29.1.2009 | 11:40
Ekki forsvaranlegt að öfgafólk geti staðið í vegi fyrir þjóðarhag...
Ef "kaffihúsanáttúruverndarsinnarnir" eiga að fá að vaða svona uppi með vitleysu og kjaftæði, eins og hefur verið þeirra aðall undanfarin ár og þar að auki koma sér vel fyrir í skjóli VG og vinna þar gegn þjóðþrifamálum, eins og nýting hvala vissulega er, þá er eins gott að EKKIverði af fyrirhuguðu stjórnarsamstarfi. FF eiga vissulega hrós skilið að standa á móti þessu kjaftæði.
Hvalurinn setur hnút í Frjálsynda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
- annabjorghjartardottir
- arnarthorjonsson
- skagstrendingur
- formula
- reykur
- flinston
- asthildurcesil
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- bjornaxelsson
- bokin
- dagsol
- contact
- einarbb
- einarvill
- einarorneinars
- finnur
- fritzmar
- georg
- gislim3779
- gudbjornj
- gutti
- elnino
- manix
- zumann
- gmaria
- noldrarinn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gunnsithor
- gunnlauguri
- gustafskulason
- godurdrengur
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- hbj
- hallibjarna
- heimssyn
- formannslif
- diva73
- helgatho
- helgigunnars
- hordurhalldorsson
- ingagm
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- fun
- jensgud
- ezuz
- joiragnars
- johannvegas
- jaj
- fiski
- jonerr
- bassinn
- jonsnae
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- juliusvalsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristinn-karl
- kristinthormar
- stinajohanns
- keh
- kristjan9
- lifsrettur
- magnuss
- magnusthor
- marinogn
- mal214
- njallhardarson
- odinnth
- solir
- olafurjonsson
- os
- oskareliasoskarsson
- pallvil
- frisk
- ragnar73
- rosaadalsteinsdottir
- hughrif
- fullveldi
- seinars
- nafar
- holmarinn
- sigurdurig
- siggiflug
- siggith
- sigurjonth
- summi
- stormsker
- timannatakn
- tibsen
- valdimarjohannesson
- skolli
- valur-arnarson
Nýjustu færslur
- "ÚLFUR Í SAUÐAGÆRU"??????
- HVAÐA "PABBABRANDARI" ER EIGINLEGA Í GANGI??????
- ÞVÍ MIÐUR VIRÐAST LANDSMENN ÆTLA AÐ LÁTA "BLEKKJA" SIG........
- ÞESSI MANNESKJA STOPPAR EKKI NEMA HÚN VERÐI STÖÐVUÐ........
- "ENDURSKOÐUN" EES SAMNINGSINS ÞÝÐIR Í RAUNINNI "UPPSÖGN" SAMN...
- EN "GAGNSÆIÐ" Á EKKI VIÐ UM PÍRATANA.........
- BENSÍN - OG OLÍUGJALD HÆKKA UM 2,5% UM NÆSTU ÁRAMÓT.........
- "ÞAÐ ER EKKI EIN BÁRAN STÖK Í 12 VINDSTIGUM"...........
- ÞETTA MÁL VIRÐIST ÆTLA AÐ HAFA AFLEIÐINGAR ENDA ER ÞAÐ VÍST...
- HANN ER ÞÁ "TÍKARSONUR" (SON OF A BITCH).................
- EF GRANT ER SKOÐAÐ ÞÁ ERU PRÓFKJÖR EKKERT ANNAÐ EN "GRÓF FÖLS...
- OG ÞESSI FLOKKUR BÆTIR VIÐ FYLGI SITT SAMKVÆMT SKOÐANAKÖNNUNU...
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 76
- Sl. sólarhring: 305
- Sl. viku: 2253
- Frá upphafi: 1837619
Annað
- Innlit í dag: 46
- Innlit sl. viku: 1294
- Gestir í dag: 44
- IP-tölur í dag: 44
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála.
Sigurjón Þórðarson, 29.1.2009 kl. 11:43
Við hljótum að geta fundið lendingu í þessu máli. Ég vil ekki sjá að kristján í Hvalnum fái bara kvótan gefins og ég get ekki trúað því að Frjálslyndi flokkurinn muni fara að styðja gjafakvóta. Setjum kvótan á uppboð. Þá geta grænfriðungar, sporthvalveiðifólk og atvinnuhvalveiðisinnar bara keppst um veiðileyfin.
Héðinn Björnsson, 29.1.2009 kl. 11:51
Er það mesta málið að Kristján Loftsson, fái kvótann gefins, hvað með annan kvóta?
Jóhann Elíasson, 29.1.2009 kl. 11:55
Nú hefur gamalkunnug umræða um "kaffihúsanáttúruverndarsinna" og "hvítflibba betlara" tekið sig upp að nýju.
Hvernig passa ferðaþjónustu aðilar inn í þá mynd? Eru dugmiklir aðilar sem gera út á hvalaskoðun allir einhverjir hvítflibbar eða eru helstu talsmenn hvalveiðanna bara rætnir í orðavali??
Eru kaffibollarnir inni á kaffistofu LÍÚ og sjávarútvegsráðuneyti eitthvað betri en aðrir kaffibollar. Er hundruð milljóna betl KL í Hval hf. eitthvað betra en annað betl.
Eru hvítflibbavinir Kristjáns Loftssonar í LÍÚ og EKG eitthvað öðruvísi en aðrir hvítflibbar.
Stórkarlalegt orðfæri, "snús-kalla" með annan fótinn í atvinnuvegum 19. aldar eiga ekki að ráða stórum hagsmunamálum okkar á þeirri 21.
Jón Baldur (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 11:56
Jón Baldur. Síðan 2003 hefur það endalaus hræðsluáróður frá hvalfriðunarsinnum að ferðamannaiðnaðurinn myndi leggjast af á Íslandi ef hvalveiðar yrðu ekki stoppaðar hið fyrsta. er það raunin?
"atvinnuvegum 19. aldar" og síðan eftir nokkur ár áttu eftir að segja að fiskveiðar séu "atvinnuvegum 20. aldar" ?
Ég styð hvalveiðar 100%.
Fannar frá Rifi, 29.1.2009 kl. 12:05
Jón Baldur, þegar mönnum er "mikið niðri fyrir" er málflutningur þeirra oft illskiljanlegur ég ráðlegg þér að róa þig aðeins niður áður en þú tjáir þig.
Jóhann Elíasson, 29.1.2009 kl. 12:08
Aldrei reiknaði ég með því að við Fannar frá Rifi gætum orðið sammála um neitt, en vegir Guðs eru órannsakanlegir.
Jóhann Elíasson, 29.1.2009 kl. 12:12
Fólk verður einfaldlega að horfast í augu við þá staðreynd að ákvörðun ráðherrans er siðlaus. Hann hefur ekkert umboð Alþingis eða ríkisstjórnar, hvorki fyrrverandi hvað þá annað. Kristján Loftsson er forríkur útgerðarmaður sem hefur án nokkurns vafa lagt mikið í sjóði Sjálfstæðisflokksins. Ef svona öfgafull vinnubrögð eiga að líðast er illa komið fyrir okkur (sem það vissulega er).
Sigurður Hrellir, 29.1.2009 kl. 12:16
Ég er pollrólegur. Þú notar orðið "kaffihúsanáttúruverndarsinnarnir" þannig að væntalega skilur þú það. Hvítflibbabetlarar er frá Krisjáni Loftsyni komið þannig að ég reikna ekki með að það orð reynist skilning þínum ofviða. "Snús" nota ég sem slettu fyrir neftóbak. Fleira nenni ég ekki að kenna þér í bili en mæli með einhverju námskeiði í skrifum og rökfestu, þannig að þú þurfir ekki að nota orðið "kjafæði" jafnoft og þú gerir, heldur lærir að færa rök fyrir því sem þú heldur fram.
Jón Baldur (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 12:25
Ég er ekki á móti hvalveiðum, og ég er ánægð með að Frjálslyndi flokkurinn stendur með sjálfum sér í þessu máli sem öðrum. En ég er líka sammála því að þessi ákvörðun Einars Kristins er undarlega í ljósi stöðu hans í dag. Ég vona samt að þessi gjörð verði ekki afturkölluð, þvi við verðum einfaldlega að nýta okkur þær auðlindir sem við höfum í ljósi ástandsins í dag. Mótmæli voru ju miklu minni en búist var við, og nú er allstaðar krýsa, svo menn verða að hætta þessu tilfinningalátum og fara að hugsa raunhæft um hvalveiðar.
En svo sannarlega hefur Einar Kristinn kastað sprengju, ætli við megum eiga von á fleiri slíkum frá umboðslausum stjórarliðum?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.1.2009 kl. 13:55
Sæll Jóhann, ekki ætla ég að kjósa FF aftur ef það verður einhver hnútur í maganum á þeim, þeir áhrifamestu þingmenn í frjálslyndar flokknum eru það skynsamir menn og reyndi, bæði til sjós og lands að þeir hljóta að snúast gegn svona vitleisu.
Kær kveðja frá Eyjum.
Helgi Þór Gunnarsson, 29.1.2009 kl. 23:00
Verndun kaffihúsa er auðvitað gott mál, en mér sýnist allt stefna í að stjórnin verði mynduð. Sem betur fer þarf ég ekki að taka afstöðu til þess hvort ég kýs Frjálslyndaflokinn. Það hefur bara ekki komið til greina. Kvótúthlutun Enars K er enn ein sönnun þess að Stjórnarskrána verður að endurskoða, afnema einveldi ráðherra. Seta Davíðs í Seðlabankanum undir vernd Geirs er annað æpandi dæmi um slíkt. www.nyttlydveldi.is
Hólmfríður Bjarnadóttir, 30.1.2009 kl. 03:15
Ég styð hvalveiðarnar og spyr hvort að við eigum að láta einelti Grean Peace og annarra hópa rita okkar Íslandssögu eða Íslendinga sjálfa? Auðvitað verðum við líka að hugsa um friðinn, hef heyrt að við verðum hreinlega bombarderuð af hryðjuverkamönnum ef við samþykkjum að veiða hvali. Kannski er þetta spurning um hversu sjálfstæð við viljum telja okkur og hverju við erum tilbúin til að fórna fyrir sjálfstæðið? Ef við sitjum og stöndum skv. dyntum annarra hópa eða viðskiptaaðila þá er varla hægt að segja að við höfum forræði yfir okkur sjálfum lengur.
Bara pæling..
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 30.1.2009 kl. 08:50
Stefnuskrá FF er ekki til sölu . kv .
Georg Eiður Arnarson, 30.1.2009 kl. 23:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.