað sig á því að til þess að lifa þá þurfum við Íslendingar líka að flytja vörur út - ekki bara inn.
Verðbólgumarkmiðin náist 2009 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
- annabjorghjartardottir
- arnarthorjonsson
- skagstrendingur
- formula
- reykur
- flinston
- asthildurcesil
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- bjornaxelsson
- bokin
- dagsol
- einarbb
- einarvill
- einarorneinars
- finnur
- fritzmar
- georg
- gislim3779
- gudbjornj
- gutti
- elnino
- manix
- zumann
- gmaria
- noldrarinn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gunnsithor
- gustafskulason
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- hbj
- hallibjarna
- heimssyn
- formannslif
- diva73
- helgatho
- helgigunnars
- hordurhalldorsson
- ingagm
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- fun
- jensgud
- ezuz
- joiragnars
- johannvegas
- jaj
- fiski
- jonerr
- bassinn
- jonsnae
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- juliusvalsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristinn-karl
- kristinthormar
- stinajohanns
- keh
- kristjan9
- magnuss
- magnusthor
- odinnth
- solir
- olafurjonsson
- os
- pallvil
- ragnar73
- rosaadalsteinsdottir
- hughrif
- fullveldi
- seinars
- nafar
- holmarinn
- sigurdurig
- siggiflug
- siggith
- sigurjonth
- stormsker
- timannatakn
- tibsen
- valdimarjohannesson
- skolli
- valur-arnarson
Nýjustu færslur
- ÆTLI ÞEIR GERI SÉR EKKI GREIN FYRIR ÞVÍ AÐ ÞETTA "VOPNAHLÉ" ...
- NÚNA ÞEGAR RYKIÐ FER AÐ SETJAST EFTIR ÞETTA ÓHUGNANLEGA STRÍÐ...
- EN FYRIR HVERN ÞÓTTIST GUÐMUNDUR INGI VERA AÐ VINNA?????
- Á VIRKILEGA AÐ FARA ÚT Í ÞETTA FYRIRFRAM "DAUÐADÆMDA" VERKE...
- ÞAR SÝNA SAMFYLKINGARMENN LOKSINS SITT RÉTTA ANDLIT????????
- STÓRA LOFTSLAGSBLEKKINGIN........
- FLEIRI EN EIN HLIÐ Á ÞESSU MÁLI........
- VAR ÞARNA UM AÐ RÆÐA OPINBERT ERINDI SEM HÚN HAFÐI VERIÐ KJÖR...
- "VALKYRJURNAR" HAFA ENGAN TÍMA TIL AÐ VINNA Í "ÞINGMÁLASKRÁNN...
- ER EINHVER "ÓFRÆGINGARHERFERÐ" Í GANGI GEGN FLOKKI FÓLKSINS??
- AUÐVITAÐ ER "HÆGT" AÐ STÖÐVA VERKIÐ - SPURNINGIN ER EINGÖNGU ...
- ÞÁ ER FYRIRSJÁANLEIKINN Í REKSTRI KOMINN - NÚ Á BARA AÐ FARA ...
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 155
- Sl. sólarhring: 315
- Sl. viku: 2181
- Frá upphafi: 1854797
Annað
- Innlit í dag: 111
- Innlit sl. viku: 1269
- Gestir í dag: 104
- IP-tölur í dag: 103
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Segðu.
Þeir eru alltaf alveg við að ná þessum verðbólgumarkmiðum sínum að eigin sögn en það hefur nú samt ekki gengið árum saman og núna standa þeir eins og glópar með allt niður um sig og himinháa stýrivexti og bullandi verðbólga í pípunum. Hráefna- og matvælaverð æðir upp eins og hver maður sér. Hin raunverulega verðbólga núna er ekki undir 15-20%, hvernig svo sem hagstofan og seðlabankinn skilgreina hana.
Baldur Fjölnisson, 20.12.2007 kl. 15:32
Hvað ætli leiguverð á þorskkílói yrði í krónum ef gengið félli um 20%?
Davíð hefur verið snöggur að átta sig á göldrum fjármagnsins. Að eigin sögn var hann vitlausasti maðurinn í Seðlabankanum þegar hann settist í stól bankastjórans.
Hvergi veit ég til að það hafi viðgengist að vitlausasti maðurinn yrði yfirmaður um leið og hann kom á vinnustaðinn.
Fá dæmi um að vitlausasti maður á vinnustað verði hæst launaði starfsmaður þjóðarinnar.
Árni Gunnarsson, 20.12.2007 kl. 17:55
Eðlilegt að hann væri vitlausasti maðurinn á staðnum þegar hann kom í seðlabankann og botnaði ekkert í talanda sérfræðinganna þar. Hann hafði jú aðeins lesið ótal skýrslur þaðan meðan hann var forsætisráðherra og talað við alla sérfræðingana forever og það allt greinilega farið viðstöðulaust inn um annað og strax út um hitt og gerir sjálfsagt enn.
Baldur Fjölnisson, 20.12.2007 kl. 18:37
Sæll Jóhann
Mér sýnist þú vera í hrópandi andsögn við sjálfan þig þegar þú talar um mikilvægi stöðugleika en húðskammar seðlabankan fyrir að halda uppi himinháum stýrivöxtum. Verðbólga er mikill skaðvaldur (hverjir muna eftir 1983, rúm 80% verðbólga) og er það forgangsverkefni allra vestrænna seðlabanka að halda henni niðri. seðlabankinn hefur tvö vopn í þessari baráttu, stýrivextir og fjárbinding sem hann er reyndar hættur að nota, en persónulega mætti skoða þá aðferð aftur. Þeir aðilar sem vinna gegn seðlabankanum og stöðuleikanum er, hið opinbera en ríkisstjórnin ættlar að auka fjárlög um 18% fyrir árið 2008, einnig má benda á ótýmabæra vaxtalækkun á virðisaukanum sem var kosningaloforð (skrípaleikur sem stjórnvöld settu af stað til að halda völdum), hækkun hámarkslána og hlutfalls til íbúðakaupa í gegn um íbúðalánasjóð osfv osfv. Annar aðilli sem ógnar stöðuleika er bankakerfið sem hreinlega elti fólk út á götur til að taka lán, og þriði aðillin er ég og þú (eða almenningur) sem létum glepjast og tókum lán og margir mjög mikið af þeim, en það eykur peningaflæði mikið í kerfinu sem aftur ógnar stöðuleika. og verðbólgan fer upp með tilheirandi kjararýrnun og óróa á vinnumarkaði og jafnvel verkfalla sem svo bitna einnig á útfluttningsfyrirtækjum og jafnvel líka innfluttninsfyrirtækjum. Það er vissulega óheppilegt að seðlabankin sjái sig tilneiddan að hækka stýrivexti og það svona hátt, en þeir vinna með hagsmuni okkar til langs tíma og því finnst mér óréttlátt að kalla þá hryðjuverkamenn. gengið á krónunni mun hinsvegar hækka (það bendir allt til þess) aftur á næsta ári og vonandi fáum við langþráðan stöðuleika í kerfið uppúr 2009. Svo eru það náttúrlega ytri aðstæður sem við ráðum ekki við einsog hækkun olíu og matar sem tröllríður heiminum, það er lítið sem seðlabankin getur gert í því................... stýrivextir munu elta verðbólguna svo munum hverjir koma henni af stað.
gfs (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 22:54
Sæll Jóhann
Mér sýnist þú vera í hrópandi andsögn við sjálfan þig þegar þú talar um mikilvægi stöðugleika en húðskammar seðlabankan fyrir að halda uppi himinháum stýrivöxtum. Verðbólga er mikill skaðvaldur (hverjir muna eftir 1983, rúm 80% verðbólga) og er það forgangsverkefni allra vestrænna seðlabanka að halda henni niðri. seðlabankinn hefur tvö vopn í þessari baráttu, stýrivextir og fjárbinding sem hann er reyndar hættur að nota, en persónulega mætti skoða þá aðferð aftur. Þeir aðilar sem vinna gegn seðlabankanum og stöðuleikanum er, hið opinbera en ríkisstjórnin ættlar að auka fjárlög um 18% fyrir árið 2008, einnig má benda á ótýmabæra vaxtalækkun á virðisaukanum sem var kosningaloforð (skrípaleikur sem stjórnvöld settu af stað til að halda völdum), hækkun hámarkslána og hlutfalls til íbúðakaupa í gegn um íbúðalánasjóð osfv osfv. Annar aðilli sem ógnar stöðuleika er bankakerfið sem hreinlega elti fólk út á götur til að taka lán, og þriði aðillin er ég og þú (eða almenningur) sem létum glepjast og tókum lán og margir mjög mikið af þeim, en það eykur peningaflæði mikið í kerfinu sem aftur ógnar stöðuleika. og verðbólgan fer upp með tilheirandi kjararýrnun og óróa á vinnumarkaði og jafnvel verkfalla sem svo bitna einnig á útfluttningsfyrirtækjum og jafnvel líka innfluttninsfyrirtækjum. Það er vissulega óheppilegt að seðlabankin sjái sig tilneiddan að hækka stýrivexti og það svona hátt, en þeir vinna með hagsmuni okkar til langs tíma og því finnst mér óréttlátt að kalla þá hryðjuverkamenn. gengið á krónunni mun hinsvegar hækka (það bendir allt til þess) aftur á næsta ári og vonandi fáum við langþráðan stöðuleika í kerfið uppúr 2009. Svo eru það náttúrlega ytri aðstæður sem við ráðum ekki við einsog hækkun olíu og matar sem tröllríður heiminum, það er lítið sem seðlabankin getur gert í því................... stýrivextir munu elta verðbólguna svo munum hverjir koma henni af stað.
gfs (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 23:02
Gips, eða hvað sem það er sem þú heitir, ekki með eina einustu færslu á blogginu þínu, engar upplýsingar um þig, gerir bara athugasemdir á annarra bloggum, það eru til fleiri aðferðir til að halda uppi stöðugleika en að hækka stýrivexti og ég geri fastlega ráð fyrir að þú vitir það en hitt er svo annað mál að Seðlabankinn ræður ekki yfir þeim úrræðum og þar af leiðandi er ekki nema eðlilegt að menn velti fyrir sér þeirri spurningu hvort Seðlabankinn hafi ekki of mikil völd hvað varðar efnahagslíf þjóðarinnar í það minnsta ætti Seðlabankinn að hafa meira samráð við stjórnvöld í sínum aðgerðum. Að mínu viti hefði Seðlabankinn aldrei átt að fara úr "skúffunni" í Landsbankanum.
Jóhann Elíasson, 20.12.2007 kl. 23:08
Sem sagt forsætisráðherra sem starfaði ötullega að því sem gisp gagnrýnir gefst á endanum upp og fer í seðlabankann og verður um leið andstæðingur eigin stefnu og sinna skjólstæðinga og arftaka. Komonn. Þetta sett gengi ekki einu sinni í amrískri sápuóperu.
Málið snýst eins og alltaf um skilgreiningar. Raunveruleg verðbólga er ekkert annað en verðfall peninga gagnvart vörum og þjónustu. Það er framleitt of mikið af peningum (skuldum). Athugið að það er til lítils að framleiða peninga ef ekki er hægt að lána þá út. Þá gætum við allt eins kastað þeim úr þyrlum yfir landslýðinn eins og ruglustrumpurinn sem núna er seðlabankastjóri BNA benti á um árið. Gúglið helicopter ben og þá sjáið þið fljótt hvers konar rugli er dælt í hausinn á Dabba. Hann er svo sem ekki sem verstur að öllu leyti, langt frá því, en skortur á innsæi og langvarandi heilaskaði af lestri moggans hefur valdið því að siðvilltir erlendir sölumenn og heiladauðir innlendir ráðgjafar hafa haft greiðan aðgang að honum.
Baldur Fjölnisson, 20.12.2007 kl. 23:25
Og svo er þessum mönnum "treyst" til að stjórna efnahag þjóðarinnar..... Hvað er eiginlega í gangi?
Jóhann Elíasson, 20.12.2007 kl. 23:30
Peningaframleiðsla (skuldaframleiðsla) hefur orðið mikilvægasta atvinnuframleiðslustarfsemi vesturlanda enda vita vonlaust að keppa við ótakmarkað vinnuafl og þrælaverksmiðjur Asíu hvað raunverulega framleiðslu snertir. Þrælahald hefur ekki verið mikilvægara síðan á dögum Rómarveldis, bæði notum við ódýrt drasl sem þrælar í Asíu framleiða og við flytjum inn þræla í stórum stíl. Þannig reynum við að flytja inn offramleiðslugetu og verðhjöðnun frá öðrum til að vinna gegn verðbólgunni frá okkar eigin skuldaframleiðslu. Stjórnmálamenn kalla þetta kaupmáttaraukningu. En því miður er tækni- og framleiðniaukningin miklu meiri en launahækkanir almennings og til að koma út fjallgörðum af ódýru drasli hefur sem sagt þurft að koma upp tröllvöxnu kerfi lánastarfsemi og ruslpósts. Þið hafið nú séð hvernig það sem eitt sinn kallaðist fjölmiðlar hefur opinberlega breyst í auglýsingaruslpóst. Sama apparatið og stjórnar lánastarfseminni og ruslpóstinum kostar síðan stjórnmálamenn. Enginn kemst áfram á þeim vettvangi nema smettið á honum sé rækilega auglýst í ruslpóstinum.
Hugsanir?
Baldur Fjölnisson, 20.12.2007 kl. 23:38
Svo ég haldi áfram með þessa hugsun, þá stöndum við glóbalt uppi með massífa offramleiðslu peninga (skulda) og verðbólgan sem þetta hefur valdið er að leita úr eignabólum í raunverulega fasta hluti svo sem hráefni. Enginn kemst jú hjá því að nota orku og matvæli. Þetta er klassískur kreppuhugsunarháttur, viðsnúningur væntinganna. Þú dregur úr spekúlasjónum og beinir fjármagni í öruggar brautir. Þetta höfum við séð síðustu misserin. Markaðurinn reynir jú alltaf að vera á undan kúrfunni. En þetta þýðir að eignaverðbólgan hefur verið að færast yfir í hráefni og matvæli. Við komumst ekki framhjá því að við sitjum uppi með offramleiðslu á peningum (skuldum).
Baldur Fjölnisson, 20.12.2007 kl. 23:53
Ég er alveg sammála því að það vantar mikið uppá samstarf ríkisstjórnar og seðlabanka, og þessir aðilar skrifuðu undir viljayfirlýsing þess efnis að starfa saman að efnahagi landsins árið 2001 minnir mig...... en það hefur farið lítið fyrir því. mér finnst oft á tíðum einsog þessir aðillar séu í stríði hvor við annan... Svo er það svo annað mál er varðar persónu Davíðs (tek það fram að ég er ekki stuðningsmaður hans á einn eða annan hátt), þegar hann var í ríkisstjórn lagði hann línurnar að því ástandi sem er í dag,,,, en er svo að berjast gegn því núna.... það er náttúrulega fyndið, og má kannski segja að í forsætisráðherratíð sinni hafi hann ekki skilið kerfið út í gegn (eða bara reynt að afla sér vinsælda), fyrr en hann settist í stól seðlabanka. mér finnst nú persónulega að það ætti að ráða sérfræðinga í seðlabankann en ekki uppgjafapólitíkusa einsog með margt annað. en eitt hefur seðlabankinn ekki gerð og er það að ausa fé inn á markaðinn einsog vitleysingurinn fyrir vestan og reyndar margir seðlabankar Evrópu. En ég stend á því að stýrivextir þurfa að elta verðbólguna til að stuðla að jafnvægi til langs tíma, ég viðurkenni þó að þetta eru mjög óheppilega háir vextir. Varðandi persónu mína þá stendur það til bóta þegar tími gefst.......
gfs (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 00:13
Vildi bara koma með smá innlegg í hugsanir þínar Baldur varðandi peningaframleiðsluna, en þetta er tekið af: http://vald.org/falid_vald/kafli08.htm .............................................................................
gfs (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 00:24
Ég hef ekki neinar áhyggjur af persónu Gips sem slíkri. Sé viðkomandi almennt viðræðuhæfur nægir það mér. Menn hafa alltaf sína hagsmuni og sinnar stofnunar. Það getur verið erfitt að tjá sig í nafni eigin persónu. Ég get alveg virt það.
Baldur Fjölnisson, 21.12.2007 kl. 00:37
Verðbólga, kaupmáttur, hagvöxtur, atvinnuleysi - allt eru þetta hugtök sem stjórnmálamenn og ruslpóstur (sem eitt sinn kallaðist fjölmiðlar) forðast að greina og skilgreina. Það er í samræmi við opinbera stefnu um að skólakerfið skuli vera í þágu atvinnulífsins - þið kannist við þennan heilaga frasa - sem þýðir að klassísk menntun er fyrir bí og útfylling atvinnuauglýsinga gengur fyrir öðru. Þetta er díet Mússólíani, fyrirtækjaismi, samruni ríkisvalds og fyrirtækja.
Baldur Fjölnisson, 21.12.2007 kl. 01:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.