Nei EKKI lækkaði eldsneytisverðið núna.

Er það virkilega svo að þrátt fyrir allar þessar eldsneytisverðshækkanir breytist neysla okkar Íslendinga ekkert?  Fer fólk enn þá út í búð á bílnum og kaupir eitthvað smotterí í stað þess að ganga, þegar búðin er kannski aðeins í u.þ.b 100 metra fjarlægð frá heimilin?  Það væri hægt að gera breytingu og hætta við "sunnudagabíltúrinn" og að öll fjölskyldan færi saman í göngutúr.  Það eru allstaðar í kringum okkur stórkostlegar náttúruperlur, sem við vitum ekki um, vegna þess að það hefur ekki verið stigið út úr bílnum.  Nú er að koma sumar og batnandi veður býður upp á það að margir geti hjólað í vinnuna, það geta verið fleiri í hverjum bíl og þannig mætti lengi telja.  Það er ekkert lögmál að eigum bara að taka eldsneytishækkunum, þegjandi og hljóðalaust án þess að aðhafast nokkuð til þess að verða sem minnst vör við þær.  Svo eru almenningssamgöngurnar, sem eru nú alveg sér á báti en samt sem áður verður nú að tala aðeins um þær.  Ég skil sko alveg að fólk nenni ekki að nota strætó.  Strætisvagnarnir  EIGA að vera á 30 mínútna fresti en það er sko heldur betur misbrestur á því.  Maður er kannski búinn að húka í 25 mínútur eftir vagninum þegar hann loksins birtist, en þá er hann orðinn svo seinn að vagnstjórinn ákveður að SLEPPAþví að stoppa á þessari stoppistöð og heldur áfram, eftir sitja þeir sem bíða, annað hvort verða þeir að bíða eftir næsta vagni eða að reyna að koma sér á einhvern annan hátt á áfangastað, sem betur fer eru flestir þeirra með farsíma og geta þá látið vita af sér.  Ég er á því, að þegar allur kostnaður er skoðaður ofaní kjölinn, þá sé það hagkvæmt fyrir sveitarfélögin á stór-Hafnarfjarðarsvæðinu að gera stórbreytingar á strætisvagnakerfinu, vagnarnir verði á MINNST 15 mínútna fresti  100 krónu gjald yrði fyrir ALLA fyrstu mánuðina og þegar nýja kerfið yrði búið að festa sig í sessi yrði FRÍTT í strætó fyrir alla, þessar breytingar tækju gildi að hausti til og yrði þá frítt fyrir alla að vori.  Margt er hægt að gera til þess að verð á olíu og bensíni snerti okkur sem minnst.
mbl.is Bensínið hækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Morten Lange

Fínar pælingar í gangi í þessari færslu. Ég efast nú einhvernvegin að þessi vandamál með mikilli seinkun strætó sé algeng. En svoleiðis reynsla síur auðvitað í mann , og sögurnar fara á milli.  En það fara líka sögur af því að bílaraðir séu langar og að mönnum seinki.  Þetta að keyrt sé fram af stoppistöð vona ég að sé mjög fátítt.  Ef ekki þarf að kvarta hástöfum í blöðum og til Strætó.

Ég er sem sagt sammála þér í meginatriðum hér, en ekki varðandi færslu þína hjá Einari um ástæður fyrir árangri í umferðaröryggi :

 http://einargisla.blog.is/blog/einargisla/entry/532587/

Setti inn færslu fyrir neðan. Mögulega var ég aðeins of harðorður í þín garð, reyndar.  Sorrí. 

Orðalagið frekar mér til minnkunar en þér, reyndar... 

Morten Lange, 10.5.2008 kl. 14:18

2 Smámynd: Morten Lange

Eitt enn : Frá  8. maí hefur olíuverð á heimsmarkaði hækkað enn og mun í grófum dráttum halda áfram, og áfram að hækka.  Fer örugglega yfir 200 dollar tunnuna (frá 126 í gær, að mig minnir)  innan fimm til tíu ára ef ekki fyrr.  Eftirspurnin er að snarhækka og framleiðslan að verða dýrari. Aðrir orkugjafar eru ekki komnir á markað þannig að hægt sé að anna eftirspurn, og langt í það að þau mál leysist.  Lausnin er eins og þú bendir á, ganga, hjólreiðar, almenningssamgöngur, samnýta ferðir, og draga líka úr lengri bílferðum.  Svo má hafa metan og rafmagn (batterí og  vetni ) á bílum  með svona til hliðar, en ekki sem aðallausn, og sérstaklega ekki sem eina lausnin til framtíðar.

Morten Lange, 10.5.2008 kl. 14:27

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þakka þér fyrir Morten Lange, Því miður er þessi saga um strætó sönn, það veit ég vegna þess að sonur minn var einn af þeim sem lenti í þessu og hringdi hann í mig til þess að sækja sig og tvo aðra sem voru á stoppistöðinni, ég á nú ekki von á því að þetta sé algengt en þetta atvik varð til þess að hann fékk yfir sig nóg af strætó og keypti sér "bíl" sem reyndar hæfði efnahagnum. Ég viðurkenni fúslega að færslan hjá Einari Gísla, var fljótfærni að miklu leiti og er hún mér ekki til framdráttar.

Jóhann Elíasson, 11.5.2008 kl. 10:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband