Föstudagsgrín

Markaðsfræðingur bankaði upp á hjá fjölskyldu einni og ung kona með þrjú börn kom til dyra.  Maðurinn kynnti sig og sagðist vera að gera könnun á vegum fyrirtækis síns, Skipulags ehf, og spurði konuna hvort hún væri til í að svara nokkrum spurningum.  Hún var til í það og maðurinn byrjaði á því að inna hana eftir því hvort hún kannaðist við fyrirtækið.  Þegar hún svaraði því neitandi sagði maðurinn henni að á meðal vara sem fyrirtækið seldi væri vaselín og konan sagðist nú kannast við það og sagði: “Já, við hjónin notum það einmitt þegar við stundum kynlíf”.  Spyrillinn varð forviða og sagði: “Ég spyr einmitt alltaf þessarar spurningar vegna þess að ég veit að flestir nota vaselín, en það segjast allir nota það til að smyrja með; lamir, hjólakeðjur eða eitthvað slíkt.  Ég veit aftur á móti að fólk notar það mikið í kynlífinu en vill bara ekki viðurkenna það.  Værir þú til í að segja mér hvernig þið hjónin notið það í kynlífinu?"                                                                                                        “Ja, við setjum það á hurðarhúninn til að halda börnunum úti á meðan við gerum það!”

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Nokkuð góður þessi hjá þér núna Jóhann,kærar kveðjur úr rokinu hér í Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 29.8.2008 kl. 11:32

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.8.2008 kl. 11:39

3 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Þetta er útsjónarsemi.

Ég man eftir einum sem sagði okkur, að hann væri búinn að finna út hvað hann þyrfti að setja mikið af rúsínum úr pakkanum á eldhúsgólfið til að fá frið...;)

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 29.8.2008 kl. 11:40

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Einn sagði frá því  að þegar hann kæmi heim ú siglingum, þá dreifði hann úr 3kg mackintosdós á stofugólfið, fyrir krakkana og færi síðan inn í svefnherbergi með konunni.

Jóhann Elíasson, 29.8.2008 kl. 11:45

5 Smámynd: Haraldur Haraldsson

 Já góður þessi!!!!/Kveðja og hafðu góða helgi/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 29.8.2008 kl. 16:57

6 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Góður........

Hallgrímur Guðmundsson, 29.8.2008 kl. 20:56

7 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Georg Eiður Arnarson, 29.8.2008 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband