Loksins verður hægt að fá almennilegt sælgæti í Noregi....

Reyndar hefur verið hægt að fá vörur frá Freyju í litlu magni hingað til en samkvæmt þessari frétt á að stórauka magnið.  Það má segja að eina "æta" sælgætið í Noregi sé Dajm en það er frá helsta sælgætisframleiðanda þeirra Norðmanna, sem heitir Freia, það er kannski að rugla þá en þeir kaupa ekki annað en Norskt nema þeir séu neyddir til, með það mættum við Íslendingar taka þá til fyrirmyndar. 
mbl.is 100 tonn af súkkulaði til Noregs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Guðný

Já, rétt hjá þér. Mættum við taka þá til fyrirmyndar. Ég held reyndar að við gerum það í nammi. En það er ansi hart að það þurfi svona ósköp að ganga á í landinu til að fólk fari svona almennt að hugsa nær sér. Þó með fullri virðingu fyrir danskri kjúklingabringu og nýsjálensku lambakjöti. Ég er líka farin að hugsa local hér heima á Akureyri. Hjá hvaða fyrirtækjum peningarnir verða eftir í héraði. Allt hjálpar til.

Hafðu það gott í dag

Anna Guðný , 5.11.2008 kl. 11:14

2 Smámynd:  Grétar Rögnvarsson

Í þau fáu skipti sem ég kaupi mér sælgæti er það íslenskt Jói. En finnst Price Polo best. Manstu eftir manninum sem borðaði Prince Polo og drakk mjólk með í Reykholti og þetta var hans morgunmatur.

Grétar Rögnvarsson, 5.11.2008 kl. 11:43

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Já ég man sko eftir því enda vorum við svo hneykslaðir á þessu.  En væri ekki ráð að fara að skipta Prince Poloinu út fyrir Íslenskt, Grétar?

Jóhann Elíasson, 5.11.2008 kl. 11:57

4 Smámynd:  Grétar Rögnvarsson

Jú ég borða bara svo lítið sælgæti, en maður fær eitt og eitt nammikast og þá er það yfirleitt íslenskt.

Grétar Rögnvarsson, 5.11.2008 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband