Enn einu sinni sanna Formúlu bílarnir hversu öruggir þeir eru!!!!!!

Sem betur fer sannaðist okkur hversu öryggi formúluökumanna er orðið mikið núna seinni árin.  Það er alveg með ólíkindum að eftir að bíllinn fer svo gjörsamlega í köku, að ekki virðist vera nokkurs staðar heil brú í honum, að ökumaðurinn skuli sleppa frá "óhappinu" með skrámur.  Samkvæmt BBC sport slapp Massa frá þessu með minniháttar meiðsli og má það þakka að vel hefur verið unnið í öryggismálum ökumanna á síðustu árum.
mbl.is Tímatakan tefst vegna slyss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og því má svo bæta við að glerið í hjálminum verður að þola það í prufunum að það sé skotið á það með hagglabyssu nr 12 af 5 metra færi án þess að það brotni!

óli (IP-tala skráð) 25.7.2009 kl. 16:37

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ekki ólíklegt að það hafi ráðið úrslitum í þessu tilfelli.

Jóhann Elíasson, 25.7.2009 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband