Olíuverðslækkunin, bara á heimsmarkaði.

Kannski er verskynið eitthvað orðið skrítið hjá mér en ég get ekki með nokkru móti séð að olíuverðið fylgi "heimsmarkaðsveri" á eldsneyti nú um mundir, jafnvel þótt tillit sé tekið til gengis.  Eins og fram kemur í fréttinni, þá fór verðið hæst í 147$ tunnan en er nú í u.þ.b 70$ tunnan, þetta er 110% LÆKKUN en á sama tíma hefur Íslenska krónan LÆKKAÐ um rúm 50%, þetta er mjög ýkt en ég hef ekki séð eldsneytisverð hér á landi fara niður um 60% frá því sem það var þegar það var hæst.
mbl.is Olíuverð lækkar og lækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Maður verður að muna að verð til almennings hækkar fljótt (vegna þess að það kostar mikið að kaupa olíuna inn) en lækkar seint vegna þess að það kostaði mikið á sínum tíma að kaupa þessa olíu.

En það er rétt hjá þér að við sjáum ekki þessar gífurlegu sveiflur í verði hérna heima sem eru á hráolíu úti í heimi (veit ekki hvort það sé svo mikil sveifla í verði unninar oliu, kannski olíuhreinsistöðvarnar nái að vera einhverskonar buffer fyrir svona verðsveiflanir).

Ólafur Jens Sigurðsson (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 12:38

2 identicon

held að þú verðir að fara aðeins yfir þessa stærðfræði þína

jónas (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 12:49

3 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Þú mátt ekki gleyma að gjöldin til ríkisins eru fasti, sem breytist ekki og því skila sér hækkanir og lækkanir ekki í hlutfalli við lækkanir eða hækkanir á olíuverði á heimsmarkaði!

En auðvitað eru þeir ekki að skila þessu til okkar og núna þegar verðbólgan tröllríður öllu og verðskyn okkar á bak og burt vegna handónýts gjaldmiðils.

Mundu að þetta væri allt auðveldara ef við værum með evru!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 19.10.2008 kl. 12:51

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Jónas, er þá ekki um að gera að benda á það sem ekki er í lagi og leiðbeina svo í framhaldi af því ekki bara að koma með einhver "skot" útí loftið.

Jóhann Elíasson, 19.10.2008 kl. 12:53

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Vegna þess að gjöld ríkisins eru fasti, þá skipta þau ENGUmáli við verðlagningu eldsneytis.  Og ég er því alveg sammála að Evra myndi gera þetta miklu auðveldara, sem dæmi er hægt að nefna að síðan við tókum upp sjálfstæðan gjaldmiðil hefur verðgildi hans rýrnað um 1700%.  Býr einhver önnur þjóð við þessar aðstæður, nema kannski Zimbabwe, er það sú þjóð seem við viljum bera okkur saman við?

Jóhann Elíasson, 19.10.2008 kl. 13:00

6 identicon

Ef eitthvað lækkar um 110% þá ætti maður að vera kominn í mínus. Segjum t.d. að ef einhver á 147 milljónir og tapi 100% af eigum sínum þá á hann ekki ca. 70 milljónir eftir.

Svo verður maður almennt að passa sig í prósentureikning. Ef eitthvað lækkar um 50% þá þarf að hækka vöruna svo um 100% til að komast í upprunalegt verð.

Það er einmitt vegna þess að gjöld ríkisins eru fasti sem breytingar á verði erlendis skila sér ekki jafn ýkt hér heim. Bæði í hækkunum og lækkunum.

Einfallt dæmi:

Vara kostar 100 kr. þar sem ríkið fær 80 kr. en seljandinn 20 kr. Nú vill seljandinn hækka sinn hagnað um 50% þá hækkar hann sinn hlut úr 20 kr. í 30 kr. og varan kostar þá 110 kr. ( ríkið fær sínar 80 kr.). Þá hefur varan hækkað um 10% fyrir kaupandann, en seljandinn fær 50% meira í sinn kassa.

Baldur (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 14:55

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Baldur, ég er nokkuð hrifinn af stærðfræðikunnáttu þinni, en eitthvað hefur þú verið utan við þig þegar þú last það sem ég skrifaði og þessi "hagfræði" sem þú "presenterar" þarna er ekki alvega að ganga upp.  Það er mikið lán fyrir okkur hin í landinu að þú skulir ekki vera efnahagsráðgjafi ríkisstjórnarinnar.

Jóhann Elíasson, 19.10.2008 kl. 15:03

8 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Nú hefði verið gott að eiga gjaldeyri og safna birgðum til mögru áranna...

Greta Björg Úlfsdóttir, 19.10.2008 kl. 15:22

9 identicon

Jájá. Nú get ég vitnað í þig:

Jóhann, er þá ekki um að gera að benda á það sem ekki er í lagi og leiðbeina svo í framhaldi af því ekki bara að koma með einhver "skot" útí loftið.

Ég las hjá þér:
þá fór verðið hæst í 147$ tunnan en er nú í u.þ.b 70$ tunnan, þetta er 110% LÆKKUN

Ef tunnan færi í 0$ (ég veit að þetta er ýkt dæmi), myndr þú þá segja að tunnan hafi lækkað um rúm 200%?

Ég var ekki með neina hagfræði og enga ráðgjöf og var ekki að taka neina afstöðu til neins.

Bentu nú á eitt atriði sem var ekki að ganga upp hjá mér svo ég geti útskýrt það fyrir þér og gott væri að þú myndir sýna smá kurteisi og ekki vera með nein skot.

Baldur (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 19:03

10 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég viðurkenni alveg á mig mistök þarna í staðinn fyrir %-merkið átti að vera $-merki en hvergi var talað um að tunnan af olíu færi í 0$ það er einhver óskhyggja hjá þér.  Þú ættir ekki að vera að tala um kurteisi og skot svo mikið er nú ruglið hjá þér, svo verð ég að segja þér að ég hef það mikið að gera í því námi sem ég stunda að ég hef mjög takmarkaðan tíma til að vera að þrasa við þig enda sé ég á skrifum þínum að þú hefur afskaplega lítið vit á þessum málum.

Jóhann Elíasson, 19.10.2008 kl. 19:18

11 identicon

Jájá, enda langar mig ekki að þrasa. Mér finnst soldið sérstakt að þú haldir því fram að það sem skrifa sé bull en getir ekki bent á eitt atriði þar um. Setningin þín væri nú ekkert gáfulegri ef það væri $ merki í stað % merkis, hún liti þá svona út:

þá fór verðið hæst í 147$ tunnan en er nú í u.þ.b 70$ tunnan, þetta er 110$ LÆKKUN

Ég tók það sérstaklega fram 0$ dæmið væri ýkt enda var það aðeins til að benda á að rangt væri að segja að verðið á tunnuni hefði lækkað um 110%. 

Það er ekki skrítið að þér finnist það rugl sem ég skrifa, ef þú lest eitthvað allt annað en ég hef skrifað, vona að þú beitir ekki sömu taktík á námsbækurnar þá á eftir að fara illa í náminu. 

Baldur (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 19:33

12 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég hef ráðleggingar þínar í huga við námið, en ef ég færi alfarið eftir þeim þá er ég ansi hræddur um að mér myndi ganga illa því ég hef ekki getað séð einn einasta punkt af viti frá þér.

Jóhann Elíasson, 19.10.2008 kl. 21:06

13 identicon

Vá, þetta fer að verða sorglegt. 

Hvernig væri að benda á eitthvað sem ég hef farið rangt með. 

Ég hef ekki verið að taka afstöðu til neins, aðeins verið að benda á reiknings-staðreyndir í tilbúnum dæmum.

En verð að segja að það eru sorgleg viðbrögð að þegar þér er bent á eitthvað að þá farir þú í svo mikla vörn að þú getir ekki svarað málefnalega. Bara farið í einhvern sandkassaleik.

(reyndar er verið að benda mér á að þetta hljóti að vera enn einn tilbúnni karakterinn á mbl blogginu og ef svo er þá biðst ég afsökunar á að hafa ekki fattað grínið)

Baldur (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 13:47

14 Smámynd:  Grétar Rögnvarsson

Jói, það hefur nú alltaf verið auðveldara fyrir samráðsmafíuna að hækka fljótt og örugglega heldur en að lækka.

Grétar Rögnvarsson, 20.10.2008 kl. 14:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband