11.1.2009 | 16:43
Samkór LÍÚ......
Auðvitað var Jóni Kristjánssyni, fiskifræðingi ekki boðið að halda þarna framsöguræðu, enda þekkja kvótakóngarnir í LÍÚ klíkunni hans afstöðu og sú afstaða er þeim ekki að skapi.
Fjallað um sjávarútveg og ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
- annabjorghjartardottir
- arnarthorjonsson
- skagstrendingur
- formula
- reykur
- flinston
- asthildurcesil
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- bjornaxelsson
- bokin
- dagsol
- einarbb
- einarvill
- einarorneinars
- finnur
- fritzmar
- georg
- gislim3779
- gudbjornj
- gutti
- elnino
- manix
- zumann
- gmaria
- noldrarinn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gunnsithor
- gustafskulason
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- hbj
- hallibjarna
- heimssyn
- formannslif
- diva73
- helgatho
- helgigunnars
- hordurhalldorsson
- ingagm
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- fun
- jensgud
- ezuz
- joiragnars
- johannvegas
- jaj
- fiski
- jonerr
- bassinn
- jonsnae
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- juliusvalsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristinn-karl
- kristinthormar
- stinajohanns
- keh
- kristjan9
- magnuss
- magnusthor
- odinnth
- solir
- olafurjonsson
- os
- pallvil
- ragnar73
- rosaadalsteinsdottir
- hughrif
- fullveldi
- seinars
- nafar
- holmarinn
- sigurdurig
- siggiflug
- siggith
- sigurjonth
- stormsker
- timannatakn
- tibsen
- valdimarjohannesson
- skolli
- valur-arnarson
Nýjustu færslur
- VAR ÞARNA UM AÐ RÆÐA OPINBERT ERINDI SEM HÚN HAFÐI VERIÐ KJÖR...
- "VALKYRJURNAR" HAFA ENGAN TÍMA TIL AÐ VINNA Í "ÞINGMÁLASKRÁNN...
- ER EINHVER "ÓFRÆGINGARHERFERÐ" Í GANGI GEGN FLOKKI FÓLKSINS??
- AUÐVITAÐ ER "HÆGT" AÐ STÖÐVA VERKIÐ - SPURNINGIN ER EINGÖNGU ...
- ÞÁ ER FYRIRSJÁANLEIKINN Í REKSTRI KOMINN - NÚ Á BARA AÐ FARA ...
- STRANDVEIÐAR.......
- HÚN LÆTUR GREINILEGA BLEKKJAST AF EINHLIÐA FRÉTTAFLUTNINGI RÚ...
- HÚN GETUR EKKI VERIÐ ELSTA MANNESKJA HEIMS EF HÚN ER LÁTIN.....
- EN VERÐUR EITTHVAÐ GERT MEÐ ÞESSAR TILLÖGUR?????????
- SVONA FRÉTTIR GEFA LÍFINU GILDI..........
- NÚ ER "MÆLIRINN" MIKIÐ MEIRA EN FULLUR..........
- ÁRAMÓTAKVEÐJA.........
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 178
- Sl. sólarhring: 260
- Sl. viku: 2144
- Frá upphafi: 1852240
Annað
- Innlit í dag: 109
- Innlit sl. viku: 1326
- Gestir í dag: 98
- IP-tölur í dag: 98
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nákvæmlega, þessir aðilar vilja hafa völd yfir auðlindum okkar, en málið er að þeir hafa nú ekki farið svo vel að ráið sínu. Kvótakerfið er ein skelfilegasta blekking Sjálfstæðisflokksins og ég er viss um að betra hefði farið fyrir okkur ef völdin yfir kvótanum væri í Brussel en ekki hjá glæpaklíkunni í LÍÚ, þannig hefði kannski verið hægt að bjarga einhverju en staðreyndin er sú að útgerðamenn á Íslandi eru skuldum vafnir, með skuldir upp á 600-800 miljarða. Þó við gerðum ekkert annað en veiða upp í skuldir þá tæki það 6-8 ár að borga skaðann. Helvítis glæpahundar!
Valsól (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 17:08
Algerlega ómarktæk umræða sem þarna fer fram. Þetta er svona svipað og að Vinstri grænir haldi framsögu bjóði "sérfræðingum" á málþing um virkjanir. Hver skyldi niðurstaðan nú þar verða?
Annars finnst mér óþolandi þegar stamtök eins og Heimssýn, sem gefa sig út fyrir að vilja upplýsa fólk um eitt og annað varðandi skuggahliðar ESB, geta ekki gefið bloggurum færi á að svara öllu því sem fram kemur á heimasíðu samtakanna. Hafa þeir eitthvað að fela? Er málaflutningurinn það veikur þar og á svo loftkenndum grunni byggður að ákveðið var frá fyrstu mínútu að gefa lesendum ekki kost á lýðræðislegri umræðu?
Ég hvet Heimssýn hér með til þess að opna fyrir umræður á bloggvefnum sínum ef samtökin ætli á annað borð byggja sinn málflutning á trúverðugleika. Þangað til er það sem þar kemur fram, eins og annað sem frá samtökunum kemur þessa dagana s.b.r. þennan fund samtakanna í dag, "a fart in the wind" eins og Skotinn myndi orða það.
Kv. Svíi
Svíi (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 17:10
Jóhann
Ég hafði áhuga á stíga þarna í púlt ef þeir hefðu munað eftir mér. Það sem mig langaði til að benda á er að bæði kvótakerfin, EB og IS, eru arfavitlaus og hafa rústað sjómannastéttinni, fjölskyldum, flota og sjávarþorpum, að sögn með ”verndun fiskstofna” að leiðarljósi.
Til þess að viðhalda kerfinu verður að skapa ótta og hann er framleiddur í “óháðum rannsóknastofnunum” sem segja að það sé verið að veiða síðasta fiskinn. Þetta heitir samræmd hagsmunagæsla sægreifa, stjórnvalda, rannsóknarstofnana og eftirlitsgeirans. Allt í boði almennings
Jón Kristjánsson, 11.1.2009 kl. 17:49
Ísland gangi aldrei í þetta ESB.
Það má ALDREI VERÐA, - samkvæmt mínu mati.
Í stuttu máli sagt: ALDREI AÐ EILÍFU Í "ESB".
Íslenska krónan er jafngóður gjaldmiðill og hver annar gjaldmiðill, en það sem ræður gildi gjaldmiðils í hverju landi er fjármálastjórnin í því landi, -(líka samkvæmt mínu mati). Sé stjórnunin góð, þá er gjaldmiðillinn sterkur. (Við þurfum ekki júruna, - júran er lélegur pappír, og ekki traustvekjandi gjaldmiðill.)
Festing krónunnar við dalinn, (100 kr. móti einum dal), yrði mikið gæfuspor. (Þá kemur þar næst vel til greina að taka upp nýja mynt "ÍSDALINN" - jafngildi bandaríska dalsins)
En eitt hið allra auðsynlegasta er þó það að auka framleiðslu, - og það án tafar, - og þar með gjaldeyristekjur. Gjaldeyristekjurnar þurfa ávalt að vera meiri en notkunin, ef vel á að vera, (að mínu mati).
Besta og skjótvirkasta leiðin, - (í stöðunni eins og hún er í dag), - er að gefa færa- og línuveiðar frjálsar. Það er að mínu mati, eitt hið allra stærsta og mesta gæfuspor sem þjóðin getur stígið.
Enda er það vafalaust flestum vel ljóst, að frelsi á öllum sviðum, - frelsi til þess að framleiða vörur og verðmæti, - er undirstaða allrar velmegunar.
Ísland verður að halda sjálfstæði sínu, og frelsi til þess að ráða yfir sínu landi og hafsvæðum, - og því eins kemur aldrei til greina að ganga í ESB.
Tryggvi Helgason (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 18:00
Skrifræði ESB Kommizarna- og nefndanna ÞEIRRA !
Andlitslausra embættismanna sérfræðingaveldis tilskipananna.
Ólýðræðislegra apparats skrifræðisins er ekki hægt að hugsa sér !
Er það virkilega það sem við Íslendingar þurfum núna !
Herra Zakorsky svokallaður forseti Frakklands segir nú við mótmælendur í París sem mótmæla hástöfum kolrugluðu og ranglátu landbúnaðar kerfi ESB KÓMMIZARANA að hann eða Frönsk stjórnvöld ráði bara alls engu lengur um þeirra líf og lífskjör !
ESB nefndir sérfræðinga skrifræðisins ráða þar öllu !
Er að furða að HERRA Zakorsky sé löngu orðinn að fjölmiðla sterafígúru og svona smá kjána playboy !
Hvað verður þá um okkur og svona smá þjóð, gagnvart massívu skrifræðisæðisveldinu !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 18:01
Mér þætti gaman að sjá þá sem að rífa mest kjaft um kvótakerfið koma með einhverjar lausnir. Kvótakerfið hefur sína kosti og galla. Það hefur leitt til miklu betri stýringar á nýtingu fiskistofna hér við land, auk þess sem að sjávarútvegurinn færir þjóðarbúinu skapar enn stóran hluta gjaldeyristekna landsins.
Gallinn við kvótakerfið er framsalið. Það hefur orðið til þess að óveiddi fiskurinn í sjónum er orðinn að gjaldmiðli, eign sem að hefur safnast á fárra manna hendur. Í raun má segja að mest allur fiskurinn í hafinu sé eign 5-6 stórútgerða.
En hvernig vilja menn fara til baka? Vilja menn að ríkið kaupi til sín allann kvóta í landinu og sjái svo um að deila kvótanum út til þeirra sem að vilja veiða hann ár hvert? Ekki vill ég borga fyrir það. Eða á ríkið bara að taka kvótann endurgjaldslaust og baka sér þannig skaðabótaábyrgð því að eins heimskulega og það hljómar, óveiddi fiskurinn er eign fárra útgerða. En endilega, þið sem að eruð svo fróðir um kvótakerfið og meintar blekkingar Sjálfstæðisflokksins. Hvernig viljið þið breyta?
Varðandi ESB þá neita ég að trúa því fyrr en að fullreyndu að þjóðin ætli virkilega að afsala sér stærstu auðlindinni sinni. Vissulega er hún í fárra manna höndum en samt hún veitir ansi mörgum atvinnu og hún skapar tekjur, miklar tekjur sem að þjóðin hefur þörf fyrir, ekki síst í dag þegar aðrar tekjur t.d. af bönkunum hafa horfið.
Jóhann Pétur Pétursson, 11.1.2009 kl. 18:09
Jóhann
Það er hægt að afnema kvótakerfið með einu pennastriki, bótalaust. Sjávarútvegsráðherra, þessi að vestan, hefur vald til þess að segja:
"Endurskoðun á gögnum og forsendum hefur leitt í ljós að ekki sé þörf á að vernda þorsk, ýsu o. fl. tegundir. Ég hef því ákveðið að þessar tegundir verði utan kvóta næsta fiskveiðiár". - basta, - málið leyst. Vitna til hagsmunagæslunnar sem ég bendi á hér að ofan: Skapa ótta um síðasta fiskinn til að geta viðhaldið vitleysunni.
Jón Kristjánsson, 11.1.2009 kl. 18:26
Finnst svolítið hjákátlegt að kalla ESB ólýðræsiglegt, komandi frá okkur Íslendingum. Ættum að líta í eigin barm áður en við förum að koma af stað gróusögum um ESB:
Ég segi INN Í ESB NÚNA, LOSUM OKKUR VIÐ SPILLINGUNA OG SÉRHAGSMUNAGÆSLUNA SEM HÉR HEFUR ÁTT SÉR STAÐ.
Krónan er sorp sem á engan hátt endurspeglar hagkerfi landsins, heldur einungis verið pókerpeningur á borði fjárglæframanna (og kvótafólks).
KOSNINGU NÚNA !!! E S B NÚNA!!!
Sigmar Sigmarsson
Sigmar Sigmarsson (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 18:27
Jóhann Pétur Pétursson, ég hef gagnrýnt kvótakerfið í mörg ár og eitt af því fyrsta var að benda á lausn sjá hér. Svo skaltu ekki vera svo barnalegur að halda því fram að KVÓTAKERFIÐ, sem slíkt skapi gjaldeyristekjur fyrir þjóðina. Þú ættir að kynna þér stjórnarskrá lýðveldisins því ef hún er skoðuð og túlkuð rétt, skapast ENGIN skaðabótaábyrgð hjá ríkinu ef kvótinn yrði innkallaður.
Jóhann Elíasson, 11.1.2009 kl. 18:29
Nú hvað með eignarréttarákvæðið? Ertu að segja mér að stjórnvöld geti og megi svipta menn eignum sínum án þess að það komi bætur fyrir. Annars ætla ég ekkert að úthrópa mig sem einhvern sérstakan stuðningsmannn kvótakerfisins en mér finnst lágmark að ef að menn eru að krefjast breytinga, þá verða menn að segja hvaða breytingar á að gera.
Jóhann, kvótakerfið hefur orðið til þess að nýtingin í stofnana er miklu betri sem að jú er grundvöllur þess að þessir fiskstofnar eru til. Áður en kvótakerfið kom til sögunnar var sóknin óheft, þannig að þú mátt kalla mig barnalegann ef þú vilt, ég segi samt að kvótakerfið kom því til leiðar að fiskistofnunum var bjargað á sínum tíma og þess vegna grundvöllur fyrir því að sjávarútvegurinn er það sem hann er í dag. En hvort að það sé kominn tími á nýtt kerfi má vel vera.
Og úr því að þú hefur gagnrýnt kvótakerfið í mörg ár, þá þykist ég vita að þú sért búinn að koma með lausni. Endilega segðu okkur þessum barnalegu hvaða kerfi gæti gagnast betur heldur en kvótakerfið og með hvaða leiðum hægt er að flytja kvótann til ríkissins og þar með fólksins. Ég held því ennþá fram að ríkið geti ekki tekið eign eins og kvóta bara í burtu.
Jóhann Pétur Pétursson, 11.1.2009 kl. 19:44
Jóhann Pétur, það kallast ekki betri nýting þegar brottkast, er það mikið (sumir vilja meina að fyrir hverja tvo fiska sem koma á land sé einum kastað) brottkast vilja fylgismenn kvótans meina að sé ekki til en þeir sem stundað hafa sjó og þekkja til veiða vita betur en hjarðmenn LÍÚ. Ég benti þér á lausn, þú þurftir ekki annað en að fara með "músarbendilinn" á link, sem ég benti á og hættu þessum barnaskap og lestu það sem þér var bent á og reyndu ekki að gera þig breiðan á kostnað annarra. Þó að þú haldir því fram að ríkið geti ekki tekið kvótann bótalaust, er það bara ekki rétt.
Jóhann Elíasson, 11.1.2009 kl. 20:23
Sæll Jóhann Elíasson, ég er sammála þér, og við þig Jóhann Pétur vil ég segja, ég er búinn að stunda sjó alla daga frá því að kvótakerfið var tekið upp, og hvaða reynsla er af því? Sífellt minnkandi þorskstofn, Út af hverju skildi það vera? Jóhann Elíasson svaraði því hér að ofan.
Kær kveðja frá Eyjum.
Helgi Þór Gunnarsson, 11.1.2009 kl. 23:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.