Ef eitthvað skortir í þennan stjórnarsáttmála var það trúverðugleiki.....

Þegar maður sér þennan "stjórnarsáttmála" þá er maður ekki svo mjög hissa á þessum langa tíma sem stjórnarmyndunarviðræður tóku en þessir kálfar (Jóhanna Sig., Steingrímur Joð og fylgifiskar þeirra) hafa skrifað niður einhver háleit draumamarkmið, en engar leiðir að þessum markmiðum sínum og því miður verð ég að segja að ég varð fyrir miklum vonbrigðum þegar ég sá þessa hörmung, sem þeim hefur einhvern veginn tekist að TEYGJA á 17 BLAÐSÍÐUR en þau virðast hafa gleymt því að MAGN er EKKI sama sem GÆÐI.  Þessi stjórnarsáttmáli er ekki virði blaðanna sem hann er skrifaður á.  Við Íslendingar sjáum EKKI fram á bjarta tíma með þetta lið við stjórnvölinn næstu 100 daga, ég get ekki betur séð en að þessi ríkisstjórn ÆTLI SÉR BARA AÐ SITJA Í 100 DAGA þó kjörtímabilið sé fjögur ár það er það eina jákvæða sem ég sé við þetta stjórnarsamstarf.
mbl.is Trúverðugt plagg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki rétt að gefa þeim tækifæri áður en þú byrjar að gagnrýna? Þú talar um eitthvað "lið" við stjórnvölinn næstu hundrað daga???? Veistu um einhverja aðra betri til að stjórna landinu? Viltu kannski fá viðbjóðinn sem fylgdi Sjálfstæðinu og Framsókn aftur? Vil minna þig á að það eru nýafstaðnar kosningar í landinu þar sem þessir flokkar fengu hreinan meirihluta á þingi. Þú ert ekki einungis að tala niður til nýrrar ríkisstjórnar Íslands heldur allra þeirra sem kusu þessa flokka. Og það er ansi stór hópur Íslendinga.

Sjálfstæðismaður kannski? Finnst "orðræðan" vera þannig......

Ína (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 09:37

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég veit nú ekki betur en að þetta lið sé búið að fá tækifæri og hvað var gert í fyrri ríkisstjórn?

Jóhann Elíasson, 11.5.2009 kl. 09:43

3 Smámynd: Hinrik Þór Svavarsson

þolinmæði er dyggð!!

Hinrik Þór Svavarsson, 11.5.2009 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband