Man ekki eftir að Íslendingar hafi spilað betur.

Þó getur það verið en mér finnst Íslensku leikmennirnir ekki vera neinir eftirbátar Skotanna og í það minnsta verðskulda þeir alveg jafntefli úr þessum leik.

En ég veit að Íslenski þjóðsöngurinn er alveg óheyrilega erfiður að syngja hann en samt sem áður vil ég benda forystu KSÍ að velja manneskju til að flytja hann sem veldur verkinu.


mbl.is Skotar unnu nauman sigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég minni á leikinn sæla við Frakka í París, þáverandi heimsmeistara, sem máttu þakka fyrir að merja sigur með einu marki í alvöru keppni.

Ómar Ragnarsson, 10.9.2008 kl. 19:32

2 identicon

Fínn leikur en vörnin, sem átti að vera aðal liðsins, var úti á þekju. París hvað? Það hjálpar ekkert núna. Aðalatriði málsins er að það er góð stemmning í kringum landsliðið. Veikleikarnir eru augljósir. Horfið á markverðina í undanúrslitum bikarkeppninnar.

Eiríkur St. Eiríksson (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 23:33

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Jóhann mér fannst stelpan syngja þjóðsönginn frábærlega og það án undirleiks. Íslenska liðið var mun betra í leiknum og með smáheppni hefði sigurinn verið okkar. Það er ekkert við dómarann að sakast. Hann var lélegur en það kom ekkrt frekar niður á okkur en Skotum. Held að leikurinn í Hollandi eigi eftir að koma á óvart.

Haraldur Bjarnason, 11.9.2008 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband