4.3.2008 | 21:25
Að tala núna um bremsur á bremsulausu ökutæki.
Hvar hefur maðurinn eiginlega verið? Ekki hefur hann verið, ásamt dýralækninum að stjórna efnahag þjóðarinnar og talar hann um að innlendar fjármálastofnanir þurfi að "stíga snöggt á bremsurnar". Hann bauð sjálfur upp á þessa óreiðu og óráðsíu í rekstri bankanna. Óráðsían og bruðlið var svo gengdarlaust í rekstri viðskiptabankanna og Forsætisráðherra "kynnti" undir með því að lofa útrásina jafnframt því sem hann lýsti blessun sinni yfir hávaxtastefnu þeirra og jafnframt varði hann vísitölubindinguna á lánin, sem ekki er við lýði hjá þjóðum sem við Íslendingar viljum láta bera okkur saman við. Svo þegar allt er komið í kalda kol þá byrjar hann að "undirbúa" það að við sauðsvartur almúginn greiðum fyrir misgjörðir ÚTRÁSARPRINSANNA, auðvitað geta þeir ekki borgað þetta því þá myndu þeir missa einkaþoturnar sínar og "sumarhallirnar" víða um heiminn. Það er ekki nokkur vafi, í mínum huga, að fræg grein Bjarna Benediktssonar og Illuga Gunnarssonar, í Morgunblaðinu fyrir skömmu, var hluti af þeirri ráðagerð að almenningur greiddi fyrir mistökin í útrásinni með "fátækragjaldmiðlinum" með okurvöxtum og verðtryggingu. Og ekki er hægt að gera ráð fyrir því að farið verði að reka viðskiptabankana eins og hjá mönnum núna frekar en áður.
Forsætisráðherra: Hefur slæm áhrif þegar stíga þarf snöggt á bremsurnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
- annabjorghjartardottir
- arnarthorjonsson
- skagstrendingur
- formula
- reykur
- flinston
- asthildurcesil
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- bjornaxelsson
- bokin
- dagsol
- contact
- einarbb
- einarvill
- einarorneinars
- finnur
- fritzmar
- georg
- gislim3779
- gudbjornj
- gutti
- elnino
- manix
- zumann
- gmaria
- noldrarinn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gunnsithor
- gunnlauguri
- gustafskulason
- godurdrengur
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- hbj
- hallibjarna
- heimssyn
- formannslif
- diva73
- helgatho
- helgigunnars
- hordurhalldorsson
- ingagm
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- fun
- jensgud
- ezuz
- joiragnars
- johannvegas
- jaj
- fiski
- jonerr
- bassinn
- jonsnae
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- juliusvalsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristinn-karl
- kristinthormar
- stinajohanns
- keh
- kristjan9
- lifsrettur
- magnuss
- magnusthor
- marinogn
- mal214
- njallhardarson
- odinnth
- solir
- olafurjonsson
- os
- oskareliasoskarsson
- pallvil
- frisk
- ragnar73
- rosaadalsteinsdottir
- hughrif
- fullveldi
- seinars
- nafar
- holmarinn
- sigurdurig
- siggiflug
- siggith
- sigurjonth
- summi
- stormsker
- timannatakn
- tibsen
- valdimarjohannesson
- skolli
- valur-arnarson
Nýjustu færslur
- "ÚLFUR Í SAUÐAGÆRU"??????
- HVAÐA "PABBABRANDARI" ER EIGINLEGA Í GANGI??????
- ÞVÍ MIÐUR VIRÐAST LANDSMENN ÆTLA AÐ LÁTA "BLEKKJA" SIG........
- ÞESSI MANNESKJA STOPPAR EKKI NEMA HÚN VERÐI STÖÐVUÐ........
- "ENDURSKOÐUN" EES SAMNINGSINS ÞÝÐIR Í RAUNINNI "UPPSÖGN" SAMN...
- EN "GAGNSÆIÐ" Á EKKI VIÐ UM PÍRATANA.........
- BENSÍN - OG OLÍUGJALD HÆKKA UM 2,5% UM NÆSTU ÁRAMÓT.........
- "ÞAÐ ER EKKI EIN BÁRAN STÖK Í 12 VINDSTIGUM"...........
- ÞETTA MÁL VIRÐIST ÆTLA AÐ HAFA AFLEIÐINGAR ENDA ER ÞAÐ VÍST...
- HANN ER ÞÁ "TÍKARSONUR" (SON OF A BITCH).................
- EF GRANT ER SKOÐAÐ ÞÁ ERU PRÓFKJÖR EKKERT ANNAÐ EN "GRÓF FÖLS...
- OG ÞESSI FLOKKUR BÆTIR VIÐ FYLGI SITT SAMKVÆMT SKOÐANAKÖNNUNU...
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 81
- Sl. sólarhring: 250
- Sl. viku: 2258
- Frá upphafi: 1837624
Annað
- Innlit í dag: 49
- Innlit sl. viku: 1297
- Gestir í dag: 46
- IP-tölur í dag: 46
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þessir tvímenningar sem þú vitnar til gerðu góða för í fjölmiðla.
Þeir opinberuðu þá pólitísku sýn Sjálfstæðisflokksins að þjóðin eigi að borga fyrir þegar fjármálamógularnir fara offari af fyrirhyggjulausri græðgi.
Bankarnir verði að eiga bakland hjá þjóðinni með því að þjóðin forði þeim frá vondum timburmönnum.
Hverjir voru þeir sem tímabundið græddu á ótrúlega skömmum en fyrirferðarmiklum þenslutíma í íbúðabyggingum? Mikið var öll sú gróska dásömuð af stjórnvöldum.
Við öll vitum hverjir græddu. En við sjáum líka hverjir eiga að taka við bakslaginu.
Um það ástand verða líklega færri og fábrotnari lýsingarorð notuð.
Árni Gunnarsson, 4.3.2008 kl. 22:05
Að mínu viti voru "tvímenningarnir" bara að undirbúa það að almenningur myndi losa bankana og útrásarprinsana úr snörunni.
Jóhann Elíasson, 4.3.2008 kl. 23:20
Satt Jóhann!!!! við erum beltin og axlarböndin/Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 4.3.2008 kl. 23:21
Já stórhlægilegt Jóhann.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 5.3.2008 kl. 02:26
Við verðum að vera á varðbergi og mótmæla hástöfum ef þeir ætla að bjarga stóreignamönnunum í bönkunum. Þeir hafa fengið nóg frá okkur, næst eru það öryrkjar og fátækt og veikt fólk sem þarf á aðstoð að halda. Ekki þegja lengur, látum í okkur heyra.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.3.2008 kl. 12:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.