Ja, sjaldan er ein báran stök í 12 vindstigum.

Og enn tekur hörmungarsagan, um þessa skipsómynd á sig nýjar myndir, ekki nóg með að búið er að byggja þetta upp frá grunni og bæta við ýmsu sem vantaði uppá heldur varð líka að brjóta upp salernisaðstöðuna til að gera hana "skítsæmilega" og það er verið að bæta öllu mögulegu við núna á síðustu metrunum.  Er skipið bara "hannað" og "smíðað" jafnóðum?  Finnst mönnum bara alveg sjálfsagt að bruðla svona með fjármuni almennings og er enginn ábyrgur fyrir þessari vitleysu?
mbl.is Kostnaður vegna útboða Sæfara hækkar enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta Sæfara mál er allt með hinum mestu ólíkindum.  Ætli einhverjir hausar hefðu ekki verið látnir fjúka, ef þetta hefði gerst einhversstaðar annarstaðar ?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.2.2008 kl. 19:36

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Já Ásthildur mín, ef einhver hefði unnið svona í "einkageiranum", er ég hræddur um að sá hinn sami hefði orðið að flýja land.

Jóhann Elíasson, 21.2.2008 kl. 20:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband