Hvað eru góð laun???

Eru það ekki nokkuð góð laun hjá manni, sem ekki er æðsti stjórnandi banka/fjármálastofnunar, að vera með milli 110.000 og 120.000 krónur á tímann?  Var inn á vísi.is, þar var birtur listi yfir 11 launahæstu bankamennina og er hann hér :

Ellefu launahæstu bankamenn landsins

1. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings 741,6 milljónir
2. Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis 516 milljónir
3. Friðrik Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Straums-Burðaráss 373,2 milljónir
4. Steinþór Gunnarsson, forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans 354 milljónir
5. Lárus Welding, forstjóri Glitnis 318 milljónir
6. Jón Diðrik Jónsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis á Íslandi 296,4 milljónir
7. Baldvin Valtýsson, Landsbankanum í London
8. Guðmundur Örn Þórðarson, framkvæmdastjóri Property Group í Danmörku 268,8 milljónir
9. Jón Kristinn Oddleifsson, Landsbankanum 258 milljónir
10. Tómas Kristjánsson, fyrrverandi starfsmaður Glitnis 256,8 milljónir
11. Finnur Reyr Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Glitnis 242,4 milljónir

Það vekur athygli að þrátt fyrir að Bjarni Ármannsson sé löngu hættur störfum hjá Glitni er hann í öðru sæti listans, en eftirmaður hans, Lárus Welding er aðeins í 5 sæti, en þær eru sennilega ekki þarna 300 milljónirnar sem hann fékk fyrir að byrja í vinnunni.  En vinnur nokkur maður svo vel að hann eigi skilið að fá svona tímakaup?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbrandur Jakobsson

Toppurinn á listanum er Hólmari. Sem vonlegt er

Sigurbrandur Jakobsson, 1.8.2008 kl. 15:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband