Sem betur fer er þessu leiðindamáli að ljúka...

Það kemur hvergi fram að McLaren-menn hafi notfært þessi gögn á nokkurn hátt en þeir höfðu aðgang að  þessum gögnum og um það snýst málið.  Óneitanlega setur þetta leiðinlegan svip á formúluna og því er það gott mál, fyrir íþróttina, að þessir tveir fornu fjendur hafi náð sátt í málinu.  Það eina sem setur dökkan blett á komandi formúluvertíð er, að formúlan skuli áfram sýnd á stöð2 sport, ég tek einfaldlega ekki séns á því að missa af starti keppni og fyrri hluta hennar, vegna þess að einhver lélegur tæknimaður "gleymi" að taka "ruglið" af, eins og gerðist hjá þeim á síðustu formúluvertíð.
mbl.is Ítalskur dómstóll gerir sektarsátt við tæknimenn McLaren
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Málssóknin á hendur tæknimönnunum snerist um að þeir hafi brotið reglur um höfundarrétt með því að hafa gögnin undir höndum. Af hálfu starfsmanna McLaren var því alltaf haldið fram, að gögnin hafi ekki verið notuð, enda verið stutt í fórum þeirra.

Tek undir með þér, að aðalatriðið er að þetta mál skuli nú úr sögunni. Með sáttargjörðinni var smiðshöggið rekið. Sem sagt, McLarenmenn mótmæla ekki ákæru og greiða sekt gegn því að málið er hætt.

Ágúst Ásgeirsson, 23.2.2009 kl. 13:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband