Virðast vera nokkuð margar leiðir framhjá gjaldeyrishöftunum.................

Hér er ein sem er notuð:  Samherji á og rekur fiskeldisfyrirtæki sem heitir Íslandsbleikja, þetta fyrirtæki selur bleikjuflök til Þýskalands, sem ætti að vera mjög gott mál fyrir þjóðina, en málið er að bleikjuflökin eru seld til fyrirtækis í eigu Samherja á EINA EVRU KÍLÓIÐ sem er skilaverðið til Íslands en síðan er kílóið selt á markað í Þýskalandi á 20 - 30 EVRUR KÍLÓIÐ.  Þetta er búið að ganga í marga mánuði.  Kannski finnst mönnum sem eiga að sinna eftirlyti með þessu þetta eðlilegt?


mbl.is Fara framhjá gjaldeyrishöftum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef þessi Samherjasaga er sönn, þá er greinilegt að "kvótabraskið" hér heima nægir ekki.  Hvað ætli sé búið að ná miklu fjármagni út úr þessu "útgerðarfyrirtæki" í gegnum árin og koma fyrir í annars konar rekstri en útgerð ?  Allt hófst þetta með nokkur þúsund tonna "skipsstjórakvóta" sem þjóðin "gaf" þessum höfðingjum. 

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 20.6.2009 kl. 10:41

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ekki hef ég neina ástæðu til að ætla að þessi saga sé ekki sönn í það minnsta gefa vinnubrögð þeirra Samherjamanna hingað til, ekki ástæðu til efasemda  

Jóhann Elíasson, 20.6.2009 kl. 11:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband