Löglegur þjófnaður

Árið 1993 greindist stjúpfaðir minn með krabbamein við heila, upp úr því fór hann í viðamikla skurðaðgerð og síðar í lyfjameðferð það var metið sem svo að ekki hafi tekist að skera það mikið af meininu burt að geislameðferð myndi hafa nein afgerandi áhrif, megnið af þeim tíma sem hann átti ólifaðan dvaldi hann á Landspítala Íslands (það var ekki búið að hnýta orðinu háskólasjúkrahús við nafnið þá). Hann lést síðan 7 október það ár. Eftir jarðarförina var farið í að ganga frá málum hans, eins og fólk veit þá eru margvísleg má sem verður að ganga frá viðandlát einstaklings, þar á meðal varð að gera lífeyrissjóð hans kláran og gera upp hans mál þar.  Hann hafði verið sjómaður allt sitt líf, oftast hafði hann verið með nokkuð miklar tekjur og því greitt all verulegar upphæðir til Lífeyrissjóðs Sjómanna og eins og lög gera ráð fyrir var mótframlag atvinnurekanda eftir tímabilum jafnhá hans eða helmingi hærri.  Móðir mín fór með allar upplýsingar, sem þurfti í "sjóðinn", en þar var henni  tjáð; að það væri í lögum sjóðsins að ef sjóðsfélagi létist, þá fengi eftirlifandi maki 60% af rétti hins látna "sjóðsfélaga".  Eðlilega var móðir mín ekki alveg sátt við þessi málalok, en vegna veikinda sinna fékk stjúpfaðir minn einungis greiddan fullan lífeyri í tæpa þrjá mánuði en eftir andlát hans var móður minni einungis greidd 60% af þeim lífeyri sem hann hafði áunnið sér.  Þennan lífeyri fékk hún greiddan til dánardægurs, í byrjun febrúar 2001.  En þarna var "skrípaleikurinn" rétt að byrja.  Eftir andlát móður minnar var farið í "lífeyrissjóðinn" til þess að fá "uppgjör" vegna erfðamála en þá fengust þau svör að það væri í lögum "sjóðsins"; að við lát eftirlifandi maka "sjóðsfélaga" féllu öll hans réttindi niður.  Eða með öðrum orðum, Lífeyrissjóður sjómanna var einn af erfingjum stjúpföður míns

Í framhaldi af þessu vildi ég gjarnan spyrja; standast þessi sérlög lífeyrissjóðanna eignaréttaákvæði stjórnarskrárinnar?  Ég þekki mörg dæmi þess að menn hafi verið ókvæntir og barnlausir, er þeir hafa fallið frá, hvað hefur orðið um lífeyrissjóðsgreiðslur þessara manna?  Kannski það væri ekki úr vegi að skoða starfsemi lífeyrissjóðanna, kannski er lífeyrissjóðakerfið á Íslandi ekki eins gott og er látið í veðri vaka?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Hér er um samtryggingarsjóð að ræða og hann er byggður upp þannig að greiðslur í hann mynda rétt allra sem eru aðilar að honum, (greiða í hann). Tökum dæmi að ef sjóðsfélagi verður öryrki segjum 30 ára, þá fær hann greiddar örorkubætur sem er framreiknaðar (reiknaðar eins og hann hefði greitt sambærilega í sjóðinn til 67 ára aldurs). Þann lífeyrir fær hann greiddan til 67 ára aldur ef viðkomandi lifir svo lengi. Hann er greiddur úr sameiginlegum potti og í þennan pott hafa iðgjöld föður þíns farið. Ef hér væri um séreignasjóð að ræða eins og nú er boðið upp á að fólk geti greitt í, þá er sá lífeyrissjóður eign erfingja við fráfall sjóðsfélaga. Lífeyrir í séreignasjóði gagnast því ekki til að greiða til annarra en viðkomandi sjóðsfélaga og erfingja hans. Það er því ekki rétt og mjög óviðeigandi að tala um þjófnað í þessu sambandi.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 22.12.2008 kl. 01:34

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Hvað varðar réttarstöðu móður þinnar við fráfall föður þíns, þá eru það reglur hvers lífeyrissjóðs fyrir sig sem gilda um slíkar greiðslur á hverjum tíma.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 22.12.2008 kl. 01:36

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þú svaraðir ekki neinni af spurningum mínum heldur vitnaðir þú eingöngu til "laga"sjóðanna, sem ég er að spyrja hvort standist eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar.  Hólmfríður, þá skaltu segja mér ástæðu þess að ekki er rétt og mjög óviðeigandi að tala um þjófnað í þessu sambandi?

Jóhann Elíasson, 22.12.2008 kl. 07:27

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það er ekki rétt að tala um þjófnað vegna þess einfaldlega að kerfi sjóðanna er byggt upp með þeim hætti sem ég lýsti í fyrri færslum. Ef það er einhver sem er tilbúinn að fara þessa þjófnaðarásökun fyrir dómstóla, þá fæst væntanleg úr því skorið hvort lög lífeysissjóðanna stangast á við stjórnarskrána eða ekki. Það er hins vegar þekkt að hópur fólks, veit ekki hversu stór, sem hefur bitið það í sig að lífeyrissjóðirnir séu af hinu illa og eru með ýmiskonar ranghugmyndir (að mínu mati) um tilurð þeirra og tilgang. En þar sem ég er ekki löglærð, þá hef ég ekki frekari  lögfræðileg rök í málinu.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 22.12.2008 kl. 18:13

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Tilgangur lífeyrissjóðanna var góðra gjalda verður í upphafi en þróun þeirra hefur ekki orðið til samræmis við tilgang þeirra.  Þetta eru engar ranghugmyndir heldur blákaldur sannleikur og eins og ég sagði áður þá væri það alls ekki fráleitt að skoða starfsemi lífeyrissjóðanna og fá úr því skorið hversu "góð" starfsemi þeirra í rauninni er.

Jóhann Elíasson, 22.12.2008 kl. 20:08

6 identicon

Ég blæs á að lög einhvers lífeyrisjóð steli réttindum látins sjóðsfélaga og borgi ekki eftirlifandi maka eins og honum ber. Þetta er ekkert annað en þjófnaður!!! 

Það þarf einhvern til að höfða mál við einhvern lífeyrissjóðinn til að komast að hinu sanna. Þetta er kaup hins látna bæði framlag hans og mótframlagið og erfist samkvæmt því.

Ég er í þeirri aðstöðu að ég fæ ekkert eftir minn mann þegar ég kemst á eftirlaun, þó við höfum verið gift í 39 ár, hann giftist annarri og þau voru gift í 2 ár. Hún mun fá allt ef sjóðurinn verður ennþá starfandi, en hún er 28 árum yngri en hann var.

Hlutafallsleg réttindi okkur til handa, er réttlætið. Ekkert annað.

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 25.12.2008 kl. 23:24

7 Smámynd: Sigurbrandur Jakobsson

Þetta er eins og Sigrún segir svo snyrtilega ekkert annað en þjófnaður. Ég á tvær dætur og vil að sjálfsögðu allt fyrir þær gera. Ef svo færi að við hjónin létumst bæði frá þeim, þá finnst mér ekkert annað sangjarnt en þær fengju 100% af okkar réttindum í lífeyrissjóðum okkar greidd út í hönd. Það er með ólíkindum að fólk skuli ekki láta sig þetta varða fyrren á reynir og það lendir á hurðum sjóðsstjórnendana og starfmanna þeirra. Þetta er allt svona, tökum sem dæmi LÍN, þetta eru jú peningar sem námsmenn fá að láni til að geta framfleytt sér og sínum og þurfa svo að sjálfsögðu að borga til baka og gera það í 99% tilvika, en það mín reynsla og konu minnar að meðan við þurftum á þessu að halda þá þurftum við oft að standa í basli af öllu tægi. Þetta er bara ekki fólki bjóðandi.

Sigurbrandur Jakobsson, 26.12.2008 kl. 17:07

8 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Blessaður
Þetta er allt samkvæmt lögum eins og svo margt hér Joi siðlaust en löglegt og það væri fróðlegt að sjá hvort að þetta stenst eignarréttar ákvæðið það mætti hugsa sér að fólk tæki sig saman og styddi einn einstakling í málaferli til að finna út úr því. Móðir þín fékk 60% nú veit ég ekki hvort að það er enn í gildi regla sem var i gildi þegar að fóstri dó en þá olli það lífeyrissjóðnum miklum vonbrigðum að mútta hafði náð fimmtugs aldri áður en hann dó því eftir því sem að ég man rétt þá var allavega á þeim tíma í gildi regla sem að var þannig að eftirlifandi eiginkona missti hluta eða allan bótarétt eftir stuttan tíma ef hún var undir fimmtugu. Þarf að grafa upp hvort þetta er enn í gildi man hvað mér þótti þetta siðlaust.

Er hér með blað sem að ég fann á blogginu þar sem kemur fram að
Meðal ársframlag til greiðslu eftir 67 ára aldur er 1.341,- kr. á ári. Fyrir hvert tíuþúsund króna ársframlag

Get sent þer greinina ef þú vilt hun er eftir Ragnar Þ Ingólfson og er mjög athyglisverð

Jón Aðalsteinn Jónsson, 27.12.2008 kl. 01:21

9 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þakka þér fyrir Jón, jú ég vildi gjarnan fá þessa grein.  Það er góð hugmynd að styrkja einhvern/einhverja til að leita réttar síns gagnvart lífeyrissjóðamafíunni og fá úr því skorið í eitt skipti fyrir öll hvort félög geta sett "lög" að eigin geðþótta, sem hæpið er að standist stjórnarskrá landsins.

Jóhann Elíasson, 27.12.2008 kl. 13:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband