Menn virðast hafa misjafnan skilning á því hvað hagræðing er....

Það virðist vera í hugum margra að eina hagræðingin, sem er til, sé að segja upp fólki.  Þegar svo er þá vaknar upp sú spurning hvort viðkomandi séu "hæfir" til að reka þau fyrirtæki sem þeim er trúað fyrir.  Í flestum tilfellum er það "einfaldasta og fljótlegasta" leiðin til "hagræðingar" að segja upp fólki, það að fara yfir reksturinn og finna liði þar sem hægt er að spara og jafnvel að vera án, er tímafrekt og því miður er það yfirleitt fólkið sem er á lágum launum, sem er sagt upp ekki stjórnendur eða millistjórnendur, er "ballestin" ekki orðin eitthvað vitlaus og verður skútan þá ekki "svög"?


mbl.is Fyrirtæki hagræða í rekstri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er alveg rétt athugað hjá þér Jóhann minn.  Það er eins og í opinbera rekstrinum, þegar byrjað er á að reka ræstingafólkið.  Þegar yfirbyggingin er orðin of mikil. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.7.2008 kl. 12:47

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Jóhann.

Hin íslenska hagræðing hingað til hefur nær einungis falist í sparnaði í launakostnaði án tillits til langtímahugsunar nokkurs konar í því sambandi, þvi miður.

kv.gmaria. 

Guðrún María Óskarsdóttir., 16.7.2008 kl. 01:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband