Föstudagsgrín

Hjón nokkur eru stödd á mjög fínu veitingahúsi að borða þegar allt í einu birtist gullfalleg stúlka við borðið þeirra og gefur manninum svakalegan koss beint á munninn, segist ætla að hitta hann seinna og hverfur svo jafnskyndilega og hún birtist.  Konan hans starir á hann og segir: "Hver í ósköpunum var þetta??"   - "Ó þessi, þetta var viðhaldið mitt" segir hann rólegur.  "Þetta er nú kornið sem fyllir mælinn" segir þá konan "ég heimta skilnað"  -"Ég get nú ósköp vel skilið það" sagði maðurinn, en bætti svo við: "en mundu eitt, ef við skiljum þá ferðu ekki fleir verslunarferðir til Parísar, ekki fleiri vetrarferðir til Barbados, ekki fleiri sumarferðir til Toscana og það verða ekki lengur BMW og Porsche í bílskúrnum, þú missir klúbbskírteinið í skútuklúbbnum og þú þarft ekki að mæta meira í golf.  En ákvörðunin er þín."  Í sömu andrá kemur sameiginlegur vinur þeirra inn á veitingahúsið með rosa gellu upp á arminn.  "Hver er þessi kona með Svenna?"  Spyr konan.  "Þetta er viðhaldið hans" svarar eiginmaðurinn.

"Okkar er flottari!" sagði eiginkonan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Hún var ekki lengi að jafna sig á þessu kellan, strax komin í að metast...

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 5.9.2008 kl. 08:40

2 Smámynd: Einar Örn Einarsson

HAHAHAHAAHA

Snilld

Góða helgi

Einar Örn Einarsson, 5.9.2008 kl. 14:27

3 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Jóhann, alltaf jafn góður á föstudögum, kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 5.9.2008 kl. 14:51

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

 Flottur/Kveðja og hafðu góða helgi/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 6.9.2008 kl. 01:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband