Litlaus og daufur kappakstur.

Yfirburðir Ferrari voru svo miklir (ég verð nú að viðurkenna að mér þótti það ekki slæmt) að kappaksturinn varð aldrei spennandi.  Það sem mér fannst standa upp úr var slysið sem Kovalainen varð fyrir en sem betur fer sakaði hann ekki.  Ekki er hægt að segja að segja að neinn ökumaður hafi sýnt neitt sérstaka takta í þessari keppni Ferrarí-ökumennirnir gerðu bara það sem þurfti og aðrir urðu bara að leika eftir því.
mbl.is Räikkönen öruggur - Ferrari fagnar margfalt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Kannski hefði það breytt einhverju ef Kovalainen hefði haldið út en þó er ekki gott að segja....

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 28.4.2008 kl. 11:03

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Getur verið.  Undanfarið hefur hann verið að sýna mun meira en Hamilton.

Jóhann Elíasson, 28.4.2008 kl. 11:08

3 Smámynd: Steinn Hafliðason

Mér finnst Barcelona kappaksturinn yfirleitt vera mjög flatur og leiðinlegur. Það er kannski út af því að liðin eru búin að æfa svo mikið þar og þekkja brautina eiginlega of vel til að það gerist eitthvað óvænt. Vona að næsti kappakstur verði skemmtilegri.

Steinn Hafliðason, 29.4.2008 kl. 00:24

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég reikna með því að þarna hafir þú algjörlega hitt naglann á höfuðið Steinn. Næsti kappakstur getur ekki annað en skánað.

Jóhann Elíasson, 29.4.2008 kl. 07:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband