28.7.2008 | 13:35
Vonandi verður nú meira gert en bara að kanna aðstæður!!!!!
Hvenær ætla þessir "kálfar" í "Saving Iceland" að skilja það að verktakar eru bara að vinna þarna og uppfylla þar með samninga, þeir hafa ekkert með ákvarðanatöku á því að gera hvort verður virkjað eða ekki. Þessi "hryðjuverk" þeirra eru unnin á alröngum stöðum og bitna á aðilum sem ekkert hafa gert annað en að reka sín fyrirtæki sem best. Það ér nú lítið samhengi í því að koma til Íslands og mótmæla námagreftri í Kongó og Argentínu, þetta lið ætti að fara til Kongó og Argentínu og mótmæla þar ég hef það sterklega á tilfinningunni að þau fengju annars konar móttökur þar en hér, kannski þarna sé komin hluti ástæðunnar fyrir mótmælunum hér á landi?
Með aðgerðir á Hellisheiði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
- annabjorghjartardottir
- arnarthorjonsson
- skagstrendingur
- formula
- reykur
- flinston
- asthildurcesil
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- bjornaxelsson
- bokin
- dagsol
- einarbb
- einarvill
- einarorneinars
- finnur
- fritzmar
- georg
- gislim3779
- gudbjornj
- gutti
- elnino
- manix
- zumann
- gmaria
- noldrarinn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gunnsithor
- gustafskulason
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- hbj
- hallibjarna
- heimssyn
- formannslif
- diva73
- helgatho
- helgigunnars
- hordurhalldorsson
- ingagm
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- fun
- jensgud
- ezuz
- joiragnars
- johannvegas
- jaj
- fiski
- jonerr
- bassinn
- jonsnae
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- juliusvalsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristinn-karl
- kristinthormar
- stinajohanns
- keh
- kristjan9
- magnuss
- magnusthor
- odinnth
- solir
- olafurjonsson
- os
- pallvil
- ragnar73
- rosaadalsteinsdottir
- hughrif
- fullveldi
- seinars
- nafar
- holmarinn
- sigurdurig
- siggiflug
- siggith
- sigurjonth
- stormsker
- timannatakn
- tibsen
- valdimarjohannesson
- skolli
- valur-arnarson
Nýjustu færslur
- ÞAÐ VIRÐIST VERA EINA RÁÐIÐ, SEM SAMFYLKINGIN HEFUR TIL AÐ AU...
- ÞETTA LÍKAR MÉR..........
- ÆTLAR "SAMGÖNGURÁÐHERRA" AÐ LÁTA MEIRIHLUTA REYKJAVÍKURBORGA...
- ÞRÁTT FYRIR FRAMMISTÖÐU DÓMARANNA TÓKST EKKI AÐ KOMA Í VEG FY...
- ÆTLI ÞEIR GERI SÉR EKKI GREIN FYRIR ÞVÍ AÐ ÞETTA "VOPNAHLÉ" ...
- NÚNA ÞEGAR RYKIÐ FER AÐ SETJAST EFTIR ÞETTA ÓHUGNANLEGA STRÍÐ...
- EN FYRIR HVERN ÞÓTTIST GUÐMUNDUR INGI VERA AÐ VINNA?????
- Á VIRKILEGA AÐ FARA ÚT Í ÞETTA FYRIRFRAM "DAUÐADÆMDA" VERKE...
- ÞAR SÝNA SAMFYLKINGARMENN LOKSINS SITT RÉTTA ANDLIT????????
- STÓRA LOFTSLAGSBLEKKINGIN........
- FLEIRI EN EIN HLIÐ Á ÞESSU MÁLI........
- VAR ÞARNA UM AÐ RÆÐA OPINBERT ERINDI SEM HÚN HAFÐI VERIÐ KJÖR...
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.1.): 11
- Sl. sólarhring: 139
- Sl. viku: 1281
- Frá upphafi: 1855923
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 801
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Að sjálfsögðu er ófrelsi til skoðanatjáningar hluti ástæðunnar fyrir því að við mótmælum á Íslandi en svo erum við líka að reyna að verja náttúru Íslands.
Verktakarnir eru að uppfylla samninga við annað fyrirtæki sem verslar við ýmis glæpafyrirtæki. Lögum samkvæmt er bannað að hvetja til ólöglegs athæfis en það að útvega glæpafyrirtækjum ódýra orku, hlýtur að skoðast sem hvatning. Ólöglegt athæfi er t.d. margháttuð mannréttindabrot Alcoa í Hondúras, http://www.nlcnet.org/article.php?id=447
Ef þú vilt, get ég útvegað þér heimildir um ýmis önnur voðaverk Alcoa, Alcan og Century.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 28.7.2008 kl. 14:05
Eva, það sem "Saving Iceland" aðhefst hér á landi er ekkert annað en lögbrot. Hver er þá munurinn á ykkur og þeim sem mótmælin eiga að beinast gegn?
Ég þakka gott boð en ég ætla mér að afþakka það. Ég hef vissa samúð með málstaðnum hjá ykkur en samúðin minnkar þegar þið notið þær aðferðir sem þið hafið notað. Þegar þessar aðferðir ykkar skaða aðila sem ekkert hafa að málum komið er ég ansi hræddur um að stuðningur við ykkur sé orðinn frekar lítill.
Jóhann Elíasson, 28.7.2008 kl. 14:18
Munurinn er sá að við fórum mjög litlum hagsmunum stórfyrirtækja, til að vekja athygli á mjög stórum hagsmunum náttúrunnar, framtíðarinnar, Íslendinga og fórnarlamba stóriðju um allan heim.
Það er strangt til tekið ólöglegt að leggja bíl uppi á gangstétt en þú myndir líklega gera það ef tilgangurinn væri sá að hindra mótorhjól í því að aka niður mann. SI liðar eru á sama hátt tilbúnir til að trufla starfsemi OR til þess stöðva ofbeldi gagnvart jörðinni og fólkinu sem hana byggir. það verður ekki stöðvað nema almenningur leggi lóð á vogarskálar og hann mun ekki gera það nema vita hvað er í gangi.
Vituð þér enn -eða hvað?
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 28.7.2008 kl. 14:28
Heldur fannst mér þetta svar þitt "rýrt" og ekki ber það nú vott um mikla eða sterka siðferðiskennd.
Jóhann Elíasson, 28.7.2008 kl. 14:44
Er það voðaverk að skapa atvinnu fyrir fjölda fólks og fjölskyldna. Ég man en eftir þeim voðaverkum sem umhverfissinnar frömdu á Reyðarfirði ekki alls fyrir löngu þegar álverið var í byggingu og mótmælendur klifruðu uppí háan byggingakrana og hlekkjuðu sig þar (kannski Saving Iceland) og lögreglumenn þurftu að leggja líf sitt í hættu til að ná þeim niður. Það var ekki verið að hugsa um þá og þeirra fjölskyldur hefði eitthvað farið úrskeiðis. Ég vil bara biðja þetta lið að fara nú einusinni að hugsa áður en það fer sér að voða. Þau spyrja á sinni síðu hvor við hötum náttúruna svona mikið. Ég spyr á móti hvort það hati fólk og mannslíf svona mikið.
Sigurbrandur Jakobsson, 28.7.2008 kl. 15:22
Þú áttar þig líklega ekki á því Sigurbrandur, að um leið og álfyrirtæki veitir 400 manns á Íslandi atvinnu, þá grefur það undan afkomumöguleikum og heilsufari þúsunda annarra. Það er ekki von að almenningur átti sig á þessu, því eftir því sem fyrirtæki verða stærri og ríkari, hafa þau meiri ítök í fréttaflutningi. Flestir vita ekki hvernig þessi fyrirtæki hegða sér og ef þeir vissu það myndu þeir þrýsta á stjórnvöld um að beita þau viðskiptaþvingunum, jafnvel þeir sem hafa engan áhuga á náttúruvernd.
Þessi síða sem þú vísar í var ekki á vegum SI og henni hefur nú verið lokað.
Hérna eru nokkrar heimildir um mannréttindabrot stóriðjufyrirtækja og aðild áliðnaðarins að stríðsrekstri.http://www.youtube.com/watch?v=UgiW6AoS2Js&feature=related
http://www.youtube.com/watch?v=A27VD6yQt-I&NR=1
http://www.youtube.com/watch?v=a3mxWAkPzqY&feature=related
http://murinn.is/eldra_b.asp?nr=1880&gerd=Frettir&arg=7
http://savingiceland.puscii.nl/?p=602&language=en
http://savingiceland.puscii.nl/?p=1029&language=en
http://www.freewebs.com/epgorissa/FelixPadel-SamarendraDas.pdf
http://www.clrlabor.org/alerts/2001/clrdecemberindex.html#2_1
http://www.nlcnet.org/article.php?id=404
http://africa.reuters.com/business/news/usnBAN126900.html
http://savingiceland.puscii.nl/?p=2111&language=en
http://www.defenseindustrydaily.com/alcoa-wins-10-yr-360m-contract-for-f-35-forgings-04030/
http://savingiceland.puscii.nl/?p=857&language=en
http://savingiceland.puscii.nl/?p=1543&language=is
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 28.7.2008 kl. 16:24
Mér sýnist nú Saving Iceland hafa mjög mikil tök á fréttaflutningi af sinni vitleysu. Þetta eru allt aumkunarverð rök hjá þér kona góð.
Sigurbrandur Jakobsson, 29.7.2008 kl. 22:53
Geturðu tilgreint hver þessara heimilda nákvæmlega felur í sér vitleysu og í hverju sú vitleysa er fólgin?
Geturðu útskýrt fyrir mér hvað er svona aumkunarvert við þau rök að það sé óverjandi að versla við fyrirtæki sem hafa mannréttindi að engu? Finnst þér það semsagt fullkomlega rétt og gott?
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 00:35
Það er víða brotið á fólki og sennilega eru álfyrirtækin ekkert saklausari en önnur. En á meðan þau hleypa lífi í byggðarlög eins og Reyðarfjörð og nágrannabyggðir, er ég fullkomlega sáttur. Hitt er ég aftur á móti ekki sáttur við hvernig búið er að fara með sum byggðarlög sem hafa átt allt sitt undir sjávarútvegi kringum landið, svo þau eru að verða líflaus auðn. Ég væri sáttari við ykkur náttúruverndarsinna ef þið færuð að beita ykkur eitthvað í því að skapa fólki tækifæri til að búa í sínum heimahögum og nýta það sem náttúran gefur. Þá værum við ekki að eiga það yfir höfði okkar að einhverntíman komi olíuhreinsistöð í náttúrperluni sem Vestfirðir eru. En það er örugglega eitthvað sem þið 101 náttúru unnendur viljið ekki því þá er hætta á að einhverjir fiskar verði fyrir sálrænu hnjaski. Þið eruð sennilega ekki hrifin af myndunum af hrefnuviðunum í Djúpinu þar sem eingöngu var verið að veiða á pönnuna.
Því segji ég farið fyrst að hugsa um hag Íslendinga, því okkur kemur ekkert við hvað einhver fyrirtæki með starfsemi á Íslandi eru að gera útí heimi svo framarlega sem þau eru ekki að gera neitt af sér hér heima nema hleypa lífi í líflausar byggðir, fyrst annaskonar mannréttinda brot líðast hér!
Sigurbrandur Jakobsson, 30.7.2008 kl. 17:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.