Ef þetta er rétt þá jafngildir þetta því að fara úr ÖSKUNNI í ELDINN.....

Dýralæknirinn er búinn að vera arfaslakur fjármálaráðherra en ef Ingibjörg Sólrún tekur við þá batnar ástandið ekki.  Ég sem hélt að ástandið gæti ekki versnað.  En eitt hefur ISG framyfir dýralækninn, hún kemur mikið betur út úr sjónvarpsviðtölum er miklu betri að "kjafta" sig frá óþægilegum spurningum. En samkvæmt þessari  frétt , á Vísi.is, er eitthvað þessu líkt á döfinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Guð forði okkur frá þessu, það sem maður hélt að gæti ekki versnað getur svo sannarlega snarversnað... Þetta er svona svipað og með það sem hefur aldrei gerst, það getur svo sannarlega gerst aftur og ítrekað endurtekið sig....

Fireplace Ég kalla þetta að kveikja meðvitað í afturendanum á sjálfum sér.....Computer Smash

Hallgrímur Guðmundsson, 25.12.2008 kl. 13:18

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Já, ef þetta verður að veruleika virðist ekki vera nein takmörk fyrir þeim hörmungum sem lagðar eru á eina þjóð.

Jóhann Elíasson, 25.12.2008 kl. 13:35

3 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sammála ykkur strákar . kv .

Georg Eiður Arnarson, 25.12.2008 kl. 14:20

4 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæll félagi.Sammála.Ef svo yrði þá"lægju danir illileg í ´ðí"eða þannig.Kært kvaddur

Ólafur Ragnarsson, 25.12.2008 kl. 17:01

5 identicon

Er ekkert til, sem heitir ársfrí frá störfum, vegna veikinda?   Hefur Samfylkingin ekki heyrt af þessum sjálfsagða rétti?

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 25.12.2008 kl. 18:30

6 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

ISG hefur valdið fjölmörgum gríðarlegum vonbrigðum.

Sigurjón Þórðarson, 25.12.2008 kl. 20:41

7 Smámynd: Bjarni Harðarson

ég er í þessum hópi sem hef orðið fyrir  vonbrigðum með ISG og Samfylkinguna í heild sinni og óttast að þaðan komi aðeins ábyrgðarleysi í ríkisfjármálum,- þannig að, já ef þetta verðurbreytingin á ríkisstjórninni þá er svo sannarlega verið farið úr öskunni í eldinn...

Bjarni Harðarson, 26.12.2008 kl. 00:28

8 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Ég tek undir þetta með ykkur. Það þarf afbrigðilega hugsun til að sjá gæfuspor felast í þessu fyrir þjóðina.

Guðbjörn Jónsson, 26.12.2008 kl. 00:39

9 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Svei mér þá Jói ef þetta gæti ekki verið þokkalegur kostur fyrst þessi ríkisstjórn er ekki á leið frá völdum á annað borð. Solla myndi eflaust halda svolítið í við Davíð og síðan er alveg greinilegt á henni að hún er ekki heil heilsu eftir tvo uppskurði á höfði. Þeytingur sá sem fylgir utanríkisráðuneytinu er örugglega ekki hollur fyrir hana. Dýralæknirinn virðist ekki hafa verið fjármálaráðherra öðruvísi en strengjabrúða Davíðs. Besti kosturinn er ríkisstjórninga frá sem fyrst og kosningar en þetta er skárra en hafa dýralækninn áfram. Fjármálaráðuneytið þótti nú einu sinni næst feitasti ráðherrabitinn. 

Haraldur Bjarnason, 26.12.2008 kl. 06:50

10 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Mitt svar er að við eigum að fá að kjósa ,ekki seinna en i Mai ,og þá skoðum við hvað fólkið vill,   Fram að því skiptir þetta ekki sköpum,hlass sem fyrst,og fá þarna við stjórn fólk sem veldur þessu,og vinnur okkur út úr krísunni og kreppunnni,þar þarf að taka á ,og það vel til að allt fari ekki á versta veg/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 26.12.2008 kl. 16:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband