Föstudagsgrín

 

Maður og sínaggandi kona hans fóru í sumarfrí til Jerúsalem. Á meðan þau dvöldu þar, lést konan. Eftirlifandi eiginmanninum var sagt : "Þú getur fengið hana senda heim fyrir 5.000 dollara, eða þú getur jarðað hana hér, í okkar helga landi, fyrir 150 dollara." Maðurinn hugsaði sig um í skamma stund og sagðist myndu vilja fá konuna senda til síns og þeirra heimalands.

Maðurinn var umsvifalaust spurður.. "Af hverju viltu eyða 5.000 dollurum til að koma konu þinni heim, þegar að það er frábært að jarða hana hér og aðeins fyrir 150 dollara?"

Maðurinn svaraði, "Fyrir löngu síðan dó maður hérna, var jarðaður hér, og þrem dögum síðar reis hann upp frá dauðum. Ég tek ekki þá áhættu."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Hahahha Góður.

Góða helgi!

Einar Örn Einarsson, 10.10.2008 kl. 17:28

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahahaha góður.  Það er gott að geta hlegið smá á þessum síðustu og verstu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.10.2008 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband