Menn eru ekki í lagi.

Ef þeir halda að það sé hægt að rífa einn þátt út úr rekstri fyrirtækis (í þessu tilfelli aflaheimildir) semsagt í þessu tilfelli átti að fara með aflaheimildirnar (EIGNIR fyrirtækisins) sem séreign en svo átti að taka SKULDIRNAR og skipta þeim við skilnað. Óforskammaðri geta menn varla orðið.  En þessar aðfarir eru svosem lýsandi fyrir þetta "besta fisveiðistjórnunarkerfi í heimi".
mbl.is Aflaeimildir ekki einkaeign manna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Mikið rétt Jói vitleysan tekur á sig hinar ýmsu furðulegustu myndir.

Hallgrímur Guðmundsson, 24.1.2008 kl. 12:57

2 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Jóhann, heldur þú að við mundum verja þetta kerfi ef við værum kvóta kóngar eða mundum við sjá vitleysuna og geðveikina í þessu kerfi?

Helgi Þór Gunnarsson, 24.1.2008 kl. 23:01

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Blessaður Helgi og velkominn.  Sjálfsagt myndum við verja kerfið ef við værum kvótakóngar, en að mínu viti eru takmörk fyrir því hvað menn geta gengið langt og hvort ekki séu til nein siðferðismörk sem menn fara ekki yfir.

Jóhann Elíasson, 24.1.2008 kl. 23:49

4 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Ég held nú drengir, að annaðhvort sjá menn ranglæti eða ekki. Ég sá aldrei neina heilbrigða skynsemi í kerfinu og þegar ég var búinn að ljúga bækurnar í einhver ár og vissi ekki orðið hverju ég var búinn að ljúga var mér nóg boðið. Þetta var þrátt fyrir að ég væri með einn stærsta bátakvóta landsins. Ég verð hinsvegar að viðurkenna að ég trúði aldrei að þessi glæpamennska mundi festa sig í sessi "but here we are"...

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 26.1.2008 kl. 02:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband