4.8.2008 | 14:35
Bakkafjaran er varsöm!!
Og þetta er bara byrjunin á vafasömum fréttum frá Bakkafjöru, fyrirhugaðar framkvæmdir við ferjuhöfn eru ekki einu sinni hafnar.
Meiddist þegar bátur var sjósettur í Bakkafjöru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
- annabjorghjartardottir
- arnarthorjonsson
- skagstrendingur
- formula
- reykur
- flinston
- asthildurcesil
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- bjornaxelsson
- bokin
- dagsol
- einarbb
- einarvill
- einarorneinars
- finnur
- fritzmar
- georg
- gislim3779
- gudbjornj
- gutti
- elnino
- manix
- zumann
- gmaria
- noldrarinn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gunnsithor
- gustafskulason
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- hbj
- hallibjarna
- heimssyn
- formannslif
- diva73
- helgatho
- helgigunnars
- hordurhalldorsson
- ingagm
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- fun
- jensgud
- ezuz
- joiragnars
- johannvegas
- jaj
- fiski
- jonerr
- bassinn
- jonsnae
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- juliusvalsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristinn-karl
- kristinthormar
- stinajohanns
- keh
- kristjan9
- magnuss
- magnusthor
- odinnth
- solir
- olafurjonsson
- os
- pallvil
- ragnar73
- rosaadalsteinsdottir
- hughrif
- fullveldi
- seinars
- nafar
- holmarinn
- sigurdurig
- siggiflug
- siggith
- sigurjonth
- stormsker
- timannatakn
- tibsen
- valdimarjohannesson
- skolli
- valur-arnarson
Nýjustu færslur
- ERU ÞETTA ÖLL ÓSKÖPIN SEM INGA SÆLAND FÉKK Í GEGN??????
- ÞETTA FÓR EINS ILLA OG NOKKUR MÖGULEIKI VAR Á.......
- ALLIR ÞEIR FLOKKAR SEM STANDA AÐ ÞESSARI RÍKISSTJÓRN GÁFU LOFORÐ
- "EKKI ER ALLT GULL SEM GLÓIR"........
- VANDAMÁLIÐ ER EKKI "ÓLEYSANLEGT" EF ÞAÐ ER LEYST Á FIMM MÍN...
- ÞAÐ STENDUR EKKI STEINN YFIR STEINI Í "STJÓRN" BORGARINNAR....
- HVAÐ ER EIGINLEGA SVONA VIÐKVÆMT VIÐ ÞESSA UMRÆÐU?????
- FYLLILEGA VERÐSKULDAÐUR SIGUR......
- ÞAÐ VITA ÞAÐ LÍKA ALLIR AÐ ÞAÐ ERU TIL "ÞRJÁR TEGUNDIR AF LY...
- "NÚ ER LAG"....
- EN HVAÐ UM SORGINA SEM HÚN HEFUR VALDIÐ ÞJÓÐINNI??????????
- NÁKVÆMLEGA ÞAÐ SAMA ÆTTI AÐ GERA HÉR Á LANDI...........
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 417
- Sl. sólarhring: 568
- Sl. viku: 2199
- Frá upphafi: 1846873
Annað
- Innlit í dag: 221
- Innlit sl. viku: 1317
- Gestir í dag: 202
- IP-tölur í dag: 199
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
gerðu þér sjálfum nú þann greiða að opinbera ekki þína heimsku að halda því fram að það sé eitthvað samanbert með 6 metra löngum "hrað"bát (110 hp mótor á þónokkuð þungum bát) og 5 metra langri tuðru(mundi skjóta á 70 hp) annars vegar og 60 - 70 metra löngu skipi með nokkur þúsund hö
Árni Sigurður Pétursson, 4.8.2008 kl. 16:31
og nota bene að fara í gegnum brimskaflinn á snarvitlausum stað einsog á tuðrunni eða á snarvitlausum tíma í gegnum ósinn á hraðbátnum (ekkert mál að sigla í gegnum þennan ós í góðu veðri á fallaskiptum) annars vegar og í gegnum brimvarnargarða og lenda í höfn hinsvegar
Árni Sigurður Pétursson, 4.8.2008 kl. 16:33
Árni reyndu ekki að fegra aðstæður þarna, ég þekki þær ósköp vel og það er þér ekki til framdráttar að tala um heimsku.
Jóhann Elíasson, 4.8.2008 kl. 16:43
ætlaru semsagt virkilega í alvörunni að segja að það sé eitthvað hægt að tengja þess frétt við bakkafjöru ????
Ef að t.d. Bakkafjöru höfn þá hefði þetta ekki komið fyrir...
ekki reyna að tengja þetta við bakkafjöru höfn, bara einsog ég sagði, gerðu sjálfum þér þann greiða.
Menn mega alveg gagnrýna framkvæmdirnar þegar að þær byrja, gagnrýna hugmyndina, ganrýna skipið og allt sem að við þessu tengist
en allavega að hafa vit á því að koma með einhverja merkilega gagnrýni, ekki eitthvað kjaftæði einsog þetta.
Árni Sigurður Pétursson, 4.8.2008 kl. 17:05
Miðað við viðbrögðin hjá þér mætti ætla að einhver hefði sagt eitthvað misjafnt um nákominn ættingja þinn og svo reynir þú að snúa út úr með einhverju kjaftæði sem skiptir engu máli og þruglar bara eitthvað samhengislaust rugl, þú ættir að leita þér hjálpar.
Jóhann Elíasson, 4.8.2008 kl. 17:10
ok.
þá lest það út úr orðum mínum.
hvað er "eitthvað kjaftæði sem að skiptir engu máli" hjá mér.
og hvar þrugla ég eitthvað samhengislaust rugl ?
endilega útskýrðu þetta.
og þá líka endilega útskýrðu hvernig þú ætlar að tengja þessi tvö slys við bakkafjöruframkvæmdir.
Árni Sigurður Pétursson, 4.8.2008 kl. 17:22
Ég þarf varla að útskýra fyrir þér það sem þú skrifar sjálfur og það hefur ENGINN tengt þessi TVÖ slys við Bakkafjöruframkvæmdir, þú ættir að fara á lestrarnámskeið, það sem ég skrifaði var þetta væri EKKI það fyrsta sem ætti eftir að koma um Bakkafjörudæmið og reyndu að lesa hlutina áður en þú ferð að tjá þig.
Jóhann Elíasson, 4.8.2008 kl. 17:32
Manni skilst að sjógangurinn við Bakkafjöru sé varasamur. Engu að síður hljóta hafnargerðarverkfræðingar að vita hvað þeir eru að gera. Vonandi kemst Bakkafjöruferja í gang sem fyrst, ég hef ekki nennt að fara þessa 3ja tíma sjóferð eða hvað það er.
Kv.
Ólafur Þórðarson, 4.8.2008 kl. 21:42
Augnablik! - Stendur ekki til að gera þarna höfn fyrir milljarða króna með tilheyrandi sjóvarnagörðum og dýpkun. Varla lendir ferja í fjörunni óbreyttri eins og nú er. Nei. Við höfum sé góðar hafnir gerðar þar sem nánast var hafnleysa áður. - Nú er ég ekki sammála þér Jói. Þetta er ekki samanburðarhæft.
Haraldur Bjarnason, 5.8.2008 kl. 22:14
Haraldur ef þú lest færsluna sérðu að ég er ekki að bera þetta saman heldur segi ég að þetta sé aðeins byrjunin á því sem á eftir að koma. Enda sér það hver heilvita maður að þetta er ekki samanburðarhæft.
Jóhann Elíasson, 5.8.2008 kl. 23:58
Þú er að gefa í skyn að svona sé byrjunin... öðrum orðum að segja að svona verði þetta..
slys ofan í slys..
kannski er ég að misskilja en ég get ekki betur séð en að þú sért að bera þetta saman!....
ert svo bara reyna klóra í bakkan þegar þú sérð að það er einginn sammála þér!
ætla jáa fyrsta svarið hans Árna nema ég tek ekki undir það að kalla fólk heimskt..
laufey (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 14:01
Engan veginn hægt að bera þetta saman satt er það.
Ekki þekki ég Bakkafjöruna en sjóinn og marga sandfjöruna á suður og suðausturlandi hef ég komist í kynni við og þetta er fáranleg staðsetning og sandrifin alltaf að breytast og færast og brimskaflar þarna á suðaustur og suðurlandi geta orðið ógnvænlega stórir með mikinn massa í brostsjóum þó svo að logn sé úti en kvika sem berst að landinu frá stormum suðvestur í hafi og ýtir sjógangur og vindur þessu á undan sér og hleðst þá upp suðvestan kvika þeas þykk og þung alda að landinu suðvestan og austur um alveg austur undir hvítinga austan stokksnes.
Erum að tala um mælda öldu á völdum duflum sem eru að slá í 10 til 12 metra í verstu aðstæðum þó ekki sé mikill vindur og hvað eru þá þessar öldur stórar þegar þær fara að hraða sér á grynningum ca 0.5 sjm til 1 sjm frá landi eins og td við kötlutanga og stafnes þegar mikið brim er.
Fræðingar upplifa ekki hlutina í raun þeir þiggja greiðslur fyrir áætlanir og líkanagerð og er margsannað að oft bregðast áætlanir gerðar út frá líkani því það eru svo margir óþekktir faktorar í náttúruni sem ekki er hægt að setja inn í reiknilíkan.
Vona að þessi framkvæmd komi til með að lukkast þó svo að ég hafi ey trú á staðsetninguni fyrir utan að sparnaður í tíma er nokkur en eldsneytið á bílana kostar orðið mikið og ekinn vegalengd til höfuðborgarinnar er miklu meiri.
Held að hann sé nú ekki beint að bera þetta saman enda er þetta bara léttabátur sem er snar og snöggur í hreyfingum heldur tel ég aðeins verið að benda á að þarna þurfi að fara varlega í hlutina því ekki verður svo auðvelt að manuera stórri ferju í briminu ef eitthvað kemur upp á.
Svo bregðast líkön sem aðrir hlutir
Kveðja Guðmundur
Guðmundur (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 14:48
Laufey, ég er alls ekki að klóra neitt í bakkann, það sér hver maður sem les færsluna að ekki er verið að bera saman fyrirhugaðar ferjuframkvæmdir heldur er ég að segja að þetta sé bara byrjunin á neikvæðum fréttum frá Bakkafjöru. Hitt er svo annað mál að ég þekki aðstæður þarna við Suðurströndina nokkuð vel, sem sjómaður og tel ég að fyrirhugaðar framkvæmdir séu vægast sagt afskaplega vafasamar.
Guðmundur, ég þakka þína færslu hún ber vott um að þú skoðir hlutina gagnrýnið og látir ekki "mata" þig á upplýsingum, margir hafa bent á þessa hluti, en þeir sem ekki hafa upplifað hinn mikla kraft sem er í hafinu, hafa ekki viljað hlusta á þessar aðvörunarraddir.
Að lokum vil ég benda fólki að horfa á þetta: http://hallgrimurg.blog.is/blog/hallgrimurg/video/3814/
Jóhann Elíasson, 6.8.2008 kl. 16:41
Mikið óskaplega vona ég að þú sért ekki sannspár, því ég vona innilega að þetta verði eina eða ein af fáum "vafasömum" fréttum af Bakkafjöru.
Kolbrún María Hörpudóttir, 7.8.2008 kl. 17:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.