Er þetta fyrsti vísirinn að því að "Bakkafjöruklúðrinu" verði hætt?

Menn séu búnir að sjá að þetta sé ekki framkvæmanlegt með þokkalegu móti og eigi svo að nota "efnahagsástandið" sem afsökun fyrir því að hætt verði við?
mbl.is Gríðarlegt áfall fyrir Eyjar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Jóhann.

Þessi framkvæmd í Bakkafjöru er dauðadæmd að mínu áliti. Það er með ólíkindum að menn skuli ekki sjá þetta fyrir. Stað þess er haldið áfram að bruðla með fé okkar.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 14.11.2008 kl. 23:59

2 identicon

Hey, hey. Menn færu ekkert út í þessar framkvæmdir ef þær væru ómögulegar. Þessi Bakkafjöruhöfn er hugmynd ríkisins og kemur ekki til framkvæmdar nema að vel athuguðu máli. Þetta er alls ekki bruðl heldur löngu tímabær samgöngubót. Það  að það hafi verið hætt við nýja ferju stingur mig hins vegar virkilega í hjartað sem Eyjamanni. Þetta er einn mesti sorgardagur sem ég hef upplifað. Mér er sama um þessa helv. kreppu sem snertir mig EKKERT, en þetta atriði gæti fengið mig til að mótmæla þessari duglausu ríkisstjórn.

Bjarni Ben (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 01:59

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Heldur þú virkilega að þetta sé mögulegur kostur, Bjarni Ben og að menn hefðu ekki látið sér detta þetta í hug ef þetta væri ómögulegt?  Mér er nokkuð sama hvaðan þessi "galna" hugmynd kom upphaflega. Hún er jafn vitlaus hvaðan sem hún kom, ég nenni nú ekki að fara að telja upp allt sem er á móti þessu, eina ferðina enn, en ég er feginn ef það er búið að blása þessa vitleysu af aðallega ykkar Vestmannaeyinga vegna.  Þessi vitleysa hefur orðið þess valdandi að þið hafið ekki fengið nýtt og betra skip´til ferða milli  Eyja og Þorlákshafnar fyrir löngu síðan. því allir vita sem vilja vita að gamli Herjólfur er orðinn algjörlega út úr kortinu.  Nú eiga Eyjamenn að berjast fyrir ALMENNILEGRI ferju því núverandi samgöngur milli lands og eyja eru til háborinnar skammar.  Það er búið að draga ykkur allt of lengi á "asnaeyrunum" með þessu "Bakkafjörurugli".

Jóhann Elíasson, 15.11.2008 kl. 03:42

4 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

ert þú kannski einn af  þeim sem að sögðu fyrri ca 15 árum síðan að göng undir hvalfjörðin væri alveg dauðadæmt verkefni og það myndi aldrei vera hægt að keyra þar undir ?

Árni Sigurður Pétursson, 15.11.2008 kl. 08:25

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Árni, er þetta virkilega það eina sem þú hefur til málanna að leggja?  En svona til að upplýsa þig þá var ég mjög hlynntur þeirri framkvæmd, sem Hvalfjarðargöngin voru en það er ekki hægt að líkja þeirri framkvæmd við Bakkafjöruklúðrið.

Jóhann Elíasson, 15.11.2008 kl. 20:27

6 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

tjahh ég var ekkert að leggja eitt né neitt til málana, ég var einfaldlega að spurja þig spurningar

Árni Sigurður Pétursson, 16.11.2008 kl. 08:35

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þú slóst þessari sömu fullyrðingu fram í athugasemd á blogginu í apríl s.l og þegar menn eru með sama tuðið og engar breytingar mánuðum saman get ég ekki fundið mikla fjölbreytni í þeirra málflutningi heldur finnst mér það lýsa málefnafátækt, rökþroti og skorti á hugmyndum.

Jóhann Elíasson, 16.11.2008 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband