12.5.2009 | 15:15
Fréttaflutningurinn er með ólíkindum og hræðsluáróður LÍÚ-klíkunnar ber árangur...
LÍÚ-klíkan virðist ekki þurfa að sýna einn einasta staf, til að styðja málflutning sinn, þess efnis að sjávarútvegurinn hrynji ef verður farin fyrningarleiðin. Þetta "bull" þeirra er "gleypt" alveg hrátt og án þess að sveitarstjórnarmenn "drekki" nokkuð til að auðvelda þeim að kyngja þvælunni og svo koma fjölmiðlarnir og matreiða þvæluna beint ofan í landsmenn. Málið er það að útgerðin hefur farið Enron-leiðina með aflaheimildirnar, þær eru færðar sem EIGN í bókhaldinu skráð á YFIRVERÐI, síðan er þessi "EIGN" (í fyrstu grein fiskveiðistjórnunarlagannarlaganna er kveðið á um það að fiskurinn í sjónum sé SAMEIGN þjóðarinnar) VEÐSETT fyrir SKULDUM útgerðarinnar. Þetta er ólöglegt og gengur í berhögg við stjórnarskrána og fiskveiðistjórnunarlögin og jafnvel fleiri lög, en þar sem ég er ekki löglærður treysti ég mér ekki til að segja hver þau eru. Ekki er það fyrningaleiðin sem slík sem veldur því að útgerðirnar verða gjaldrota heldur sá ÓLÖGLEGI gjörningur þeirra að VEÐSETJA óveiddan fisk í sjónum. Hvernig stendur á því að útgerðin "þoldi" 30% aflasamdrátt á einu ári en svo fer allt á hliðina við 5% innköllun veiðiheimilda?
Fyrningarleið ógnar atvinnulífi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
- annabjorghjartardottir
- arnarthorjonsson
- skagstrendingur
- formula
- reykur
- flinston
- asthildurcesil
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- bjornaxelsson
- bokin
- dagsol
- contact
- einarbb
- einarvill
- einarorneinars
- finnur
- fritzmar
- georg
- gislim3779
- gudbjornj
- gutti
- elnino
- manix
- zumann
- gmaria
- noldrarinn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gunnsithor
- gunnlauguri
- gustafskulason
- godurdrengur
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- hbj
- hallibjarna
- heimssyn
- formannslif
- diva73
- helgatho
- helgigunnars
- hordurhalldorsson
- ingagm
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- fun
- jensgud
- ezuz
- joiragnars
- johannvegas
- jaj
- fiski
- jonerr
- bassinn
- jonsnae
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- juliusvalsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristinn-karl
- kristinthormar
- stinajohanns
- keh
- kristjan9
- lifsrettur
- magnuss
- magnusthor
- marinogn
- mal214
- njallhardarson
- odinnth
- solir
- olafurjonsson
- os
- oskareliasoskarsson
- pallvil
- frisk
- ragnar73
- rosaadalsteinsdottir
- hughrif
- fullveldi
- seinars
- nafar
- holmarinn
- sigurdurig
- siggiflug
- siggith
- sigurjonth
- summi
- stormsker
- timannatakn
- tibsen
- valdimarjohannesson
- skolli
- valur-arnarson
Nýjustu færslur
- "ÚLFUR Í SAUÐAGÆRU"??????
- HVAÐA "PABBABRANDARI" ER EIGINLEGA Í GANGI??????
- ÞVÍ MIÐUR VIRÐAST LANDSMENN ÆTLA AÐ LÁTA "BLEKKJA" SIG........
- ÞESSI MANNESKJA STOPPAR EKKI NEMA HÚN VERÐI STÖÐVUÐ........
- "ENDURSKOÐUN" EES SAMNINGSINS ÞÝÐIR Í RAUNINNI "UPPSÖGN" SAMN...
- EN "GAGNSÆIÐ" Á EKKI VIÐ UM PÍRATANA.........
- BENSÍN - OG OLÍUGJALD HÆKKA UM 2,5% UM NÆSTU ÁRAMÓT.........
- "ÞAÐ ER EKKI EIN BÁRAN STÖK Í 12 VINDSTIGUM"...........
- ÞETTA MÁL VIRÐIST ÆTLA AÐ HAFA AFLEIÐINGAR ENDA ER ÞAÐ VÍST...
- HANN ER ÞÁ "TÍKARSONUR" (SON OF A BITCH).................
- EF GRANT ER SKOÐAÐ ÞÁ ERU PRÓFKJÖR EKKERT ANNAÐ EN "GRÓF FÖLS...
- OG ÞESSI FLOKKUR BÆTIR VIÐ FYLGI SITT SAMKVÆMT SKOÐANAKÖNNUNU...
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 279
- Sl. sólarhring: 391
- Sl. viku: 2428
- Frá upphafi: 1837412
Annað
- Innlit í dag: 170
- Innlit sl. viku: 1382
- Gestir í dag: 155
- IP-tölur í dag: 154
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góður punktur hjá þér heyr heyr....
það er engu líkara en að þessir miðlar okkar hérna á Íslandi séu sjálfstæðis reknir, þeas það er allt gert til að láta illa líta út fyrir núverandi ríkisstjórn, sem er þó að gera eitthvað í málum...hvað eru landsmenn ekki búnir að tala um þetta kvótakerfi í mörg ár...það hefur ekki nokkur einasti maður viljað sjá þetta andstyggilega kvótakerfi jahh nema þá þeir sem fengu hann gefins auðvitað, enda grenja þeir hvað hæðst núna. Það er bara mjög gott mál að núna skuli loksins vera komin af stað einhver hreinsun í þessu landi, löngu kominn tími til.
Guðrún (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 15:45
Tilgangurinn helgar meðalið Jóhann. Og það sem mér finnst furðulegast er að óbreyttir almúgamenn skuli trúa þessu og gráta LÍÚ til samlætis. Margir sjálfstæðismenn eru verri en Ragnar Reykás. Flokkurinn er flokkur einkaframtaksins, en þegar það skal elft þá, virðast þessi gildi ekki eiga við. Fyndið ekki satt?
Sigurbrandur Jakobsson, 12.5.2009 kl. 16:29
Stundum ertu bara He***** góður Jóhann minn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.5.2009 kl. 16:57
Akkúrat!
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 13.5.2009 kl. 08:21
Þú bendir réttilega á að fiskurinn í sjónum sé sameign þjóðarinnar. Síðan heldur þú því fram að búið sé að veðsetja hann af einhverjum sem með því séu að fremja lögbrot og stjórnarskrárbrot. Fiskurinn í sjónum hefur aldrei verið veðsettur. Rétturinn til að veiða fiskinn í sjónum er eign þeirra er kaupa þann rétt. Sá réttur er fyrirtækjum mikils virði og hefur hann verið veðsettur. Þú ferð með algerlega rétt mál þegar þú segist ekki vera löglærður en heldur samt fram þessum staðhæfingum um lögbrot þeirra sem vinna að því hörðum höndum að halda þessari skútu á réttum kili. Varðandi þessi 5% sem eru nefnd eins og það sé eina skerðingin sem sjávarútvegsfyrirtækin verði fyrir, þá verður allur kvótinn tekinn af fyrirtækjum á 20 árum. 5% á ári. Fyrirtæki sem hafa þurft að ganga í gegn um mikinn aflasamdrátt ofan á slæm efnahagsáhrif kreppunnar standa ekki undir þvílíkri eignaupptöku. Fyrst munu minnstu fyrirtækin þurrkast út, og þar með þær einstaklingsútgerðir sem enn eru eftir. Þá stendur til að úthluta kvótanum aftur á “réttlátan” hátt. Þá koma líklega til þrjár leiðir, að úthluta á grunni aflareynslu, eins og gert var í upphafi og er talið rót alls ills, að bjóða hæstbjóðanda, sem hjálpar þá þeim stóru að verða enn stærri (eignafærsla frá landsbyggð til höfuðborgar), eða að útdeila eftir pólitískum leiðum í gegn um ráðuneyti eða sveitastjórnir. Mér líst illa á allar þessar leiðir og sé ekki annað en að þessar aðgerðir geri ekki annað en að grafa undan þeirri starfsgrein sem koma á okkur út úr þeim hremmingum sem við núna erum í. Það er afskaplega óviturlegt þegar kreppir að á bænum að slátra mjólkurkúnni til þess að geta étið eina góða steik. Við lifum nefnilega á mjólkinni, þó svo steikin geti virst girnilegri.
Jarl Sigurgeirsson, 13.5.2009 kl. 12:05
Nýtingarréttur er EKKI eign, Jarl svo mikið veit ég um lögfræði og þó ég sé ekki með neina lögfræðigráðu þá veit ég alveg 100% að EKKI ER LÖGLEGT að veðsetja eignir annarra, enda þarf ekki mikla spekinga til að vita það. Ef útgerðin getur ekki AÐLAGAÐ sig að þessum breytingum býð ég nú ekki í "sveigjanleika" atvinnugreinarinnar. Og svo vildi ég gjarnan vita hvernig þessar "hrakspár" þínar eru til komnar og hvort þú getir rökstutt þær á nokkurn hátt? Ég gat því miður ekki séð neitt í þessari athugasemd þinni nema rakalaust bull.
Jóhann Elíasson, 13.5.2009 kl. 15:59
Eru ekki þessi fyrirtæki áfram með það forskot að halda á tækjunum til að sækja þennan afla? hverslags bull er þetta eiginlega?
Þetta er álíka rugl eins og Sævar "gáfnaljós" Gunnarsson kom með núna, varðandi gríðarlega tekjuskerðingu sjómanna ef settar yrðu skorður við að þeir gætu haldið á við að setja fisk á undirverði á uppboðsmarkaði í Bretlandi og þýskalandi. Það er algerlega ljóst að sjómenn fengju betri afkomu úr því að fiskurinn færi á markaði hér á landi og erlendir kaupendur kæmu hér sjálfir eða í gegnum umboðsmenn og keyptu.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 13.5.2009 kl. 22:57
Mig langar til að benda þessum Jarli á að ég hitti í gær ungan mann sem byrjaði í útgerð fyrir tæpum 10 árum síðan fullur af kröftum og bjartsýni. Hann keypti sér bát með sóknardagaleyfi, með tvær hendur tómar. Síðan fékk hann úthlutaðan kvóta á grundvelli veiðireynslu. Hann seldi bátinn án kvóta og keypti sér svipaðan og nýrri, og nokkur tonn af kvóta í leiðini. Þessi ár hefur hann aldrei séð krónu í laun, og í dag eru skuldirnar svo miklar að ekki borgar sig að gera út. Til að geta staðið í skilum varð hann að leigja frá sér kvótan. Finnst þér þetta réttlátt kerfi og hvernig í ósköpunum er hægt að verja svona.
Sigurbrandur Jakobsson, 14.5.2009 kl. 08:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.