HVAÐ HEFUR BREYST????

Hversu einfalt getur fólk verið????  Er eitthvað erfitt fyrir fólk að átta sig á því að Ice(L)ave-samningurinn er undirritaður SAMNINGUR milli TVEGGJA aðila (reyndar þriggja í þessu tilfelli) og þegar svoleiðis er þá getur annar aðilinn EKKI EINHLIÐA sett fyrirvara við þann samning eftir eigin geðþótta og þannig BREYTT samningnum eins og honum sýnist.  Því er þarna eingöngu um sýndarmennsku og "trikk" af hálfu ríkisstjórnarinnar að ræða, til þess eins að fá þennan nauðasamning samþykktan og þannig að svíkja þjóðina til fátæktar og vesaldóms um ókomna framtíð.


mbl.is Styðja Icesave með fyrirvara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Það hefur ekki neitt breyst... bendi þér á að lesa bloggið mitt við þessa frétt...

Birgitta Jónsdóttir, 5.8.2009 kl. 19:51

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Ætli það sé hægt að setja fyrirvara í raðgreiðslusamninga ég borga ekki ef ég er blankur hmmmmmmmmm

Jón Aðalsteinn Jónsson, 5.8.2009 kl. 23:49

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þetta er einfaldlega uppgjöf fyrir andstöðunni við samninginn. Nú verður engin önnur leið fær en sú að setjast að samningaborði aftur. Eins og þu réttilega bendir á getum við ekki einhliða breytt þessum samningi enda vona ég að enginn sé svo vitlaus að halda það þó fátt komi manni nú á óvart þessa dagana.

Það er fullkomin ástæða til að lesa bloggið hennar Birgittu um þetta mál og eins bendi ég öllum á að lesa núja bloggfærslu Jóns Kristjánssonar það sem hann birtir bréf frá breskum skipstjóra sem lýsir vinnubrögðum ESB familíunnar.

Árni Gunnarsson, 6.8.2009 kl. 00:16

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Árni, þakka þér mjög málefnalega og góða athugasemd.  Ég skoðaði bloggið hennar Birgittu og verð ég að viðurkenna að ég varð fyrir miklum vonbrigðum, þar var alls ekkert á ferðinni sem réttlætti hennar viðsnúning í þessu máli.  Nýjasta bloggfærsla Jóns Kristjánssonar segir nokkuð vel til um vinnubrögð ESB-mafíunnar og á ég þá ósk heitasta að Íslendingum beri gæfu til að láta ekki "plata" sig þar inn.

Jóhann Elíasson, 6.8.2009 kl. 10:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband