17.1.2009 | 11:04
Ekki TVÖFALDUR í roðinu heldur MARGFALDUR.......
Það er alveg greinilegt, að maðurinn veit ekkert í hvaða fót hann á að stíga. Hver einasti maður, sem er með lágmarksþekkingu og meðalgreind, veit það að "stofnstærðarmælingar" HAFRÓ eru gjörsamlega ómarktækar. Það myndu fást alveg jafn áreiðanlegar upplýsingar um stofnstærð þorsksvið Íslandsstrendur, með því að fara á leikskólann Hjalla í Hafnarfirði og spyrja Olgeir Karl Valdimarsson (hann er fjögurra ára en kannski geri ég honum rangt til að bera hann saman við HAFRÓ-kálfana því hann hefur ekkert gert af sér sem réttlætir þetta). Allir með meira en hálf fimm í kollinum vita að það er miklu meiri fiskur í hafinu en "spekingarnir" hjá HAFRÓ segja og hafa "reiknað" út. Hvernig skildi eiginlega standa á því að Íslensk fiskiskip fara ekki lengur á þær "togslóðir" sem HAFRÓ er með togararallið sitt á og byggir stofnstærðarmælingar sínar á? Kannski sjávarútvegsráðherra sé nú aðeins að rumska en hann hafði ekki kjark til að hafa ályt mannréttindanefndar sameinuðu þjóðanna til hliðsjónar, þegar hann tók ákvörðun um aukningu þorskveiðiheimilda.
Hægt á uppbyggingu þorskstofnsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
- annabjorghjartardottir
- arnarthorjonsson
- skagstrendingur
- formula
- reykur
- flinston
- asthildurcesil
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- bjornaxelsson
- bokin
- dagsol
- einarbb
- einarvill
- einarorneinars
- finnur
- fritzmar
- georg
- gislim3779
- gudbjornj
- gutti
- elnino
- manix
- zumann
- gmaria
- noldrarinn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gunnsithor
- gustafskulason
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- hbj
- hallibjarna
- heimssyn
- formannslif
- diva73
- helgatho
- helgigunnars
- hordurhalldorsson
- ingagm
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- fun
- jensgud
- ezuz
- joiragnars
- johannvegas
- jaj
- fiski
- jonerr
- bassinn
- jonsnae
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- juliusvalsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristinn-karl
- kristinthormar
- stinajohanns
- keh
- kristjan9
- magnuss
- magnusthor
- odinnth
- solir
- olafurjonsson
- os
- pallvil
- ragnar73
- rosaadalsteinsdottir
- hughrif
- fullveldi
- seinars
- nafar
- holmarinn
- sigurdurig
- siggiflug
- siggith
- sigurjonth
- stormsker
- timannatakn
- tibsen
- valdimarjohannesson
- skolli
- valur-arnarson
Nýjustu færslur
- KRÓATAR UNNU ÞENNAN LEIK "VEGNA UMDEILDRAR DÓMGÆSLU".....
- LOKSINS KEMUR EINHVER MEÐ "RAUNHÆFA" LAUSN Á ÞESSU MÁLI.......
- ÞAÐ VIRÐIST VERA EINA RÁÐIÐ, SEM SAMFYLKINGIN HEFUR TIL AÐ AU...
- ÞETTA LÍKAR MÉR..........
- ÆTLAR "SAMGÖNGURÁÐHERRA" AÐ LÁTA MEIRIHLUTA REYKJAVÍKURBORGA...
- ÞRÁTT FYRIR FRAMMISTÖÐU DÓMARANNA TÓKST EKKI AÐ KOMA Í VEG FY...
- ÆTLI ÞEIR GERI SÉR EKKI GREIN FYRIR ÞVÍ AÐ ÞETTA "VOPNAHLÉ" ...
- NÚNA ÞEGAR RYKIÐ FER AÐ SETJAST EFTIR ÞETTA ÓHUGNANLEGA STRÍÐ...
- EN FYRIR HVERN ÞÓTTIST GUÐMUNDUR INGI VERA AÐ VINNA?????
- Á VIRKILEGA AÐ FARA ÚT Í ÞETTA FYRIRFRAM "DAUÐADÆMDA" VERKE...
- ÞAR SÝNA SAMFYLKINGARMENN LOKSINS SITT RÉTTA ANDLIT????????
- STÓRA LOFTSLAGSBLEKKINGIN........
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.1.): 2
- Sl. sólarhring: 203
- Sl. viku: 1413
- Frá upphafi: 1856482
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 876
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Algjörlega sammála þér þarna. Nema ég heyrði í haust að þeir myndu "finna" 30.000 tonn af kreppufiski með vorinu, svona til að halda sjálfstæðismönnum á floti. Þannig að það er ekki vakning í gangi heldur eitthvað allt annað hjá þessum sjávarútvegsráðherra.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.1.2009 kl. 13:50
Jóhann og Ásthildur. Við öll og fjölmargir aðrir vita upp á hár að þessar stofnmælingar eru aldrei meira en vísbendingar. Og framkvæmd þeirra eins og þú bendir á er auðvitað ekki annað en brosleg. Öll þessi umræða okkar andófsfólksins er orðin tilgangslaus að minni hyggju. Þjóðin hefur sætt sig við ofbeldi stjórnvalda og þeirra tækja sem þau nýta sér til að blekkja þjóðina og jafnframt skýla spillingunni.
Við eru núna stödd í þungu prófi- einskonar lokaprófi. Takist okkur ekki að hrista af okkur slenið við þær aðstæður sem nú eru og taka saman höndum;- takist okkur ekki að mynda þá samstöðu sem til þarf að reka frá okkur pólitík spillingar og einkahagsmuna skulum við bara breiða upp fyrir haus og bíða örlaganna hljóð og hæglát.
Árni Gunnarsson, 17.1.2009 kl. 14:12
Heill og sæll Jóhann, ekki þori ég að fullyrða um það að þessar stofnstærðarmælingar séu tóm vitleysa, en sjómenn eru almennt á þeirri skoðun að miklu meira sé af fiski í sjónum en fiskifræðingar halda fram, og þeir hljóta að hafa að einhverju leiti rétt fyrir sér.
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 17.1.2009 kl. 16:46
Algjörlega sammála þessu Jóhann!!!!Kveðja Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 17.1.2009 kl. 16:59
Sæll Jóhann , ég velti því fyrir mér hvort ekki hefði verið óhætt að auka kvótann um annað eins og bjóða þá viðbót upp , einnig held ég að rétt hefði verið að loka fyrir snurvoðarveiðar í fjörum landsins gegn auknum aflaheimildum . kv ,
Georg Eiður Arnarson, 17.1.2009 kl. 17:42
Sæll"gamle ven"sammála færslu þinni Kært kvaddur með kveðjur til frænda
Ólafur Ragnarsson, 17.1.2009 kl. 20:25
Það er gott að auka aflaheimildir, en aukinn kvóti? Ég hef heyrt að eitthvað af þessu lendi í þrtabúum sem erlendir bankar gera kröfu í. Það finnst mér vera sóun.
Sigurður Þórðarson, 17.1.2009 kl. 20:40
Ég vil byrja á því að þakka öllum fyrir innlitið og athugasemdirnar en þó vil ég segja við Erling Þorsteinsson að síendurtekin rannsókn "VIÐ SÖMU AÐSTÆÐUR" eykur vissulega gildi hennar um það eru allir fræðimenn sammála. Ég er alls ekki að gera lítið úr þekkingu þinni en í mínum huga er mikill munur á gæðamálum í sjávarútvegi og veiðimálum yfirhöfuð. Mig langar til að útskýra mál mitt aðeins: Þeir (HAFRÓ) byggja „MÆLINGAR" sínar,alfarið á svokölluðu togararalli, sem þú hefur vafalaust heyrt af og þekkir, þetta togararall hófst fyrir u.þ.b 25-26 árum og gengur út á að það er „togað" á sömu togslóð í vissan tíma, á sama tíma, með samskonar veiðarfærum, notast er við sömu skip allan tímann (einhverjir togarar sem hófu togararallið hafa fallið úr leik en það hefur ekkert komið í þeirra stað). Það er ekkert tekið tillit til þróunar í veiðarfæragerð, það er ekki tekið tillit til þess að MIKLAR breytingar hafa orðið á hitastigi og lífríki sjávar, t.d sagði kunningi minn mér frá því að þeir væru farnir að fá karfa mikið norðar en áður, karfinn heldur til í mun heitari sjó en þorskurinn þegar ég var á sjó var karfi yfirleitt ekki veiddur norðar en í sunnanverðum Víkurál. Ekki get ég fallist á að þetta séu MJÖG VÍSINDALEGAR aðferðir. T.d er ég í mínu námi búinn að taka áfanga í "akademískri aðferðafræði" og ég er ansi smeykur um að ef ég hefði beitt samskonar rannsóknaraðferðum, þá hefði ég ekki náð að útskrifast úr þessum áfanga.
Jóhann Elíasson, 17.1.2009 kl. 21:11
Áhugavert innlegg hjá þér Jóhann
Sigurður Þórðarson, 17.1.2009 kl. 23:03
Heill og sæll Jói ég gerði smávægilega úttekt á þessu blessaða togararalli Hafró, ég nennti ekki að leita að þessu á minni síðu en ég setti þetta einnig inn á aðrar síður. Sjáum hvernig þetta lítur út, hér er hlekkur á helgidóminn svo fór ég aðeins að skoða hvað stofninn gæti verið stór og hvernig í helvítinu þeir gátu fengið það út að einungis 650.000 tonn væru til af þorski, skoðum það mál hér.
Þeirra fræði er eingöngu takið eftir eingöngu byggð á stærðfræði þar sem ekkert tillit er tekið til breytinga í hafinu svo sem hita, strauma, tunglstöðu og veðurs þegar vísindaelítan stormar á stað í togararallið. Þá er það hreint ekki svo flókið að setjast niður með upplýsingar frá þeim sjálfum og reikna með bæði augun opin.
Hallgrímur Guðmundsson, 17.1.2009 kl. 23:17
Það hlýtur að vera hægt að ná hafró út úr algebrunni og fara að leggja meiri stund á sjávarlíffræði.
Kveðja til þín Jóhann.
Einar Örn Einarsson, 18.1.2009 kl. 02:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.