Á AÐ SPARA AURINN OG KASTA KRÓNUNNI??????

Þetta er einhver sú ömurlegasta frétt sem ég hef lesið.  Er virkilega svo að "Gæslan" verði að spara svo mikið í rekstrinum að gæslumönnum finnist það réttlætanlegt að 50 björgunarsveitarmenn leggi sig í stórhættu til þess að þeir "þurfi" ekki að senda þyrluna til aðstoðar?  Má kannski búast við svipuðum viðbrögðum ef skip strandar?  Eitthvað er nú skrýtin forgangsröðunin það var ekkert mál að vera með þyrluna í umferðareftirliti ALLA verslunarmannahelgina.
mbl.is Neituðu að senda Gæsluþyrluna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Magnús Stefánsson

Já... Alveg sammála, þetta er til skammar.

Björn Magnús Stefánsson, 23.8.2009 kl. 16:15

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þetta máltæki hefur oft á við og gerir ennþá,Ætli við könnumst ekki við þetta Jóhann og það vel/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 23.8.2009 kl. 17:12

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Æ ég bara skil ekki svona.  Er ekki alveg að kveikja, líf björgunarsveitarmanna er þá minna virði en annara .... eða hvað?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.8.2009 kl. 22:19

4 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Ég er búin að vera af´og á í þessu máli Jói. Sparnaður og aðhald í ríkisrekstri á að vera starfsregla alltaf en í þessu máli finnst manni sem maneskju að peningar ættu ekki að ráða og röksemd björgunarsveitar mannsins eiga fullan rétt á sér. En ég hef farið að velta þessu fyrir mér út frá öðru af hverju hefur gæslan ekki aðgang að minni og ódýrari þyrlu sem hægt væri að nota í svona tilfellum eða gerir einfaldlega þjónustusamning við þyrluþjónusturnar þannig að það verði starfsregla og menn þurfi ekki að finna þá höfnun sem varð í þessu tilfelli og eins þegar að vantaði þyrlu í slökkvistörf.

Annar flötur á þessu máli gerir mig reiðan og sorgbitinn en það er að maður gerir sér grein fyrir hvílíku tjóni athafnamennirnir hafa valdið á lífi okkar það er ekki nóg að þeir hafi skipulega ryksugað allan pening úr þjóðfélaginu heldur hafa þeir rýrt svo getu okkar til sjálfsbjargar að það er þyngra en tárum taki. Ég hef yfirleitt verið maður fyrirgefningar en finn að ér get bara ekki fyrirgefið þetta og er örugglega ekki einn um það.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 23.8.2009 kl. 22:45

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Allt er þetta rétt sem þú segir en það sem fer MESTí mig þegar ég les þessa frétt er það að tilfinningar fólks eru einskis virði í þessu máli ekki vildi ég vera í sporum aðstandenda mannsins, sem lést og lesa þessa frétt.   Auðvitað ætti að fara vel yfir rekstur LHG og hafa alla möguleika opna.  Í svona viðkvæmum málum ætti að forðast "neikvæða" fjölmiðlaumfjöllun og leita allra leiða til sátta.  Munum það að "aðgát skal höfð í nærveru sálar".

Jóhann Elíasson, 23.8.2009 kl. 23:23

6 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Sammála þér er bara að velta þessu fyrir mér frá breiðara sjónarhorni hvernig best verði að svona aðstæður skapist ekki aftur

Jón Aðalsteinn Jónsson, 24.8.2009 kl. 00:13

7 Smámynd: Ómar Gíslason

Því er nú ver og miður að líf einstaklinga skiptir ekki máli lengur, heldur hvernig bókhaldið stemmi í tölum. Síðan fer maður að hugsa ef þyrlan fer ekki af stað út af sparnaði til hvers erum við þá með þyrludeild? Stofnun ein í bandaríkjunum reiknaði út eitt mannslíf og er það metið á $ 7.000.000. Við hljótum að meta líf samborgara okkar meira en sparnað.

Ómar Gíslason, 24.8.2009 kl. 03:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband