Nú er bara að verja titlana!

Það virðist vera að Ferrari hafi bílinn til þess og þeir eru alveg örugglega með ökumennina í það.  Við horfum fram á skemmtilegt tímabil og eins og staðan er í dag sé ég ekki fyrir mér að annað lið en McLaren og Ferrari berjist um titlana sem í boði eru BMW gæti eitthvað blandað sér í baráttuna en ég á ekki von á að BMW-menn geri stóra hluti.
mbl.is Räikkönen ánægður eftir frumaksturinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Gleðilegt ár Jóhann og þakka fyrir samskiptin á nýliðnu formúluári. Deili með þér væntingum um skemmtilegt tímabil. Þótt einvígi Ferrari og McLaren yrði örugglega skemmtilegt þá er óskandi að fleiri blandi sér í baráttu, alla vega stöku sinnum, til að keppnin verði enn opnari.

Það var undan engu að kvarta í fyrra hvað slaginn á brautinni varðar. Pólitíkin er svo annað mál og vonandi verða engin slík mál til að skyggja á íþróttina í ár. Ætli allir hafi ekki fengið nóg af þeim í fyrra.

Með kveðju

Ágúst

Ágúst Ásgeirsson, 7.1.2008 kl. 20:29

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Sömuleiðis Ágúst og vil ég þakka mjög góð samskipti og vona að framhald verði á þeim góðu samskiptum sem verið hafa.  Auðvitað vildi ég að fleiri verði í baráttunni, en því miður sé ég ekki svo óyggjandi sé, að margir verði færir um það nema BMW-menn og kannski geti Williams-menn eitthvað sett mark sitt á tímabilið mér fannst Renault því miður virka mjög ósannfærandi á síðasta keppnistímabili en kannski Alonso nái eitthvað að "hressa" upp á þá.

Mér fannst nú alveg nóg um "slaginn" á milli Alonso og Hamilton á tímabili, en ég er alveg sammála því að "pólitíkin" var of mikil og vona ég að hún verði í mun minna hlutverki í ár.

Jóhann Elíasson, 7.1.2008 kl. 20:50

3 Smámynd: gudni.is

Ekki spurning félagar, ég hef mikla trú á því að við séum að hefja mjög spennandi formúluár. Það verður reyndar mjög erfitt að toppa nýliðið formúluár hvað spennu og dramatík í toppslagnum varðar (Topp-3 - 110, 109, 109...). En ég er sammála ykkur með það að vonandi verður minni pólitík í slagnum í ár.

Ég tel mjög líklegt að þriðja liðið muni að einhverju leyti blanda sér inn í efstu tröppuna í baráttunni og deila henni að einhverju leyti með McLaren og Ferrari...?

Ég tel svo að keppnin geti orðið jafnari og mun harðari í "tröppu 2" í ár. Þar spái ég því að Honda og Red Bull bæti sig og blandi sér mikið sterkara inn í slaginn með Williams og BMW frá fyrra ári, ásamt hugsanlega Toyota?

Mig hlakkar mikið til að deila þessu formúluári með ykkur og þakka innilega fyrir góðu samskiptin og kommentin á liðnu ári!

gudni.is, 8.1.2008 kl. 08:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband