Nú er búið að læra að nota "tölfræði" við að ljúga, hvað næst?

Einhver góður maður sagði að það væri til þrenns konar lygi þær væru: LYGI, HAUGALYGI og TÖLFRÆÐI.  Nú virðist Umhverfisráðherrann okkar vera búinn að uppgötva tölfræðina, samkvæmt meðfylgjandi grein í "24 stundum"     

"Óhentugt að ábati sé ekki meiri "

"Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra

segir það vera óhentugt,

eins og sakir standa, að menn

hafi ekki þann ábata sem lagt var

upp með í upphafi af því að reka dísilbíl

í stað sambærilegs bensínbíls.

Eftir síðustu hækkanir olíufélaga er

dísillítrinn tíu krónum dýrari en

bensínlítrinn.

Þegar núverandi kerfi gjaldtöku af

eldsneyti var komið á var það yfirlýst

markmið stjórnvalda að dísill yrði

ódýrari en bensín. Slíkt myndi stuðla

að umhverfisvernd, þar sem dísilbílar

losa jafnan minna af gróðurhúsalofttegundum.

Þórunn segir að yfirleitt sé talað

um að dísilbílar losi um 15 prósentum

minna en bensínbílar. „Auðvitað

er það umtalsvert, en það er hins

vegar svo að dísilbílar losa mun

meira af öðrum efnum, svokölluðum

köfnunarefnisoxíðum, ryki og

sóti. Það fer svo eftir árgerð bíla

hvort þeir eru með góðar sótsíur eða

ekki. Þess vegna valda dísilbílar, sérstaklega

í þéttbýli, meira svifryki og

það er eitthvað sem þarf einnig að

vega og meta þegar litið er á umhverfisáhrif

bifreiða.“

Skýrslu starfshóps beðið

Starfshópur á vegum fjármálaráðuneytisins

mun á næstu vikum

skila af sér skýrslu þar sem lagðar

verða fram tillögur um samræmda

skattlagningu ökutækja og eldsneytis.

Þórunn segir mikilvægt að hafa í

huga að þó að dísilbílar séu allra

góðra gjalda verðir þá séu þeir ekki

framtíðarlausn til að minnka losun

frá ökutækjum mjög mikið. „Við

verðum að hugsa lengra.“"

atlii@24stundir.is

Til þess að því sé haldið til haga þá er lítrinn af dísilolíu tíu krónum dýrari en bensínlítrinn.  Þetta kallar maður að reyna að ljúga sig út úr vandræðum.                                    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

"Óhentugt"  Þessi kona þyrfti að komast í íslenskunámskeið.

Sigurður Þórðarson, 24.4.2008 kl. 15:22

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það segirðu satt Sigurður.  Ég sé engan ÁBATA, hvorki lítinn eða stóran, meðan verðlagið er svona.

Jóhann Elíasson, 24.4.2008 kl. 16:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband