Það átti að loka þá inni og henda lyklunum......

Að kalla svona skrílslæti og hryðjuverk "mótmæli" er ansi frjálsleg notkun á þessu  hugtaki.  Það er nú ágætis dæmi, að þeir einstaklingar sem "töluðu" við fréttamenn sjónvarps, huldu andlit sín eins og "hryðjuverkamanna" er siður, því þeir voru ekki svo skyni skroppnir, að þeir vissu að það sem þeir voru að gera var ólöglegt og naut ekki stuðnings almennings.  Ég neita að trúa því að, svo illa sé komið fyrir okkur Íslendingum, að við styðjum svona villimennsku og ég vona að ekki verði um fleiri svona uppákomur að ræða.
mbl.is Allir mótmælendurnir lausir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Ingi Stefánsson

http://hallibjarna.blog.is/blog/hallibjarna/entry/737359/#comment2001190 Þú getur staðið fyrir máli þínu núna í stóra nautahakksmálinu!

Steingrímur Ingi Stefánsson, 9.12.2008 kl. 13:05

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það ert þú sem þarft að svara Steingrímur.  Ég er búinn með þann part sem þú vildir fá að vita og gott betur.

Jóhann Elíasson, 9.12.2008 kl. 13:12

3 identicon

Að kalla upphróp og annað slíkt sem var að "mestu leiti" friðsamleg mótmæli hryðjuverk er ekkert nema MÓÐGUN við þá sem hafa dáið í hryðjuverkum í þessum heimi. Skammastu þín!

Mbl Lesandi (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 18:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband