30.7.2008 | 20:27
"Fyrr má nú rota en dauðrota"
Eins og væntanlega margir aðrir gerðu, horfði ég á viðtal Helga Seljan við Ólaf F. Magnússon borgarstjóra, í Kastljósinu í kvöld. Mér fannst Helgi Seljan sýna Ólafi F. alveig með eindæmum mikinn dónaskap og jaðraði við lítilsvirðingu, hann (Helgi) margsinnis greip fram í fyrir Ólafi þannig að honum gafst ekki færi á því að klára að svara spurningum þess fyrrnefnda, Helgi margítrekaði hluti sem honum fannst greinilega að skiptu miklu máli og voru honum hjartfólgin eins og t.d afstaða Ólafs til einhverra tveggja húsa þarna á því svæði sem listaháskólinn á að rísa. Ef svona lagað er það sem á að einkenna Kastljósið í framtíðinni þá bíð ég nú ekki í framhaldið. Menn munu nú hugsa sig um áður en þeir samþykkja að vera viðmælendur í Kastljósinu í framtíðinni, það eru ekki allir tilbúnir í svona "trakteringar".
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
- annabjorghjartardottir
- arnarthorjonsson
- skagstrendingur
- formula
- reykur
- flinston
- asthildurcesil
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- bjornaxelsson
- bokin
- dagsol
- einarbb
- einarvill
- einarorneinars
- finnur
- fritzmar
- georg
- gislim3779
- gudbjornj
- gutti
- elnino
- manix
- zumann
- gmaria
- noldrarinn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gunnsithor
- gustafskulason
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- hbj
- hallibjarna
- heimssyn
- formannslif
- diva73
- helgatho
- helgigunnars
- hordurhalldorsson
- ingagm
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- fun
- jensgud
- ezuz
- joiragnars
- johannvegas
- jaj
- fiski
- jonerr
- bassinn
- jonsnae
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- juliusvalsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristinn-karl
- kristinthormar
- stinajohanns
- keh
- kristjan9
- magnuss
- magnusthor
- odinnth
- solir
- olafurjonsson
- os
- pallvil
- ragnar73
- rosaadalsteinsdottir
- hughrif
- fullveldi
- seinars
- nafar
- holmarinn
- sigurdurig
- siggiflug
- siggith
- sigurjonth
- stormsker
- timannatakn
- tibsen
- valdimarjohannesson
- skolli
- valur-arnarson
Nýjustu færslur
- ALLIR ÞEIR FLOKKAR SEM STANDA AÐ ÞESSARI RÍKISSTJÓRN GÁFU LOFORÐ
- "EKKI ER ALLT GULL SEM GLÓIR"........
- VANDAMÁLIÐ ER EKKI "ÓLEYSANLEGT" EF ÞAÐ ER LEYST Á FIMM MÍN...
- ÞAÐ STENDUR EKKI STEINN YFIR STEINI Í "STJÓRN" BORGARINNAR....
- HVAÐ ER EIGINLEGA SVONA VIÐKVÆMT VIÐ ÞESSA UMRÆÐU?????
- FYLLILEGA VERÐSKULDAÐUR SIGUR......
- ÞAÐ VITA ÞAÐ LÍKA ALLIR AÐ ÞAÐ ERU TIL "ÞRJÁR TEGUNDIR AF LY...
- "NÚ ER LAG"....
- EN HVAÐ UM SORGINA SEM HÚN HEFUR VALDIÐ ÞJÓÐINNI??????????
- NÁKVÆMLEGA ÞAÐ SAMA ÆTTI AÐ GERA HÉR Á LANDI...........
- ÞÁ ER KOMIN "AFSÖKUN" FYRIR MUN MEIRI SKATTAHÆKKUNUM EN HAFÐI...
- NÚ ER RÍKISSTJÓRNIN Á ÍSLANDI FALLIN - ÞARF ÞÁ EKKI AÐ DRAGA...
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 222
- Sl. sólarhring: 402
- Sl. viku: 1750
- Frá upphafi: 1846204
Annað
- Innlit í dag: 109
- Innlit sl. viku: 1112
- Gestir í dag: 103
- IP-tölur í dag: 101
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Algjörlega sammála þessu Jóhann/halli gamli
Haraldur Haraldsson, 30.7.2008 kl. 21:57
Sæll Jóhann.
Þetta var með ólíkindum.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 30.7.2008 kl. 23:50
Aldrei þessu vant jói erum við ósamála mér fannst einmitt að Ólafur hefði átt að svara betur og hef þó talist hliðhollur honum. En við getum sennilega ekki alltaf verið sammála
Jón Aðalsteinn Jónsson, 31.7.2008 kl. 00:01
Ólafur komst ekki vel frá þessu en mér fannst Helgi vægast sagt dónalegur grípandi fram í og síður en svo málefnalegur. Mér finnst sú "meðhöndlun" sem menn fá, af hans hálfu, bera keim af því hvort hann sé persónulega með eða á móti viðkomandi.
Jóhann Elíasson, 31.7.2008 kl. 00:09
Tek undir með þér Jóhann. Helgi var bara að reyna að ná einhverju eldfimu út úr Ólafi. Eitthvað sem hægt væri að snúa út úr. Fjölmiðlar hér vilja reyna að stjórna framvindunni og etja mönnum saman. það að upplýsa fólk er ekki lengur aðal atriðið, að hræra upp í nornapottunum og selja sögurnar er aðalmálið.
Þetta að vera annaðhvort frábær eða ömurlegur eru valkostir fjöldans gangvart flestum opinberum persónum. Það er afar þreytandi og ástæða þess að ég nenni ekki að lesa skítskastbloggin hérna inni.
Kveðja úr Kielarskurðinum.
Einar Örn Einarsson, 31.7.2008 kl. 02:28
Mér fannst Ólafur vera alveg út úr kú og alveg harðákveðinn í að svara ekki því sem um var spurt. Hann var líkastur forritaðri brúðu sem hafði verið startað á stað skökkum stað. Hann vísaði fulltrúa sínum í skipulagsnefnd, úr nefndinni vegna ímyndaðrar andstöðu við sig og hagaði sér eins og einræðisherra. Það verður að segja manninum að hann býr á Íslandi
Hólmfríður Bjarnadóttir, 31.7.2008 kl. 03:32
Hólmfríður, þú hefur sagt okkur hvað þér fannst um Ólaf, þar er ég nokkurn vegin sammála þér en þú nefnir frammistöðu Helga Seljan ekkert, en sú frammistaða er aðallega til umfjöllunar hér, hvað veldur að þú nefnir hana ekkert? Fannst þér kannski ekkert athugavert við hana?
Jóhann Elíasson, 31.7.2008 kl. 08:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.