Hverjir hafa hag af því að þarna verði ferjuhöfn?

Helsta vopn þeirra, sem eru þessari framkvæmd fylgjandi er, að siglingatíminn frá Eyjum í Land styttist svo mikið og þar af leiðandi verði hægt að fara svo margar ferðir á dag.  Jú þetta er rétt, en það eru TVÆR hliðar á peningnum, það lengist til muna ökutíminn til Reykjavíkur (en þangað liggur leið flestra, sem á annað borð fara upp á Land) og atburðir síðustu daga undirstrika að vegakerfið er ekki undir það búið að taka við aukinni umferð, ég hef ekki heyrt það að til standi að fara út í vegabætur á suðurlandi samhliða þessari framkvæmd.  Fyrir utan það að aðstæður þarna í Bakkafjöru eru þær VERSTU sem nokkur maður getur hugsað sér og aðeins verði hægt að sigla þarna í "renniblíðu" er allt sem bendir til þess að þessi framkvæmd sé mjög vanhugsuð og verði til þess að Vestmannaeyingar verði enn á ný að "berjast" fyrir "almennilegum" samgöngum milli Lands og Eyja þegar þetta ævintýri, sem því miður er það langt komið að það verður vart stoppað, "floppar".
mbl.is Endanlegt – eða ekki?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er mjög athyglisverður punktur, ætli hann hafi aldrei verið ræddur í ákvarðanatökunni ?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.4.2008 kl. 13:51

2 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Jóhann, ég veit ekki hvort ég á að vera að því að svara spurningunni hverjir hafa hag af þessari framkvæmd, því þú veist það jafnvel og ég að Skipafélögin, þar að segja fjármálamennirnir í landinu þeir hafa hag af þessari vitleysu. Því miður er ég svartsýnn á þessa framkvæmd þarna í Bakkafjöru, en eins og ég margoft sagt og segi en ég er drullu hræddur við þessar framkvæmdir í Bakkafjöru. Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 14.4.2008 kl. 17:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband