30.3.2008 | 08:52
Áætluð ferjuhöfn í Bakkafjöru ekki langt undan.
Þetta atvik, sýnir okkur svo ekki verður um villst, hvað er "gífurlegur" kraftur í briminu við suðurströndina. Eru menn virkilega ennþá sannfærðir um að það sé hægt að reisa þarna "nothæfa" höfn? Tölvuleikurinn þeirra á Siglingastofnun sýnir að þetta sé hægt en tölvuleikur er ekki raunveruleikinn og sérfræðingar Siglingastofnunar hafa sýnt það í gegnum árin að þeir eru EKKI óskeikulir.
Hefði farið út með næstu öldu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
- annabjorghjartardottir
- arnarthorjonsson
- skagstrendingur
- formula
- reykur
- flinston
- asthildurcesil
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- bjornaxelsson
- bokin
- dagsol
- einarbb
- einarvill
- einarorneinars
- finnur
- fritzmar
- georg
- gislim3779
- gudbjornj
- gutti
- elnino
- manix
- zumann
- gmaria
- noldrarinn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gunnsithor
- gustafskulason
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- hbj
- hallibjarna
- heimssyn
- formannslif
- diva73
- helgatho
- helgigunnars
- hordurhalldorsson
- ingagm
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- fun
- jensgud
- ezuz
- joiragnars
- johannvegas
- jaj
- fiski
- jonerr
- bassinn
- jonsnae
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- juliusvalsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristinn-karl
- kristinthormar
- stinajohanns
- keh
- kristjan9
- magnuss
- magnusthor
- odinnth
- solir
- olafurjonsson
- os
- pallvil
- ragnar73
- rosaadalsteinsdottir
- hughrif
- fullveldi
- seinars
- nafar
- holmarinn
- sigurdurig
- siggiflug
- siggith
- sigurjonth
- stormsker
- timannatakn
- tibsen
- valdimarjohannesson
- skolli
- valur-arnarson
Nýjustu færslur
- ÞETTA LÍKAR MÉR..........
- ÆTLAR "SAMGÖNGURÁÐHERRA" AÐ LÁTA MEIRIHLUTA REYKJAVÍKURBORGA...
- ÞRÁTT FYRIR FRAMMISTÖÐU DÓMARANNA TÓKST EKKI AÐ KOMA Í VEG FY...
- ÆTLI ÞEIR GERI SÉR EKKI GREIN FYRIR ÞVÍ AÐ ÞETTA "VOPNAHLÉ" ...
- NÚNA ÞEGAR RYKIÐ FER AÐ SETJAST EFTIR ÞETTA ÓHUGNANLEGA STRÍÐ...
- EN FYRIR HVERN ÞÓTTIST GUÐMUNDUR INGI VERA AÐ VINNA?????
- Á VIRKILEGA AÐ FARA ÚT Í ÞETTA FYRIRFRAM "DAUÐADÆMDA" VERKE...
- ÞAR SÝNA SAMFYLKINGARMENN LOKSINS SITT RÉTTA ANDLIT????????
- STÓRA LOFTSLAGSBLEKKINGIN........
- FLEIRI EN EIN HLIÐ Á ÞESSU MÁLI........
- VAR ÞARNA UM AÐ RÆÐA OPINBERT ERINDI SEM HÚN HAFÐI VERIÐ KJÖR...
- "VALKYRJURNAR" HAFA ENGAN TÍMA TIL AÐ VINNA Í "ÞINGMÁLASKRÁNN...
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 365
- Sl. sólarhring: 379
- Sl. viku: 1895
- Frá upphafi: 1855554
Annað
- Innlit í dag: 217
- Innlit sl. viku: 1179
- Gestir í dag: 197
- IP-tölur í dag: 193
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er sorglegt ef reist verður þarna höfn með miklum tilkostnaði, ef hún reynist síðan ónothæf. Hvenær á að krefjast þess að menn beri ábyrgð í stjórnsýslunni.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.3.2008 kl. 14:25
Sæll Jóhann. Það er svipuð vegalengd frá ósum Klifanda að væntanlegri Bakkafjöruhöfn og frá væntanlegri höfn til Þorlákshafnar. Eins og við vitum sem höfum stundað veiðar við Vík, þá er allt annað sjólag þar og við Landeyjasand. Við megum ekki gefa okkur það, að það séu tómir hálfvitar starfandi á Siglingastofnun.
Hjalti Garðarsson, 30.3.2008 kl. 14:47
Já þetta atvik sýnir það það alveg GREINILEGA. Þú vilt sem sagt meina að sérfræðingar Siglingastofnunar hefðu bara átt að fara niður í fjöru með mótorhjól og þá hefðu þeir áttað sig strax á því að það er kraftur í briminu.
Gummi (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 14:51
Gummi? Af athugasemd þinni ræð ég það að þú hafir ekki gert mikið í því að kynna þér aðstæður þar sem fyrirhuguð höfn á að vera, ef svo væri þá vissirðu að það eru mun fleiri og veigameiri þættir sem vega mun þyngra en þetta atvik og gera það að verkum að hafnardraumar þarna eru mjög svo vafasamir.
Hjalti Garðarsson, það hefur ekki hvarflað að mér að segja að það séu hálfvitar á Siglingastofnun, heldur segi ég að þeir eru mannlegir og séu ekki óskeikulir.
Jóhann Elíasson, 30.3.2008 kl. 18:55
Ég vil benda Gumma og Hjalta á að skoða myndband á www.123.is/tobbivilla sem sýnir mjög vel aðstæður í Bakkafjöru við þokkaleg skilyrði. Hvernig verður þetta þá í suðvestan stormi. Er ekki fjármunum betur varið í aðra lausn en þessa, það er svo margt sem mælir móti þessari hugmynd.
Sigurbrandur Jakobsson, 30.3.2008 kl. 20:07
Sigurbrandur, ég bý 8 km frá Bakka. Ég veit allt um veðurfar og sjógang hér á Landeyjasandi. Ég þarf ekki að skoða einhver öfgamyndbönd um lífið hér. Ég er á staðnum. Suðvestan átt er ekki ríkjandi hér.
Hjalti Garðarsson, 30.3.2008 kl. 20:17
Hjalti hversvegna eyða fé í þetta frekar en gera þær hafnir sem til eru eins og Rifshöfn færa þeim skipum þaðan eru gerð út. Það er nóg til af verkefnum í höfum landsins sem eru brýni en Bakkafjöruhöfn. Svo eru nú 8km svoldil spölur sem breytir miklu. Treystu okkur Jóhanni við erum báðir stýrimannsmentaðir og gamalreyndir sjómenn, svo eru nú myndir og myndbönd eftir Vestmannaeyinginn Tobba Villa engin öfgamyndbönd. Skoðaðu þetta bara og segðu svo eins og er mundirðu vilja stýra skipi með varning og farþega þarna inn í sunnan eða suðvestan stormi og myrkri verri aðstæður en voru þennan dag sem Vestmannaeyingarnir voru í Bakkafjöruni.
Sigurbrandur Jakobsson, 30.3.2008 kl. 22:47
Hjalti, ég get nú ekki séð að þó þú búir 8 km frá Bakka, að þú þekkir heimahagana mjög vel hvað þá að þú vitir nokkuð um náttúruna og náttúruöflin í nágreni við þínar heimaslóðir og ekki virðist þú gera þér nokkra grein fyrir hvaða kraftur það er sem er í gangi við suðurströndina, er það kannski vegna þess að þú ert alltaf í vélarrúminu og veist þar af leiðandi ekki hvað gengur á fyrir utan skipið?
Jóhann Elíasson, 30.3.2008 kl. 22:57
Gott að þetta er enn í umræðunni, sjálfsagt verður þetta ekki stöðvað héðan af, kostnaður við þetta mannvirki á eftir að fara illa úr böndum, ekki ríkjandi sv. segir Hjalti hvaða áttar er sjóirinn þegar djúpar lægðir koma í röðum og vindur fer úr sa-sv 20-25 metra sv.aldan deyr aldrei af og það getur verið óskipgengur sjór út á 20fm þarna með fjörunni marga daga í röð.
Snorri Gestsson, 30.3.2008 kl. 23:15
Humm mér þykir nú nokkuð sérstakt ef Suðvestan átt er ekki lengur ríkjandi í Landeyjum.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 31.3.2008 kl. 00:06
Ég var á humrarvertíð í Þorlákshöfn sumarið 2006, og þá voru stanslausar suðaustan, sunnan, og suðvestan áttir. Þetta var alveg ömurlegt sumar þarna sunnanlands. Við sigldum oft þarna um í haugabrælu og ekki hefði verið notalegt að lenda í Bakkafjöruni þá. Maður væri ekki að tjá sig um þetta nema maður hefði einhvern snefill af þekkingu á þessu svæði. En ég skil líka vel að heimamenn þarna hugsi sér gott til að fá umferðina úr Eyjum þarna í gegn, það má bara ekki fara í þetta að einhverju óðagoti, það verður að skoða þetta betur en í einhverju líkani. Auk þess er verið að byggja höfnina í Þorlákshöfn upp og stækka hana, svo það er ekki nema réttmætt að nýta hana áfram í ferjusiglingum til Eyja. Enda er hún nær höfuðborgarsvæðinu en Bakkafjaran.
Sigurbrandur Jakobsson, 31.3.2008 kl. 00:22
gmaria, suðvestan átt hefur ekki verið ríkjandi í Landeyjum í manna minnum. Kannski veist þú betur. Landsynningur, eða suðaustan átt er og hefur verið ríkjandi.
Hjalti Garðarsson, 31.3.2008 kl. 00:27
Ok stoppar þá landáttin svona ca við 3 mílurnar?
Sigurbrandur Jakobsson, 31.3.2008 kl. 10:34
Samkvæmt mælingum siglingamálastofnunar er sv átt sú átt sem er oftast ríkjandi við Suðurströndina . Landsynningur getur það ekki verið á meðan suðlæg átt er , en hinsvegar í öllum Norðlægum áttum , það er annað mál .
Georg Eiður Arnarson, 31.3.2008 kl. 20:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.