Íslenskuséní sem skrifa fréttirnar á mbl.is

Þeir lömdu manninn til meðvitundarleysis, þann þátt í fréttinni skil ég mjög vel, en það að þeir hentu honum á ELDSVOÐA sem brennur til minningar um Sovéska hermenn, sem féllu í síðari heimsstryjöldinni.  Það virðist nú ekki veita af að vissir blaðamenn fari á Íslenskunámskeið það er lágmark að menn geti nú komið einni frétt frá sér skammlaust.
mbl.is Unglingspiltar dæmdir fyrir manndráp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er greinilega búið að gera það mikið grín að þessari frétt að forráðamenn mbl.is hafa gert breytingar á henni.

Jóhann Elíasson, 23.6.2008 kl. 19:18

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Jóhann.

Heyrðir þú ekki fréttina á Stöð 2 um daginn þegar fyrsti ísbjörninn var " fláður " ?

Málfarsvitund minni var verulega misboðið, vægast sagt......

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 23.6.2008 kl. 23:32

3 identicon

orðið íslenskunámskeið er með litlu -í

baddi (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 06:38

4 Smámynd: Óskar Arnórsson

Mér finnst persónulega í lagi að setja íslenska málið á þjóðmynjasafnið innan um riðgaða hnífa og beinagrindur.

Ömurleg mállýska þessi íslenska...

Óskar Arnórsson, 24.6.2008 kl. 10:19

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

En á meðan íslenskan er notuð Óskar á að nota hana rétt það er lágmark.

Jóhann Elíasson, 24.6.2008 kl. 10:22

6 Smámynd: Óskar Arnórsson

laxness fékk Nóbelin fyrir að gera það sem honum sýndist við íslenskuna..það er ekki til neitt fyrirbæri sem kallast "rétt íslenska"! Það er bara ímyndun og hugarórar...Íslenska er bara grautur úr allskonar túngumálum frá löndum hérna í kring um okkur.

Af hverju er ekki hávamál þá eina rétta íslenskan? Þetta mál einangrar alla þjóðina svo eyjabúar eru halfgert viðundur um allan heim.. 

Óskar Arnórsson, 24.6.2008 kl. 10:29

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Laxnes fékk ekki Nóbelinn fyrir að gera það sem honum sýndist við íslenskuna, þú þarft aðeins að fara yfir bókmenntasöguna.  Til þess að "skerpa" aðeins á kunnáttu þinni, þá er íslenskan það mál sem talað var á öllum Norðurlöndunum en það sem gerðist var að hin Norðurlöndin urðu fyrir áhrifum á málið frá nágrannalöndum sínum en vegna einangrunar landsins hélst íslenskan óbreitt árhundruðum saman.  Ritháttur málsins hefur tekið nokkuð miklum breytingum síðan Hávamál voru skrifuð, þetta gætir þú séð ef þú lest "eldri" útgáfur af Íslendingasögunum.  Samkvæmt því sem þú segir þá er ekki til nein "rétt" útgáfa af neinu tungumáli, því það er ekki til neitt tungumál sem á sér alveg EINN óyggjandi uppruna.

Jóhann Elíasson, 24.6.2008 kl. 10:46

8 Smámynd: Óskar Arnórsson

Nákvæmlega! Það breytast öll tungumál. það er að hluta rétt hjá þér þetta með íslenskuna. Það er ti "næstum íslenska" í smá bæjum í Norður Noregi.

Enn þetta mál okkar gerir okkur einangruð frá öðrum nágrannalöndum okkar. Það eru mikil mistök að halda að íslenska geti orðið eitthvað alvöru samskiptamál.

Breyttir tímar kalla á breytt viðhorf til tungumála. Laxness var á því að skrifa íslensku eins og hún var lesin.

Það sem ég er að fara með þessu er, að endurskoða þarf notkun mála yfirleitt. Í framtíðinni trúi ég að það verði kallaður gamaldags hugsunarháttur að halda dauðahaldi í mállýsku sem sem ekki gefur sömu möguleika til samskipta og við þurfum virkilega á að halda.

Lög um notkun NýNorsku og RiksSvenska er gott dæmi um þetta. Eiginlega þarf að miða að Skandinavisku til að efla samskipti.

Færeyjingar eru með sama vandamál og við með sitt vandamál.

Ég efast um að margir Indverjar í dag, tali Sanskrít t.d. í daglegu máli. það er bara fræðimannamál og ekkert meira.

Það hefst ekki við að bæta orðum við íslensku til að geta tjáð sig um allt mögulegt. Efnis- og eðlisfræði er t.d. algjörlega vonlaust að tala um á íslensku. Til þess er íslenska einfaldlega of mikið fornmál og hugtökin er ekki til.

Það þarf að byrja á að hætta að líta á íslensku sem einhverja heilaga kýr. Það er einfaldlega rangt og heftir samskiðtaþróun landa á milli..

Óskar Arnórsson, 24.6.2008 kl. 11:48

9 Smámynd: Óskar Arnórsson

En á meðan íslenskan er notuð Óskar á að nota hana rétt, það er lágmark.

Mátti til með að setja kommu í þessa athugasemd á no: 5.

Er það annars ekki rétt hjá mér? Mér er löngu hætt að finnast neitt sérstakt við stafsettningarvillur... 

Óskar Arnórsson, 24.6.2008 kl. 11:52

10 Smámynd: Óskar Arnórsson

það má einnig setja kommu á eftir Óskar í sömu setningu.

Vil samt minna á að ég er engin íslenskusérfræðingur og aldrei gert neinar tilraunir til að verða það. Hef samt óskaplega gaman að læra að gera mig skiljanlegan á öðrum málum.

Mér finnst útlendingar hafa meiri rétt á stafsettningarvillum enn íslenskt fæddir og skólaðir hér á landi. 

Óskar Arnórsson, 24.6.2008 kl. 11:54

11 Smámynd: Jóhann Elíasson

Talandi um mállýskur, þá var ég í námi í Suður Noregi nánar tiltekið í Kristiansand.  Í skólanum sem ég var voru svokallaðir "dæmatímar" við vorum átta í þeim hóp sem ég var í og fólkið var víðsvegar að eins og gengur og gerist þar á meðal var einn frá Farsund sem er í c.a tveggja tíma akstursfjarlægð frá Kristiansand.  Þegar samnemendur mínir áttuðu sig á því að ég var frá Íslandi var einn sem spurði mig að því hvernig mér gengi nú að skilja þau, ég sagði að það gengi vel nema ég skildi ekki orð af því sem Birgir segði (hann var frá Farsund) þá sagði sá sem hafði spurt mig:"Blessaður hafðu ekki áhyggjur af því, við hin skiljum hann ekki heldur".  Ég hef ekki upplifað það áður að menn innan sama lands skilji ekki hvorn annan.  Fyrsta mánuðinn minn þarna úti hefði ég alveg getað sleppt því að mæta í fyrirlestra, því mállýskurnar voru jafnmargar og fyrirlesararnir en verst var þegar menn brugðu fyrir sig ný-Norsku.  En ég vona að þú sért mér sammála um það að á meðan íslenskan er í almennri notkun á að tala hana og skrifa eins rétt og lög og reglur mæla fyrir.

Jóhann Elíasson, 24.6.2008 kl. 12:13

12 Smámynd: Jóhann Elíasson

Fyrirgefðu Óskar, þó ég vilji ekki neinar "ambögur"í málinu, þá er ég alls ekki að segja að ég sé neitt alveg fullkominn í réttritun sjálfur.  Ég er alveg sammála með það að útlendingar hafi vissan rétt á stafsetningarvillum og málvillum yfirleitt, en ég held að það séu ekki útlendingar sem skrifa fréttirnar á mbl.is.

Jóhann Elíasson, 24.6.2008 kl. 12:23

13 Smámynd: Óskar Arnórsson

Að sjálfsögðu er ég sammála þér í því! Jóhann! Ég hef líka eyra fyrir því sem ég gæti kallað "fallega íslensku" og allt það.

Ég hef rætt þessi mál við allskonar fólk. Tel það jákvætt að  fólk geti rætt þetta fram og tilbaka án þess að fara í vörn gagnvart sínu eigin máli. Systir mín sem er kennari verður alveg af yfir þessum skoðunum mínum og vill hels rífast um þetta. 

Ég sé aðallega einangrunar- og samskiptavandamálið sem háir fólki sem er með íslensku sem mál númer eitt.  

Á sama hátt og þú lýsir úr "dæmatímunum" í Suður Noregi, eru til Íslendingar út um allan heim sem eru hættir að tala neitt mál almennilega, nema þá helst ensku.

Ég veit líka að þetta er viðkvæmt málefni, íslenska málið.

Íslenskan er orðin "flatari" í dag enn þegar ég var ungur að mínu mati. Það er ekki eins mikill kraftur í henni og var. þar kenni ég "málvöndun" um, og að menn keppast við að tala "málefnalega" og "fegurðin" víkur fyrir daglegu "samskiptamáli"..

Endurtek að ég er alveg sammála þér í að nota íslensku og að það eigi að fylgja lögum um ritthátt. Enn það breytir ekki staðreyndinni að málið í sjálfu sér einangrar okkur frá öðrum þjóðum. Nóg er nú samt að hafa þá staðreynd að við búum á mjög einangraðri eyju á Atlandshafi.

Íslenskan á eftir að halda sér í nánustu framtíð, hvaða skoðun sem ég hef á þessu.

Geta aðfluttir útlendingar með íslenskan ríkisborgararétt nokkurntíma orðið blaðamenn? Ásláttarvillur eru notaðar sem tilefni til umræðna t.d...

Óskar Arnórsson, 24.6.2008 kl. 12:44

14 Smámynd: Jóhann Elíasson

Í öllum meginatriðum erum við sammála, kannski erum við á svipuðum aldri en mér finnst töluðu máli hafa farið mikið aftur frá því að ég var ungur.  Þetta voru skemmtilegar samræður, sem við höfum átt og kann ég þér bestu þakkir fyrir.

Jóhann Elíasson, 24.6.2008 kl. 13:03

15 Smámynd: Óskar Arnórsson

Takk og það sama Jóhann!

það eru ekki allir sem þora að fara út í samræður af þessu tagi. Ég held að við séum sammála um það mesta. Mér finnst voða gaman að svona samræðum sem eru aðeins fyrir utan þessar venjulegu...

Óskar Arnórsson, 24.6.2008 kl. 13:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband