Ég veit ekki betur en að meirihluti allrar okkar utanríkisverslunar sé við Evrópuþjóðir þurfum við að "auka" tímamuninn við þær yfir sumartímann? Fyrir tæpum tuttugu árum var ég við nám í Noregi það var eins og við manninn mælt að strax og sumartími var tekinn upp þar var mjög erfitt að ná í nokkurn á Íslandi því þegar allir voru hættir í vinnunni í Noregi var dagurinn liðlega hálfnaður á Íslandi og þegar klukkan var um ellefu að kvöldi þar gat maður reiknað með því að einhver væri kominn heim á Íslandi. Sumartíminn myndi "lengja" þann tíma, sem fjölskyldan hefði saman og auk þess að gera viðskipti okkar við önnur Evrópulönd einfaldari.
Myrkir morgnar en björt kvöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
- annabjorghjartardottir
- arnarthorjonsson
- skagstrendingur
- formula
- reykur
- flinston
- asthildurcesil
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- bjornaxelsson
- bokin
- dagsol
- einarbb
- einarvill
- einarorneinars
- finnur
- fritzmar
- georg
- gislim3779
- gudbjornj
- gutti
- elnino
- manix
- zumann
- gmaria
- noldrarinn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gunnsithor
- gustafskulason
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- hbj
- hallibjarna
- heimssyn
- formannslif
- diva73
- helgatho
- helgigunnars
- hordurhalldorsson
- ingagm
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- fun
- jensgud
- ezuz
- joiragnars
- johannvegas
- jaj
- fiski
- jonerr
- bassinn
- jonsnae
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- juliusvalsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristinn-karl
- kristinthormar
- stinajohanns
- keh
- kristjan9
- magnuss
- magnusthor
- odinnth
- solir
- olafurjonsson
- os
- pallvil
- ragnar73
- rosaadalsteinsdottir
- hughrif
- fullveldi
- seinars
- nafar
- holmarinn
- sigurdurig
- siggiflug
- siggith
- sigurjonth
- stormsker
- timannatakn
- tibsen
- valdimarjohannesson
- skolli
- valur-arnarson
Nýjustu færslur
- ÆTLI ÞEIR GERI SÉR EKKI GREIN FYRIR ÞVÍ AÐ ÞETTA "VOPNAHLÉ" ...
- NÚNA ÞEGAR RYKIÐ FER AÐ SETJAST EFTIR ÞETTA ÓHUGNANLEGA STRÍÐ...
- EN FYRIR HVERN ÞÓTTIST GUÐMUNDUR INGI VERA AÐ VINNA?????
- Á VIRKILEGA AÐ FARA ÚT Í ÞETTA FYRIRFRAM "DAUÐADÆMDA" VERKE...
- ÞAR SÝNA SAMFYLKINGARMENN LOKSINS SITT RÉTTA ANDLIT????????
- STÓRA LOFTSLAGSBLEKKINGIN........
- FLEIRI EN EIN HLIÐ Á ÞESSU MÁLI........
- VAR ÞARNA UM AÐ RÆÐA OPINBERT ERINDI SEM HÚN HAFÐI VERIÐ KJÖR...
- "VALKYRJURNAR" HAFA ENGAN TÍMA TIL AÐ VINNA Í "ÞINGMÁLASKRÁNN...
- ER EINHVER "ÓFRÆGINGARHERFERÐ" Í GANGI GEGN FLOKKI FÓLKSINS??
- AUÐVITAÐ ER "HÆGT" AÐ STÖÐVA VERKIÐ - SPURNINGIN ER EINGÖNGU ...
- ÞÁ ER FYRIRSJÁANLEIKINN Í REKSTRI KOMINN - NÚ Á BARA AÐ FARA ...
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 159
- Sl. sólarhring: 316
- Sl. viku: 2185
- Frá upphafi: 1854801
Annað
- Innlit í dag: 114
- Innlit sl. viku: 1272
- Gestir í dag: 106
- IP-tölur í dag: 105
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvernig væri nú bara að vera með raunverulegan tíma, sumartími var jú tekin upp í Evrópu til að spara orku. Einhver þörf á því hér ég bara spyr
JE (IP-tala skráð) 21.6.2008 kl. 23:20
Sumartími í Evrópu hvort sem hann var til að spara orku eða eitthvað annað þá verðum Íslendingar að ákveða hvort við ætlum að standa utan Evrópu og halda okkur við þau "norm" sem eru þar eða ætlum við að halda í "sérstöðu" okkar sem er nú ekki alveg eins mikil og menn vilja halda má ég minna á það að GMT tímabeltið sem við notumst við sem þann tíma sem við stillum klukkuna eftir er ekki það tímabelti sem við erum raunverulega í. Nei JE ekki þurfum við að spara orku þessa dagana en ég er þess fullviss að við myndum njóta sumarsins betur ef við myndum hefja daginn klukkutíma fyrr á sumrin og um leið samræma tímann betur viðskiptaaðilum okkar í Evrópu.
Jóhann Elíasson, 21.6.2008 kl. 23:38
Íslendingar voru bara, eins og í mörgu öðru, á undan sinni samtíð að afnema þennan bull sumartíma.......................
Sjálfur bý ég ekki á Íslandi, En mér finnst þetta alltaf jafn asnalegt að vera að breyta tímanum 2svar á ári.
Einnig talið þið talsmenn sumartímans um orkusparnað, en ekki talið þið um kostnaðinn sem fylgir því að breyta tímanum 2svar á ári. Það er það sem er talað um í þeim löndum sem hafa þennan sumartíma.
Sprelli (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 00:43
Ég veit ekki betur en að við séum á sumartíma, og það allt árið. Bretar hafa GMT og eru því ekki á sama tíma og vestur evrópa, þar munar alltaf klukkutíma. Einnig er hægt að benda á að Finnar eru klukkutíma á undan þeim evrópulöndum sem vestar eru. Ég hef ekki séð að það hafi háð þeim neitt þí að gera viðskipti, og meira að segja geta Finnar og Bretar gert viðskipti sín á milli þó að það muni heilum 2 tímum. Meira að segja hef ég heyrt því fleygt að menn hafa seilst svo lang að skipta jafnvel við Bandaríkjamenn þó þeir vogi sér að vera á öðrum tíma.
Auðvitað á klukka hvers lands að spegla hnattræna stöðu þess, en ekki einhverja sálræna löngun. Austuströnd og vesturströnd Bandaríkjanna er ekki á sama tíma þó það sé sama landið.
Því er rugl að vilja færa klukkunna fram um klukkutíma, það ætti færa hana aftur um klukkustund, til að spegla landfræðilega legu. Því þegar á botnin er hvolft búum við ekki 20°E lengdar heldur einmitt á 20°V.
Benni (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 00:54
Það er fátt eins hvimleitt og þessi breyting klukkunnar hér.
1) Börn taka ekki þátt í þessu, þau vakan og sofna á sama tíma.
2) Búfé og öll önnur dýr vita ekki af þessum reglum, bændum til mikils ama.
3) Það sparast ekkert rafmagn á þessu, eins og tilgangurinn er.
4) Tímamismunur við Ísland eykst um eina klukkustund á sumrin. Það er allt.
5) Íslendingar þurfa ekki að spara rafmagn.
6) Íslendingar þurfa að hafa samskipti við fleiri en Evrópubúa.
7) Það hata þetta allir sem þurfa að taka þátt í þessari hringavitleysu.
Bestu kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 22.6.2008 kl. 08:32
Mér er nokkuð sama um þennan orkusparnað, enda er þetta í fyrsta skipti sem hann er í umræðunni, svo ég viti. Alltaf finnst mér nú jafn fáránleg rökin um að Íslendingar eigi viðskipti við fleiri en Evrópubúa, staðreyndin er sú að meira en 78% af utanríkisviðskiptum okkar eru við Evrópuríki. "Aðeins" ein klukkustund sem bætist við á sumrin er nokkuð mikið ofan á þann tímamismun sem fyrir er er nú nokkuð mikið þegar tekið er tillit til átta stunda vinnutíma. Börn og búfénaður virðast vera með innbyggðan sumartíma, eða hefur þú ekki tekið eftir því að börn vakna fyrr á sumrin en á veturna Gunnar. Tilgangurinn VAR að spara rafmagn það er alveg rétt að við þurfum ekki að spara rafmagn í dag. Ef tíminn ætti að spegla landfræðilega legu landsins þá ættu austfirðingar að vera á öðrum tíma því annað tímabelti fer í gegnum landið rétt austan við Langanes, væri ekki svolítið fáránlegt að 300.000 manna þjóð væri með tvo tíma í gangi?
Jóhann Elíasson, 22.6.2008 kl. 09:37
Sæll Jóhannes
Alltaf finnst mér nú jafn fáránleg rökin um að Íslendingar eigi viðskipti við fleiri en Evrópubúa, staðreyndin er sú að meira en 78% af utanríkisviðskiptum okkar eru við Evrópuríki.
Tja, þær piparhnetur sem Evrópskir hlutabréfamarkaðir velta gefa litla ástæðu til að stilla klukkuna nær þeim. Yfirgnæfandi hluti þessa markaðar er í Bandaríkjunum. Öll stærstu íslensku fyrirtækin eru með eigin útibú eða stöðvar erlendis, og þar fyrir utan það þá er öll Evrópa ekki á sama tíma. Þar eru þrjú tímabelti. Ég hef ekki orðið var við að þetta sé vandamál og hef þjónustað íslensk fyrirtæki og einstaklinga í mörg ár.
Börnin vakna ekki fyrr eða seinna þegar klukkunni er breytt. Ég hef langa reynslu í þessum efnum :). Þetta er alltaf bölvað vesen og fer í taugarnar á öllum. Klukkunni var breytt 30. mars í ár og þá er dimmt á morgnana hér. Í haust verður henni breytt til baka 26. október og þá er einnig dimmt á morgnana. Bændur eru svo sannarlega ekki glaðir fyrir þessa vitleysu, það segir sig sjálft. Og svo er siesta á sumum stöðum í Suður-Evrópu þannig að þar vaka menn lengur og hafa opið lengur.
Bestu kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 22.6.2008 kl. 11:06
Sammála Benna og Gunnari. Hef ekkert við þeirra athugasemdir að bæta, nema kannski að ég hef reynslu af þessu rugli hér í Hollandi. Fólkinu finnst þetta alltaf jafn pirrandi, en klukkuni er samt breytt. Af hverju að vera að koma þessu rugli á á Íslandi?
Villi Asgeirsson, 22.6.2008 kl. 11:22
Alltaf er mér nú jafn illa við það þegar ég er kallaður Jóhannes en ég heiti Jóhann og fyrir mér er þetta es sem klínt er aftan við nafnið stórmál. Ég veit nú nokkuð vel um það að Evrópa er meira en eitt tímabelti en það breytir ekki því að við fjarlægjumst þau tímalega yfir sumartímann með því að breyta ekki yfir í sumartíma. Ekki var ég að halda því fram að börnin vakni fyrr af því að klukkunni sé breytt heldur vegna þess að "líkamsklukkan" virðist laga sig að breyttum aðstæðum í náttúrunni, hafi verið hægt að lesa annað út úr skrifum mínum biðst ég afsökunar á því að hafa sett óskírt fram það sem ég meinti. Við skulum nú ekki fullyrða að þetta vesen með klukkuna fari í taugarnar á "öllum" því ég veit um aðila sem þetta fer ekki í taugarnar á en hins vegar veit ég að þetta ruglar marga og setur mikið úr skorðum hjá mörgum.
Jóhann Elíasson, 22.6.2008 kl. 11:51
Ég biðst margfaldlega afsökunar á nafnabrenglinu Jóhann.
Bestu kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 22.6.2008 kl. 12:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.