Óbreytt ástand þar til "Bakkafjöruklúðrið" á að komast í gagnið og jafnvel lengur?

Á núverandi Herjólfur virkilega að duga, sem samgöngur við Vestmannaeyjar, þar til "Bakkafjöruklúðrið" kemst í gagnið og jafnvel lengur?  Því nú skilst mér að búið sé að fresta smíði nýs skips þannig að það er víst ráðgert að núverandi Herjólfur verði í siglingum milli Bakkafjöru og Eyja til að byrja með.  Núverandi Herjólfur kom til landsins í júní 1992 og hefur þjónað Vestmannaeyingum frá þeim tíma ef frá eru taldar ferðir skipsins í slipp og hafa frátafir vegna bilana verið fáar en nú upp á síðkastið hefur þeim fjölgað all verulega og er það eiginlega staðfesting á því að kominn sé "tími" á skipið.  Samkvæmt þeim "kröfum" sem gerðar eru til þess skips sem á að sigla milli Bakkafjöru og Eyja hentar núverandi Herjólfur engan veginn, þar er sagt að djúprista eigi að vera 3,1 metir en djúprista Herjólfs er 10,7 metrar samkvæmt "kröfum" á skipið ekki að vera lengra en 60 metrar en Herjólfur er 70,7 metrar.  Ég er ansi smeykur um að núverandi Herjólfur verði ekkert sérstaklega "lipur" í Bakkafjöruhöfninni ef hann á annað borð kemst þar inn því fyrir utan fyrirhugaða höfn í Bakkafjöru er sandrif og meðaldýpið niður á það er 10 metrar.
mbl.is Vél Herjólfs bilaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Alveg er ég sammála þér þarna Anna.  Þetta vissi ég og er þó "bara" fyrrverandi stýrimaður.

Jóhann Elíasson, 14.12.2008 kl. 13:01

2 identicon

Þetta er auðvitað óþolandi ástand.  Ég fór með Herjólfi í land í gærmorgun og ætlaði aftur heim um kvöldið.  Fékk tilkynningu um hálf tvö um að seinni ferðin félli niður, svo ég fór til baka með flugi og þurfti þá að skilja bílinn eftir.

Jóhanna Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 14:39

3 identicon

Já sæl nú. Já þetta er hörmungarástand á honum Herjólfi blessuðum. Það er sko sannarlega kominn tími á nýtt skip. Þó skipið líti ágætlega út að utan og innan þá er það að gerast trekk í trekk að skipið bilar. Og það er aldrei "í lagi" að vera vélarvana út á sjó. Og hvað þá í strandsiglingum. Herjólfur siglir oft upp við landið ef vinátt er óhagstæð áætlaðri stefnu skipsins. Hvað hefði gerst ef það hefði nú bilað þá? Það hefði getað farið mikið verr. Það hefði líka verið skrautlegt að sjá hver hefði átt að bjarga því ef í vanda myndi lenda. Líklega gæti lóðsinn það en hann gengur ekki nema +/- 12 mílur. 

Ég varð vitni að því þegar Herjolfur lenti í því í innsiglingunni að vélar skipsins slógu út og skipið á fullri siglingu út Vestmannaeyjahöfn. Skipið snérist og var rétt svo búinn að missa afturendan í færeyskt skip sem lá við bryggju, og reka upp í heimaklett. Stuttu seinna ruku vélarnar í gang og ekki varð tjón af á skipi eða öðrum (sem betur fer). Skipið hélt þó áætlun þann dag.

Ég var einnig á skipi sem átti það til að vélarnar slógu út (stjórnbúnaður virkaði ekki og vélin datt niður í örfáa snúninga á mín). Við vorum bara svo heppnir að skipið var alltaf í hentugri stefnu  svo að við rákum aldrei yfir trollið (úff það hefði verið tívolí að gera það klárt aftur). Þetta var oft að koma fyrir og mér var hætt að standa á sama. Svo fyrir rest vorum við að fara út frá höfninni í eyjum eftir eina "viðgerðina" og hvað ju það drapst á vélinni og við sigldum beint upp í sandfjöruna (lönguna).  En það er önnur sag.

 Hvað þurfa óhöpp að gerast oft svo það sé farið að gera róttækar aðgerðir? 

Ég er hreinræktaður eyjamaður og er mótfallinn bakkafjöru. Ég tel þetta ekki alveg nógu vel úthugsað því miður. Ég vill nýjan Herjólf sem gengur 20 mílur upp í Þorlákshöfn.  Það þýðir að hann er að fara leiðina á 2 tímum (styttir leiðina um 45 mín). Það er áætlaður keyrslutími til Rvk miðað við sem rútan gefur sér. Það vill ég miklu frekar en að keyra alla leið á Bakka og Sigla þar yfir. 

Þakka lesningu. Vinsamlega bendið mér á ef ég fer með rangt mál. 

Takk fyrir mig. Birkir Ingason eyjapeyji og Skipstjórnarnemi. 

Birkir (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 14:42

4 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

aðeins að fá að benda á eitt að djúprista herjólfs er nú ekki 10.7 metrar...

ef að ég man rétt þá er hún 3,7 metrar. 

Árni Sigurður Pétursson, 14.12.2008 kl. 17:09

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Árni, skoðaðu skipaskrána áður n þú ferð að halda einhverri vitleysu fram.

Jóhann Elíasson, 14.12.2008 kl. 19:07

6 Smámynd: Jarl Sigurgeirsson

Dýpt er reyndar allt annað en djúprista.  Dýpt Herjólfs er sannarlega 10.7 metrar. Hugsa að Árni fari nokkuð nálægt djúpristunni.

Jarl Sigurgeirsson, 15.12.2008 kl. 00:34

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég var fljótur á mér þarna, en Jarl þarf svolítið að athuga málin áður en hann tjáir sig.  Vissulega er það rétt að dýpt er ekki það sama og djúprista samkvæmt fyrrverandi stýrimanni á Herjólfi, er "meðaldjúprista" skipsins þegar það er ólestað en með meðalbyrgðir af eldsneyti 5,4 metrar, þannig að enn standa fullyrðingarnar um núverandi Herjólf og Bakkafjöru og Bakkafjöru að mestu leyti.

Jóhann Elíasson, 15.12.2008 kl. 07:33

8 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Jóhann, ég er nú alveg ruglaður í þessu djúpristumáli ykkar hér, en ég man ekki betur en það, að siglingamál og vestmannaeyjabær með Vinnslustöðina með sér, hafi talað um að nýja skipið ætti að rista einn meter eða einum og hálfum minna en núverandi Herjólfur gerir, ég hef aldrei heyrt þessa tölu "tíu komma sjö"

En hvað um það er ég sammála þér Jóhann hvað varðar framkvæmdir við þjóðveginn gangvart okkur sem ætlum að ferðast hér á milli, farþegaferja á að vera skotheld þegar kemur að öryggismálum, það er með ólíkindum að þetta skip skuli hafa farið í slipp og svo tveim mánuðum seinna bilar það sem var skilið eftir í slippnum. Það er ekki gott þegar samgöngur er boðnar út eins og gert er hér hjá okkur, bara BULL.

Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 15.12.2008 kl. 11:28

9 Smámynd: Jarl Sigurgeirsson

Veit ekki alveg hvað ég þarf að athuga sérstaklega áður en ég tjái mig.  En tek samt ábendingunni.  Ætlaði bara að benda ykkur á þennan misskilning sem virtist vera í gangi. 

Annars ristir Herjólfur 4.2m að jafnaði.  Gerði það í það minnsta í dag. Eins og ég sagði þá taldi ég að Árni færi nokkuð nálægt djúpristunni og ef við miðum við tölurnar 3.7 og 10.7 þá er nú Árni nokkuð nær djúpristunni.

Hitt er annað mál að ég er ekkert yfir mig hress með að nota eigi þennan gamla áfram.  Skipið er löngu komið á tíma og farið að bila trekk í trekk.  Það hefur hins vegar ekkert með Bakkafjöru að gera en við verðum víst seint á sömu skoðun hvað það varðar.

Jarl Sigurgeirsson, 15.12.2008 kl. 16:42

10 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

Bara að benda þér á það að hafa hlutina á hreinu Jóhann, einsog búið er að sýna fram á þá var ég nú mun nærri djúpristu en þú, og sagði ég þó minnti.

ef að skipið væri með 10,7 metra djúpristu þá  grunar mig (alls ekki að halda því fram að það sé öruggt) að það ætti hreinlega erfitt með að koma hingað inn til vestmannaeyja nema á háflóði.

 Nú er reyndar þó nokkuð langt síðan að ég var á sjó, en ef að ég man rétt þá er ekki nema 9 - 10 metra dýpi í innsiglingunni við hafnargarðana, og það minnkar þegar að innar dregur.

enda segir hafnarskrá það sama..

http://www.skip.is/hafnaskra/hofn/1/ 

þar að auki færi það alls ekki inn til þorlákshafnar.

http://www.skip.is/hafnaskra/hofn/11/ 

en úr því aþú titlar þig fyrrverandi stýrimann þá hefði maður nú haldið að þú ættir að vita þetta, en þú virðist annað hvort hafa gleymt öllu sem að þú lærðir þar, eða hreinlega aldrei lært neitt. 

Árni Sigurður Pétursson, 17.12.2008 kl. 01:45

11 Smámynd: Jóhann Elíasson

Árni,  það er ekki málstað þínum ekki til  framdráttar að vera með persónulegt skítkast, en það er því miður oft venja manna að notast við svoleiðis lagað þegar  þeir eru orðnir rökþrota og hafa slæman málstað að verja.  Ég var búinn að leiðrétta þetta með djúpristuna en eitthvað virðist sú leiðrétting hafa farið forgörðum hjá þér eins og svo margt annað sem, þú "virðist ekki vilja skilja eða átta þig á".

Jóhann Elíasson, 17.12.2008 kl. 06:03

12 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

Það fer bara einstaklega mikið í taugarnar á mér þegar að menn segja t.d.

"Árni, skoðaðu skipaskrána áður n þú ferð að halda einhverri vitleysu fram."

þegar að jú, ég hafði nú ekki alveg rétt fyrir mér, en mín vitleysa var allavega mun minni en þín.

úr því að þú nefnir röklþrot eða slæman málstað.

tjahh ég kom nú með ágætis rök í síðasta pósti mínum, fyrir því að svar mitt var "réttara" en vitleysan sem að þú hélst fram í upphafspósti.

 jújú, ég sá það alveg að þú hafðir reynt að bæta fyrir mistök þín, en samt sem áður með því að koma með annað svar sem að var einfaldlega líka rangt.

þannig að þú mátt alveg benda mér á rökþrot eða slæman málstað. 

en jæja, eitt getum við þó verið sammála um, það þarf annan herjólf, hver sem að hann svo sem á að sigla. 

Árni Sigurður Pétursson, 17.12.2008 kl. 08:46

13 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hvaðan hefur þú það að það svar sem ég kom með hafi verið rangt?  Það eina sem segir það er athugasemd sem Jarl Sigurgeirsson kom með og ekki hefur neitt komið fram sem segir að þetta sé rétt hjá honum, eftir því sem ég best veit hefur hann ekki verið á Herjólfi nema sem farþegi.  Og hvor er "lengra" frá réttu svari skiptir einfaldlega ekki máli, annað hvort er svar rétt eða rangt.  Annað í þessari færslu þinni er ekkert annað en áframhald á "drulluslag" og ég hef annað að gera en að taka þátt í svoleiðis vitleysu.

Jóhann Elíasson, 17.12.2008 kl. 11:03

14 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

Þetta er reyndar alveg rétt hjá honum Jarli. 

http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/11/22/reynt_ad_styra_ferjumalum_i_hofn/ 

Stýrihópur um Landeyjahöfn hefur einkum rætt tvo möguleika: Annars vegar að nota gamla Herjólf, hinsvegar að leigja tímabundið annars staðar frá ferju sem hentar aðstæðum betur. Herjólfur ristir rúma 4 metra á meðan gengið var út frá því að heppileg ferja risti ekki dýpra en 3,3 metra

þannig að þar hefuru það að þetta svar hjá þér var rangt.

en já, gaman að því að þú skulir tala um rökþrot og treystir þér hvorki til að koma með rök fyrir því að þú hafðir rétt fyrir þér eða hvort að hann Jarl hafði rangt fyrir sér.

og vilt svo ekki ræða málið meir.

Það kalla ég rökþrot. 

Árni Sigurður Pétursson, 17.12.2008 kl. 19:23

15 Smámynd: Jóhann Elíasson

Árni að reyna að vera með einhverja hótfyndni segir bara að það er mun minna á milli eyrnanna á þér en ég hafði haldið.

Jóhann Elíasson, 17.12.2008 kl. 21:08

16 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Jóhann, Árni er ekki góð landkynning fyrir okkur Eyjamenn.

Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 17.12.2008 kl. 22:55

17 Smámynd: Jarl Sigurgeirsson

Ég hef nú reyndar verið stýrimaður á Herjólfi þó svo það hafi nú bara verið í afleysingum um skamma hríð og kemur í raun málinu ekkert við. 

Ég hef mínar upplýsingar frá góðum vini mínum sem er stýrimaður á Herjólfi.  Þar er á ferð afskaplega geðugur piltur sem ég hef enga ástæðu til að rengja.

Um magn þess sem er á milli eyrna þinna Jóhann hef ég enga hugmynd og ætla ekki að reyna að mynda mér skoðun á því.  Þú hefur greinilega áhuga á samgöngumálum okkar Vestmannaeyinga og það er hið besta mál. 

Hins vegar erum við langt frá því að vera skoðanabræður í þessum málum og í raun finnst mér yfirleitt hugmyndir þínar algerlega út úr kortinu, þetta eru yfirleitt illa rökstuddir sleggjudómar og bloggskrifin hafa tilhneigingu til að fara út í leiðinda skítkast í framhaldi af því.

Þór sendi þér nokkrar spurningar á bloggsíðu Gogga (Blíðu).  Nú er tækifærið að svara apurningunum án þess að fara í skotgrafirnar.

Jarl Sigurgeirsson, 18.12.2008 kl. 01:43

18 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

"Árni að reyna að vera með einhverja hótfyndni segir bara að það er mun minna á milli eyrnanna á þér en ég hafði haldið."

hvar í ósköpunum í síðastu athugasemd minni sérð þú hótfyndni ?

ég ætla ekki að biðja um neitt annað, neá að segja neitt meira.

hvar í ósköpunum í síðastu athugasemd minni sérð þú hótfyndni ?

Árni Sigurður Pétursson, 18.12.2008 kl. 04:28

19 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

ahhh sá reyndar því miður ekki svarið hjá honum Helga Þóri Gunnarsyni fyrr en of seint.

en þá til þín Helgi.

og ég lit alls ekki á mig sem landkynningu (né heldur eyja kynningu, mundi nú frekar telja hann Jarl það, sem bæði stjórnanda lúðrarsveitar, bassaleikara í Tríkot og almennan snilling bara yfir höfuð))

en þá spurning til þín.

Hvað lest þú út úr orðum mín sem einhverja landkynningu, og afhverju ætti ég að vera eitthvað sérstaklega að kynna landið (reikna með að þú meinir eyjarnar okkar), en hvort sem að þú meinar landið eða eyjarnar, ætti ég eitthvað að vera að kynna það/þær hérna ?

ég er bara að segja mína skoðun hérna inná þessu blessaða bloggi, hvort sem að þér líkar það betur eða verr.

þar sem að ég veit ekki einu sinni í augnablikinu hver þú ert, hefur þú staðið fyrir einhverju landskynningu? tjahh ef að svo er þá allavega hef ég ekki veirð var við hana þar sem að ég, einsog ég sagði áðan, er ekki einu sinni viss hver þú ert.

núna koma náttúrulega spurningar og röfl um röksemdir og annað eins frá hinum og þessum.

allar röksemdir í þessu svari eru komnar beint úr heilanum á mér, bara svona að það sé á hreinu. 

Árni Sigurður Pétursson, 18.12.2008 kl. 04:36

20 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

Áður en menn fara að "bögga" mig yfir því, þa þykist ég alveg vita það að það sé ástæða fyrir því að ég þekki ekki þennan Helga.

 Þar sem að hann er alveg þó nokkuð mörgum árum eldri en ég.

en það breytir því samt ekki að þekkja hann sem einhverja landskynningu.

(ég afsaka það að ég sé að pósta hérna í 3. sinn í röð) 

Árni Sigurður Pétursson, 18.12.2008 kl. 04:41

21 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Árni, þú hefur ekki skilið setninguna "ekki góð landkynning fyrir okkur Eyjamenn"Og Árni, ef þú skilur ekki meiningu þessara orða þá ættirðu að sleppa bloggi alveg. 

Helgi Þór Gunnarsson, 18.12.2008 kl. 11:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband