4.5.2008 | 15:19
Fyrsta veiðiferð ársins.
Nú var komið aðþví eftir langan og leiðinlegan vetur og kalt vor, þá skyldi nú fara í fyrstu veiði ársins og til þess að veeera nú ekki að gera veiðileyfissölum neinn óleik þá ætlaég ekki að segja hvert ég fór. Ég var mættur á staðinn stundvíslega klukkan sjö að morgni og byrjaður að veiða, veiðin gekk ágætleg því undir hádegi var ég búinn að landa 5 bleikjum og 2 urriðum, ágætis fiskum þetta frá einu og hálfu pundi upp í rúm 2. Þar sem ég þóttist nú vera búinn að fá nóg fyrir mig í bili ákvað ég að slá þessu upp í kæruleysi og bleyta "flugu" sem ég hafði hnýtt í vetur í einhverju "bríaríi" úr "afgöngum" af efni sem ekkert nýttist annars, þess skal getið að þetta er einhver alljótasta "fluga" sem ég hef augum litið um ævina og ég átti ekki von á neinum árangri. Þegar ég var búinn að hnýta þetta ógeð á tauminn kastaði ég línunni út, þar sem ég er nú enginn snilldarkastari varð ég mjög ánægður með árangurinn, því flugan flaug langt út á vatnið og lá bara við að hún lenti á bakkanum hinu megin. Ég lét fluguna sökkva vel og byrjaði svo að "draga" ekki hafði ég dregið lengi þegar ég varð var við að rjátlað var við hana og eftir smá tíma var eins og allt væri bara fast, en eftir nokkrar mínútur losnaði um en engu líkara var en ég væri að draga "gólftusku" eða "þvottapoka" þegar nær dró sá ég að þarna var um að ræða eitthvað skrítið, langt kvikindi og þegar ég sá það betur var ég ekki í neinum vafa þetta var áll, ég bölvaði hressilega þegar ég sá kvikindið en landaði honum og þvílíkur viðbjóður, þetta helv... ógeð vafði sig um handleggina á mér þegar ég reyndi að losa hann af önglinum og svo var þetta hel.... svo lífseigt, að þegar ég barði hann í hausinn, með "rotaranum" hefði ég alveg eins getað klappað honum blíðlega á kinnina, það var ekki fyrr en ég trampaði á hausinn á honum að hann loksins drapst. Eini plúsinn sem ég sá við þetta var þegar ég velti honum upp úr hveiti, setti á hann salt og sítrónupipar og Aroma fiskikrydd og steikti hann (sem betur fer átti ég nógu og langa pönnu) Hann var mjög góður með soðnum kartöflum og hrásalati.
Flokkur: Spaugilegt | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
-
annabjorghjartardottir
-
arnarthorjonsson
-
skagstrendingur
-
formula
-
reykur
-
flinston
-
asthildurcesil
-
biggilofts
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
bjornaxelsson
-
bokin
-
dagsol
-
einarbb
-
einarvill
-
einarorneinars
-
finnur
-
fritzmar
-
georg
-
gislim3779
-
gudbjornj
-
gutti
-
elnino
-
manix
-
zumann
-
gmaria
-
noldrarinn
-
tilveran-i-esb
-
gthg
-
gunnsithor
-
gustafskulason
-
halldorjonsson
-
hallurhallsson
-
hbj
-
hallibjarna
-
heimssyn
-
formannslif
-
diva73
-
helgatho
-
helgigunnars
-
hordurhalldorsson
-
ingagm
-
ingolfursigurdsson
-
thjodfylking
-
astromix
-
fun
-
jensgud
-
ezuz
-
joiragnars
-
johannvegas
-
jaj
-
fiski
-
jonerr
-
bassinn
-
jonsnae
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
juliusvalsson
-
ksh
-
kolbrunerin
-
kristinn-karl
-
kristinthormar
-
stinajohanns
-
keh
-
kristjan9
-
magnuss
-
magnusthor
-
odinnth
-
solir
-
olafurjonsson
-
os
-
pallvil
-
ragnar73
-
rosaadalsteinsdottir
-
hughrif
-
fullveldi
-
seinars
-
nafar
-
holmarinn
-
sigurdurig
-
siggiflug
-
siggith
-
sigurjonth
-
stormsker
-
timannatakn
-
tibsen
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
valur-arnarson
Nýjustu færslur
- EES SAMNINGURINN ER AÐ VERÐA BÚINN AÐ ÉTA SJÁLFSTÆÐI LANDSINS...
- INNLIMUNARSINNAR REYNA AÐ "TROÐA" ÍSLANDI Í ESB MEÐ BLEKKI...
- HVAÐA RÁÐ ERU TIL AÐ RÁÐHERRAR FARI AÐ LÖGUM OG BÖÐLIST EKKI...
- ÞEGAR "SKESSURNAR" FARA AÐ LEIKA SÉR AÐ ELDINUM - VERÐA ÞÆR A...
- VERÐA ÞÁ "BOLABRÖGÐIN" ÚR SÖGUNNI???????
- LOSUM OKKUR ÚR NATO - SEGJUM OKKUR ÚR SCHENGEN OG SEGUM UPP E...
- OG ERU EINHVERJAR "ALVÖRU" RÁÐSTAFANIR FYRIRHUGAÐAR???????
- HAFA VERIÐ GERÐAR BREYTINGAR Á STJÓRNARSKRÁNNI OG STJÓRNSKIPU...
- ÞAÐ ER NÚ EIGINLEGA LÁGMARK AÐ RÁÐHERRA FARI MEÐ RÉTT MÁL ÞEG...
- REGLUR UM KLÆÐABURÐ Á VINNUSTAÐ - MENN EIGA BARA AÐ FARA EFTI...
- ERU "YFIRSKESSURNAR" Á ÍSLANDI KOMNAR Í "KASTLJÓSIÐ" HJÁ BAND...
- HÚN ÞARF NÚ AÐ FARA AÐ ENDURSKOÐA "FORGANGSRÖÐUNINA" HJÁ SÉR....
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.7.): 27
- Sl. sólarhring: 49
- Sl. viku: 1097
- Frá upphafi: 1895022
Annað
- Innlit í dag: 12
- Innlit sl. viku: 656
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 11
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já sko þig Jóhann.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 5.5.2008 kl. 01:13
Hvað var langt í bakkann hinumegin 2,3 m eða styttra?
Þú ættir að sjá mig kasta flugu, það eru hamfarir sem eiga sér stað og helvítis flugan dettur venjulega rétt við tærnar á mér...
Hallgrímur Guðmundsson, 6.5.2008 kl. 21:10
Já Halli þetta var alveg stórkostlegt kast, þó ég segi sjálfur frá og sé afburða hógvær þá gæti ég trúað að það hafi verið milli 12 og 15 metrar yfir á hinn bakkann, ég hef sjaldan náð svo löngu kasti sem þarna, ég veit bara ekki hvað kom fyrir.

Jóhann Elíasson, 6.5.2008 kl. 23:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.